Skessuhorn - 27.05.2020, Síða 1
FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 22. tbl. 23. árg. 27. maí 2020 - kr. 950 í lausasölu
Ert Þú í áskrift?
Sími 433 5500
www.skessuhorn.is
Tilboð gildir út maí 2020
Gos úr vél frá CCEP fylgir meðBorgarnes:
Akranes: Gosflaska frá CCEP fylgir með
Bérnaise burger meal
1.890 kr.
MáltíðEyjan Birgisklettur sem er skammt vestur af Stykkishólmi er í eigu bænda á Þingvöllum í Helgafellssveit. Ábúendur hafa nýtt eyjuna til eggjatínslu svo langt sem menn muna. Í gamla daga voru að jafnaði farnar tvær eggjatínsluferðir að sumri en í seinni tíð er farin ein ferð svona aðallega til að menn fái bragðið og haldi hefðinni við. Í
þessari ferð, sem farin var um helgina, voru tekin um sextíu egg. Að sögn Sumarliða Ásgeirssonar ljósmyndara sem var með í för eru rituegg ekki ósvipuð og kríuegg á
bragðið, en stærri. Á myndinni eru þeir Kári Hilmarsson og Björn Ásgeir Sumarliðason að ausa eggjum, eins og það er kallað. Ljósm. sá.
Síðasti upplýsingafundur þríeykis-
ins sem stýrt hefur aðgerðum hér á
landi vegna Covid-19 faraldursins
var á mánudaginn. Nú hefur ver-
ið ákveðið í samráði við sóttvarna-
lækni að lækka almannavarnastig
frá neyðarstigi, sem lýst var yfir 6.
mars síðastliðinn, niður á hættustig
vegna faraldursins.
Fram kom hjá Þórólfi Guðnasyni
sóttvarnalækni á þessum síðasta
formlega upplýsingafundi að svo
virtist sem líklega væri mesti þrótt-
urinn að fara úr veirunni. Veikind-
in hafi verið að minnka eftir því
sem liðið hefur á tímann frá 28.
febrúar. Sagði hann það gefa vís-
bendingar um að veiran sé nú ekki
eins ágeng og slæm og hún var, en
tíminn verði þó að leiða það í ljós.
Í ljósi þess að einungis hafa sex ný
tilfelli veirunnar verið greind í maí
þá hefur nú verið ákveðið að létta á
samkomutakmörkunum. Nú mega
tvö hundruð koma saman í stað
fimmtíu, ýmis starfsemi er leyfð og
tveggja metra reglan nú sögð val-
kvæð. Áfram er þó brýnt fyrir fólki
að sýna eðlilega varkárni áfram, því
veiran sé ekki horfin úr samfélaginu
þó dregið hafi úr þrótti hennar og
útbreiðslu. Áfram er stefnt að því
að opna landið fyrir komu erlendra
ferðamanna 15. júní næstkomandi,
en öllum sem koma gert að gangast
undir strokpróf.
mm
Það var létt yfir mannskapnum að
loknum síðasta upplýsingafundi
þríeykisins, sem meðal annars tók
lagið í porti við höfuðstöðvarnar í
Skógarhlíð. Ráðherrarnir Áslaug Arna
Sigurbjörnsdóttir og Svandís Svavars-
dóttir færðu þeim Víði, Þórólfi og Ölmu
blóm sem þakklætisvott fyrir þeirra
framlag síðustu mánuði.
Ljósm. aðsend.
Síðasti upplýsingafundur þríeykisins
DOMINOS.IS | DOMINO’S APP
1.790 KR.
AÐEINS EF ÞÚ PANTAR Á NETINU EÐA MEÐ
APPINU, GREIÐIR FYRIRFRAM OG SÆKIR
PIZZUR MÁNAÐARINS
EIN STÓR PIZZA
Með því að bóka tíma losnar þú við biðina í útibúinu, hvort sem
erindið snýst um ráðgjöf eða aðra þjónustu. Þú byrjar á að fara á
arionbanki.is/bokafund og panta símtal. Við hringjum svo í þig
og �innum tíma sem hentar. Markmiðið er alltaf að
bankaþjónustan sé eins þægileg og hægt er.
arionbanki.is
Bókaðu þægilegri
bankaþjónustu