Skessuhorn


Skessuhorn - 04.03.2020, Blaðsíða 10

Skessuhorn - 04.03.2020, Blaðsíða 10
MIÐVIKUDAGUR 4. MARs 202010 Gísli Gíslason hafnarstjóri Faxa- flóahafna hefur tilkynnt stjórn fyr- irtæksins að hann muni hætta störf- um í lok ágúst á þessu ári. Gísli verður 65 ára í sumar og metur sem svo að nú sé heppilegur tími til að stíga til hliðar úr daglegu ati. Gísli mun við starfslok hafa gegnt starfi hafnarstjóra í fimmtán ár. Þar áður var hann í tæpa tvo áratugi bæjar- stjóri á Akranesi. Hann er lögfræð- ingur að mennt og hefur auk þess lokið stigi í harmonikkuleik. Á fundi hafnarstjórnar í síðustu viku var skúla Helgasyni formanni fal- ið að leggja fram tillögu um auglýs- ingar- og ráðningarferli nýs hafnar- stjóra. mm Húsnæðisáætlun Akraneskaupstað- ar var samþykkt samhljóða á fundi bæjarstjórnar Akraness þriðjudag- inn 25. febrúar síðastliðinn. Um er að ræða heildstæða áætlun er varð- ar stöðu húsnæðismála í bænum. Er hún gerð til sjö ára, frá 2020 til og með 2026. „Við erum að setja fram ákveðnar aðgerðir til næstu ára sem snerta húsnæðismál í samfélaginu, ásamt spá um íbúaþróun. Aðgerð- irnar sem tilgreindar eru í skýrsl- unni snúa meðal annars að húsnæði fyrir aldraða, félagslegt húsnæði fyrir þá sem þurfa sérstaka aðstoð í samfélaginu og auðvitað þá hús- næðisuppbyggingu sem fyrirhuguð er fyrir fatlaða,“ segir sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri á Akranesi, í samtali við skessuhorn. Áætlunin er sett fram í samræmi við reglugerð, en krafa er gerð á að sveitarfélög leggi fram hús- næðisáætlanir. sævar segir einkum þrennt hafa orðið til þess að ráðist var í gerð húsnæðisáætlunar fyrir Akraneskaupstað nú. „Í fyrsta lagi varð hér brestur á leigumarkaði í lok janúar. Í öðru lagi er það nauð- synleg og brýn þörf á uppbyggingu húsnæðis fyrir fatlaða og í þriðja lagi staða atvinnumála eins og hún er í dag, en unnið er að verkefnum sem miða að því að efla atvinnulíf í bæjarfélaginu,“ segir hann. Þarf 65 íbúðir á ári Í húsnæðisáætlun Akraneskaup- staðar er gert ráð fyrir að á næstu níu árum þurfi 588 íbúðir til við- bótar við þær sem þegar eru í bæn- um. Að meðaltali gerir það 65 nýj- ar íbúðir á ári, svo halda megi í við þann aukna fjölda íbúa sem kýs að búa á Akranesi en starfa á höfuð- borgarsvæðinu. Byggir það á spá um 2% fjölgun íbúa á ársgrund- velli. Nokkur óvissa er um þessa þörf þar sem áætluð fjölgun get- ur hæglega orðið minni eða meiri en 2%. Fer það meðal annars eftir hagvexti í landinu, þróun atvinnu- uppbyggingar, mögulegri samein- ingu sveitarfélaga, árangri af mark- aðssetningu Akraness og úrbótum í samgöngum við höfuðborgarsvæð- ið. Þá kallar brotthvarf Heimavalla frá Akranesi á sérstak inngrip svo koma megi á virkum leigumarkaði í bænum á nýjan leik. „Kynnt eru metnaðarfull markmið um fjölgun íbúða fyrir aldraða um 35, fjölg- un búsetukjarna fyrir fatlaða, en við ætlum að setja vinnu við fjóra slíka í gang á næstu fjórum árum. Að framkvæmdum loknum verða 20 til 24 nýjar íbúðir fyrir fatlaða tilbúnar til viðbótar við þær sem þegar eru í byggingu,“ segir sæv- ar. „síðan er gert ráð fyrir að vinna með aðilum eins og Húsnæðis- og mannvirkjastofnun að aðgerðum til að koma á virkum leigumarkaði á ný, en við höfum greint að það þurfi 75 nýjar leiguíbúðir í bæinn,“ segir bæjarstjórinn. Hann var ein- mitt á leið á fund hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun til að kynna þar nýsamþykkta áætlun þegar blaða- maður náði af honum tali. „Þar að auki erum við að skoða samstarf um uppbyggingu 25 íbúða til viðbótar sem eru hugsaðar fyrir félagsleg úrræði kaupstaðarins. Auk þess 35 íbúðir til viðbótar, leiguíbúðir þar sem íbúar fengju þjónustu af hálfu kaupstaðarins,“ segir sævar. Markaðssetja bæinn Auk þess er gert ráð fyrir því að ráð- ist verði í markaðsherferð á bænum sem vænlegs kosts til uppbyggingar á bæði íbúðar- og atvinnuhúsnæði. Verður þeirri herferð ýtt af stokk- unum næsta haust, að sögn bæjar- stjórans, auk þess er sérstök mark- aðssetning atvinnulóða er fyrirhug- uð nú á vormánuðum. Þá er áform- að að ljúka gerð nýs aðalskipulags á árinu og skipuleggja lóðir fyrir nýtt íbúðarhúsnæði í skógarhverfi, á Dalbrautarreit og Langasandsreit. stefnt er að því að gatnagerð verði unnin í takti við eftirspurn eftir húsnæði og áætlað að þeim kostn- aði verði mætt með auknum tekjum af gatnagerðargjöldum. sævar segir að kostnaður Akra- neskaupstaðar af fyrirhugaðri upp- byggingu í húsnæðismálum sé áætlaður um 300 milljónir á næstu árum. Verðmæti heildaruppbygg- ingarinnar geti hins vegar orð- ið á bilinu tveir til þrír milljarðar króna. „Þá eru talin bæði verkefni sem Akraneskaupstaður kemur að með beinum hætti og önnur verk- efni sem við viljum stuðla að því að komist á fót, samanber það sem ég nefndi áðan,“ segir hann. „Von- ir okkar standa jafnframt til þess að þessar aðgerðir verði til þess að verja atvinnustig á Akranesi, því eins og við vitum þá er atvinnuleysi að vaxa í landinu. Við lítum líka á þessi áform sem mótvægisaðgerð gegn því,“ segir hann. Vel sett í skipulaginu Í því samhengi nefnir sævar að bæjaryfirvöld geti unnið að fjölgun lóða með því að ljúka deiliskipulagi ákveðinna svæða, eins og gert er ráð fyrir í áætluninni. „Þannig get- um við verið tilbúin fyrir þá fjölg- un íbúa sem spáð er,“ segir hann og bætir því við að bæjarfélagið standi vel að vígi í skipulagsmál- um. Hæglega ætti að vera hægt að mæta áætlaðri fjölgun íbúa á Akra- nesi næstu árin, með tilliti til skipu- lagsmála. „Miðað við það sem nú er í byggingu, plús það sem framund- an er til ársins 2030, þá er mögu- legt að byggja 1.532 íbúðir á Akra- nesi næsta áratuginn, miðað við nú- verandi áform kaupstaðarins,“ seg- ir sævar. „sett hefur verið fram spá um 2% fjölgun íbúa, en getan í skipulaginu er í raun töluvert meiri en spá um íbúafjölgun gerir ráð fyr- ir. Hún þyrfti að vera allt að 4% á ársgrundvelli til að fullnýta get- una sem við höfum í skipulagi og þeirri gatnagerð sem fyrirhuguð er á næstu árum,“ segir sævar Freyr Þráinsson að endingu. kgk Ingimar Ingimarsson óskaði eft- ir því að láta af störfum oddvita á fundi sveitarstjórnar Reykhóla- hrepps á þriðjudag í liðinni viku. Í yfirlýsingu sem Ingimar lagði fram á fundinum kveðst hann ekki get- að komið fram fyrir hönd sveitar- stjórnar þegar kemur að vegagerð Vestfjarðarvegar skv. svokallaðri Þ-H leið, þar sem hann geti ekki stutt ákvörðun sveitarstjórnarinn- ar um að velja þá leið. „Það er því eðlilegt að kosinn verði nýr odd- viti sem styður og getur framfylgt ákvörðunum sveitarstjórnar í þessu stærsta máli okkar,“ segir Ingimar. Hann kveðst þó ekki hættur af- skiptum af sveitarstjórnarmálum, enda muni hann áfram starfa sem sveitarstjórnarfulltrúi. „Enda eru fjölmörg verkefni sem varða hags- muni Reykhólahrepps sem ég hef áhuga á að berjast í. Enda var ég kosinn af íbúum Reykhólahrepps til að verja hagsmuni Reykhólahrepps og það mun ég gera hér eftir sem hingað til,“ segir Ingimar. Lagt var til að gera Árnýju Huld Haraldsdóttur varaoddvita að nýj- um oddvita sveitarstjórnar Reyk- hólahrepps. Var sú tillaga samþykkt samhljóða. Jafnframt var samþykkt að Ingimar verði nýr varaoddviti. kgk Ingimar hættur sem oddviti Reykhólahrepps Ingimar Ingimarsson. Ljósm. úr safni/ kgk. Gísli hafnarstjóri hættir í lok sumars Húsnæðisáætlun Akraneskaupstaðar lögð fram „Metnaðarfull markmið,“ segir bæjarstjórinn Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri á Akranesi. Ljósm. úr safni/ kgk. „Miðað við það sem nú er í byggingu, plús það sem framundan er til ársins 2030, þá er mögulegt að byggja 1.532 íbúðir á Akranesi næsta áratuginn, miðað við núverandi áform kaupstaðarins,“ segir Sævar Freyr bæjarstjóri.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.