Skessuhorn


Skessuhorn - 04.03.2020, Blaðsíða 24

Skessuhorn - 04.03.2020, Blaðsíða 24
MIÐVIKUDAGUR 4. MARs 202024 Fasteignamiðlun Vesturlands opn- aði á nýjum stað 17. janúar síð- astliðinn. skrifstofur fyrirtækisins voru þó ekki færðar um langan veg, því heimilisfangið er enn það sama. FastVest var flutt úr enda Kirkju- brautar 40 í rýmið fyrir miðju húsi. Gengið er beint inn á nýju skrifstof- una frá Kirkjubraut. skessuhorn leit við á hjá FastVest á mánudagsmorg- un, fékk að litast um á nýju skrif- stofunni og ræddi við mæðgurn- ar soffíu sóleyju Magnúsdóttur og Ragnheiði Rún Gísladóttur og stef- án Bjarka Ólafsson um flutningana og fasteignamarkaðinn á Akranesi almennt. Breyttu húsnæðinu soffía segir að þau uni sér vel í nýju og stærra rými. „Við fórum úr 93 fermetrum í 230 og finnst þetta bara alveg æðislegt. Við fluttum inn 17. janúar eftir að hafa tekið svolítinn tíma í að taka húsið í gegn,“ segir soffía, enda hefur það breyst tölu- vert frá því sem áður var. „Hér voru bara tvær skrifstofur,“ segir stefán. „Hitt var bara salur,“ segir soffía. „Við bjuggum til þrjár skrifstofur í viðbót og fundaherbergi úr salnum, auk móttöku í opnu rými og svo er auðvitað kaffistofa og salerni,“ bæt- ir Ragnheiður við. „Nú þegar hefur rótgróin lögmannsstofa hafið störf hjá okkur og eigum þá eftir að koma tveimur skrifstofum í leigu,“ segja þær soffía og Ragnheiður. „Við vilj- um endilega fá fleiri fyrirtæki inn til okkar og styðja þannig við rekstur á Akranesi,“ segir soffía. „Við erum nýlega byrjuð í samstarfi við Blik stúdíó, sem hefur nýverið opnað stofu hér á Akranesi. Þau koma til með að annast ljósmyndun á eign- um sem eru til sölu hjá okkur. Við viljum kaupa þá þjónustu sem við þurfum á að halda í heimabyggð ef þess er nokkur kostur,“ bætir Ragn- heiður við. Fínt að breyta til En hvernig kom það til að þau ákváðu yfirleitt að flytja sig um set á sama heimilisfanginu? Ragnheiður hlær og kveðst eiga sök á því. „Það er mér að kenna,“ segir Ragnheið- ur. „Mér fannst við orðin svolítið ein þarna úti í enda og vildi fjölga á vinnustaðnum. Það var líka kom- inn tíma á að fara að taka í gegn og okkur fannst þá bara tilvalið að taka þetta skref,“ segir hún. „Er ekki fínt að breyta til eftir 25 ár á sama stað?“ spyr soffía. „Við erum sýni- legri núna en áður og hér er betri aðstaða,“ bætir hún við. „Hér höf- um við opið frá kl. 9:30 til 17 og fólk getur alltaf litið inn, það er allt- af einhver á staðnum en slíkt er alls ekki algilt á öðrum fasteignasöl- um,“ segir stefán. „Fólk vill mæta á staðinn og ræða málin, gefa sér tíma og fær ráðgjöf. Ég vann á fast- eignasölum í Reykjavík í fimm ár og þangað kom nánast enginn. Hérna er miklu meira innlit, fólk mætir og fær ráðgjöf,“ segir hann. „Það er um margt að velja hjá bæði bönkum og lífeyrissjóðum varðandi lánamál. Við bendum á kosti og galla og svo bara velur fólk sjálft. Við viljum að fólk taki upplýsta ákvörðun,“ segir soffía. Markaðurinn alltaf að breytast Undanfarið hefur fasteignasölum á Akranesi líka fjölgað. Þær eru orðn- ar fimm í dag en lengi vel voru þær ekki nema tvær talsins, FastVest og Hákot. samkeppnin er þar af leið- andi meiri og þá segir soffía kost að vera sýnilegri en áður. „Við viljum taka vel á móti okkar fólki og halda áfram að veita góða þjónustu,“ segir soffía. Fjölgun fasteignasala á Akra- nesi tengist auðvitað breytingum á fasteignamarkaði. Þau hjá Fast- Vest segja að markaðurinn sé allt- af að breytast og hafi tekið umtals- verðum breytingum bara á síðustu árum. „Verð hefur hækkað mikið hér, eins og flestir vita. Þannig að það er ekki lengur hægt að tala um sama verðmun hér og á höfuðborg- arsvæðinu og var bara fyrir örfáum árum síðan,“ segir soffía. „Það er mikið af nýbyggingum að koma inn á markaðinn núna og á sama tíma kemur töluvert inn af eldri eign- um, sem þeir sem eru að færa sig í nýtt húsnæði eru að selja. Framboð á eignum hefur því aukist töluvert og spurning hvernig hlutirnir þró- ast,“ bætir soffía við. Aðlaðandi bær Það er þekkt stef í tengslum við fast- eignamarkaðinn á Akranesi að fólk hafi flust til bæjarins frá höfuðborg- arsvæðinu. slíkt hefur verið nokkuð áberandi síðustu ár og þau soffía, Ragnheiður og stefán hafa orð á því að reynsla fólks af slíkum flutning- um sé almennt góð. Hún hafi jafnvel orðið til þess að fleiri, tengdir þeim sem þegar hafa flutt, hafi ákveðið að setjast að á Akranesi. „Ég veit um fólk sem kom hingað úr Reykjavík, án þess að eiga tengingu við bæinn og nú tíu árum síðar eru mamma þeirra og pabbi komin og systkinin líka. Eftir að þetta fólk flutti fylgdi nánast öll fjölskyldan á eftir,“ seg- ir Ragnheiður. „Fólk sem kemur hingað með börn og fjölskyldu á vini og segir þeim sína sögu af því hvað bærinn er í raun og veru að- laðandi,“ bætir stefán við. „Við vor- um einmitt að ræða það um daginn hvað hér er margt í boði, til dæmis í íþróttastarfi fyrir börn. Við vorum eiginlega fljótari að telja upp hvað væri ekki hérna,“ segir soffía. Nægt framboð af lóðum soffía segir bæjaryfirvöldum einn- ig til hróss að hafa séð til þess að nægt framboð sé á lóðum á Akra- nesi. „Og þetta nýjasta útspil, hús- næðisáætlunin sem var lögð fram fyrir helgi, var gott að fá,“ segir hún. „Grunnskipulagið hjá bæjar- yfirvöldum hefur líka verið nokk- uð gott í gegnum tíðina. Til dæm- is sjáum við að íþróttasvæðið á Jað- arsbökkum, sem er helsta íþrótta- svæði bæjarins, er nokkuð miðsvæð- is. sama gildir um verslunar- og þjónustukjarnann við Dalbraut 1, hann er miðsvæðis. Þannig að bær- inn hefur staðið sig ágætlega í því að staðsetja þjónustueiningarnar til lengri tíma litið,“ segir stefán. „Við sjáum líka að bærinn er ekki að vaxa í eina áttina heldur er hann að verða meira hringlaga,“ segir stefán. Margt að bjóða En fátt er svo frábært að ekki megi bæta. Eitt þykir soffíu vanta á Akranesi. „Það er t.d. fleiri búsetu- úrræði fyrir eldri borgara, þar sem þeir gætu búið saman undir einu þaki á jarðhæð. Ég hef komið inn í svona húsnæði á Blönduósi. Þar eru minnir mig tíu eða tólf íbúðir í tveimur byggingum með göngu- götu á milli sem er undir glerþaki. Í endanum er samverurými þar sem fólk getur verið, t.d. lesið blöðin, drukkið kaffisopa og fleira ef vill. Íbúðirnar eru tveggja herbergja og fullbúnar, með eldhúsi, þvottaað- stöðu, stofu og verönd. Þar getur fólk verið sem getur hugsað um sig sjálft, en hefur samt ákveðið öryggi og haft félagsskap hvert af öðru. Í svona kjarna er líka auðveldara fyrir fólk að standa saman við að kaupa meiri þjónustu, ef á þarf að halda,“ segir soffía. „Annað úrræði vildi ég líka sjá og það er einhvers konar sambýli, sameiginlegt heimili með möguleika á fullri þjónustu fyrir þá íbúa sem það vilja. Þetta er nokkurs konar millistig þar sem fólk gæti búið um skeið, eftir að það flytur úr stóru eigninni sinni úti í bæ, því að ekki komast allir inn á hjúkrunar- eða dvalarheimili,“ bætir hún við. „Ég er þess fullviss að þetta væri eft- irsótt búsetuúrræði, hvort sem það væri til leigu eða sölu. svona vant- ar á skagann og ég held að þetta sé það eina,“ segir soffía og brosir. stefán grípur þennan bolta á lofti. „Það er eins og engum hafi dottið í hug að byggja leiguhúsnæði fyrir eldri hóp, kannski 60 ára og eldri, sem gæti hugsað sér að selja sína eign og flytja inn í úrræði eins og soffía lýsir. Ég held að ef svona hús væri rétt staðsett og veitt þar þjón- usta sem þarf myndu eflaust margir velta því fyrir sér að selja eigin eign og flytja í einhverja þægilega leigu- einingu. Losa jafnvel í leiðinni um pening sem það fengi fyrir sölu á sinni eign og nota hann í að gera eitthvað skemmtilegt,“ segir hann. „En okkur finnst Akranes hafa upp á mjög margt að bjóða, alltaf verið að bæta í og hér er gott að vera,“ segja þau soffía, Ragnheiður og stefán að endingu. kgk/ Ljósm. kgk. FastVest flutt í nýtt húsnæði: „Viljum halda áfram að veita góða þjónustu“ Hægindastólar í opna rýminu á nýju skrifstofu FastVest. Starfsfólk Fasteignamiðlunar Vesturlands. F.v. Ragnheiður Rún Gísladóttir, Soffía Sóley Magnúsdóttir og Stefán Bjarki Ólafsson. Soffía fasteignasali að störfum.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.