Skessuhorn


Skessuhorn - 27.05.2020, Page 11

Skessuhorn - 27.05.2020, Page 11
MIÐVIKUDAGUR 27. MAÍ 2020 11 Aðalfundur Verkalýðsfélags Akraness S K E S S U H O R N 2 02 0 www.vlfa.is Verður haldinn þriðjudaginn 9. júní kl. 17:00 á Gamla Kaupfélaginu, Kirkjubraut 11 Sunnubraut 13 | 300 Akranes | Sími 430 9900 | skrifstofa@vlfa.is Að óska eftir aðildarviðræðum við ESB og leggja kosti og galla aðildar undir dóm þjóðarinnar. Að auka aaheimildir í þorski um 30 til 40 þúsund tonn og leigja þær á frjálsum markaði. Að stöðva útutning á óunnum gámaski, en slíkt myndi skapa ölmörg störf hér á landi. Að auðlindum hafsins verði komið aftur í eigu þjóðarinnar. Að afnema verðtrygginguna við fyrsta tækifæri. Að koma með skýra aðgerðaáætlun um hvernig á að hjálpa skuldsettum heimilum. Þessar vikurnar er þeim að blæða út. Að koma með skýra aðgerðaáætlun um hvernig á að örva og ea atvinnulíð. Að atvinnuleitendum verði heimilt að stunda nám á meðan þeir eru á atvinnuleysisbótum. Að koma okkar sjónarmiðum vegna deilna við Breta vel á framfæri við alþjóðasamfélagið. Að misbjóða ekki þjóðinni með því fá Breta til að sinna hér loftrýmisvörnum á sama tíma og þeir telja okkur vera hryðjuverkamenn. Að skipt verði út stjórnendum í Seðlabankanum og Fjármálaeftirlitinu enda virðast þeir aðilar ekki njóta trausts og trúnaðar íslensku þjóðarinnar. Að stórea upplýsingaæði til almennings. Íslenska þjóðin vill vita, hvað er verið að gera - hvað er búið að gera og hvað hyggist þið gera. Að fenginn verði óháður erlendur aðili til að rannsaka hrun bankakersins og þar verði hverjum steini velt við. Að leitað verði allra leiða til að frysta eigur þeirra útrásarvíkinga sem stóðu að útrás bankanna á meðan rannsókn fer fram á hruni bankakersins. Að allir þeir aðilar sem skuldsettu íslenska alþýðu uppí rjáfur á erlendri grundu verði látnir sæta ábyrgð og einnig þeir eftirlitsaðilar sem brugðust sínu hlutverki. Stjórn Verkalýðsfélags Akraness skorar á ríkisstjórn Íslands Stjórn Verkalýðsfélags Akraness www.vlfa.is                Verkalýðsfélag Akraness Sunnubraut 13 | 300 Akranes | Sími 430 9900 | Fax 430 9901 | skrifstofa@vlfa.is Dagskrá: Skýrsla stjórnar fyrir liðið • starfsár. Endurskoðaðir reikningar félags-• ins lagðir fram til afgrei slu. Kosningar sem þurfa að fara • fram á aðalfundi samkvæmt 28. grein laga félagsins.• Reglugerðabreyt ng á • sjúkrasjóði.• Önnur mál.• Á aðalfundi verða ekki • afgreiddar með atkvæða- greiðslu aðrar tillögur og ályktanir en þær sem borist hafa til skrifstofu félagsins 5 dögum fyrir aðalfund eins og 28. grein laga félags- ins kveður á um. Ársreikningur félagsins mun liggja frammi á skrifstofu félagsins 7 dögum fyrir aðalfund. Komi tillögur eða álykt- anir fram þá munu þær liggja frammi á skrifstofu félagsins og verða einnig kynntar á heima- síðu félagsins. Félagsmenn eru eindregið hvattir til að mæta. Boðið verður upp á kvöldverð eftir fundinn. Líf og fjör á Bókasafninu SK ES SU H O R N 2 02 0 Bókasafn Akraness • Dalbraut 1 • s. 433 1200 bokasafn.akranes.is • bokasafn@akranessofn.is Sumarlestur - „Land verður til“ 2. júní – 7. ágúst fyrir börn á aldrinum 6 – 12 ára Skráning hefst 2. júní Húllum- hæ lokahátið 12. ágúst kl. 14:00 Happadrætti og leikir Fylgið okkur á Facebook, það verða Pop up viðburðir í sumar. Ritsmiðja 9. – 12 júní Verkfærakistan: Með sögur að vopni! Hefur þig einhvern tíma langað að skrifa sögu? Eða langar þig kannski frekar að ferðast aftur í tíma, bjarga kvíðnum krókódíl úr klípu eða finna upp nammiljós- ritunarvél? Allt þetta – og miklu fleira – er mögulegt þegar við höfum verkfærakistu rithöfundarins innan seilingar! Bókasafn Akraness býður börnum á aldrinum 10 (f. 2010) -14 ára að taka þátt í ritsmiðju 9.-12.júní, kl. 9:30-12.00. Leið- beinandi verður Sunna Dís Másdóttir, skáld og ritlistarleiðbeinandi . Skráning fer fram á Bókasafninu og er þátttaka gjaldfrí. Hámarksfjöldi á námskeiðið er um 15 börn. Bókasafnið opnar kl. 9:00 fyrir þátttakend- ur alla námskeiðsdagana. Það var óvenjulegt skýjafar yfir uppsveitum Borgarfjarðar á sunnu- daginn. Eiríksjökull tók meðal ann- ars til sín vindaský sem sveipaði koll hans húfu eins og sjá má. Josefina Morell tók myndinni frá brúnni yfir Hvítá hjá Bjarnastöðum. mm Starfsmenn í Hyrnutorgi í Borgarnesi tóku sig saman síðast- liðið þriðjudagskvöld, eftir lokun verslana, og hreinsuðu umhverfi verslanamiðstöðvarinnar. Alls voru 17 vaskir starfsmenn sem íbúar þekkja best bakvið búðar- borðið t.d. í apótekinu, tísku- verslunum eða Nettó sem fegr- uðu nærumhverfi Hyrnutorgs. Það var tínt rusl, gróður var fjar- lægður og stéttar og bílastæði sópuð. Starfsfólkið tók þetta upp að eigin frumkvæði og hafði á orði að það væri miklu skemmtilegra fyrir það sjálft að mæta í vinnuna og ekki síður að fá ánægðari við- skiptavini til sín. Að góðu verki loknu var svo borðað saman og hlegið dátt. mm Hljómsveit Tónlistarskóla Grund- arfjarðar tróð upp fyrir utan Dvalarheimilið Fellaskjól síðasta fimmtudag. Þá var stillt upp og tal- ið í og nokkrir fallegir slagarar spil- aðir. Tónleikarnir féllu vel í kram- ið hjá heimilisfólki sem dillaði sér í takti við lögin og naut líðandi stundar. tfk Hreinsuðu umhverfi Hyrnutorgs í Borgarnesi Skólahljómsveit spilaði fyrir íbúa á Fellaskjóli Eiríksjökull setti húfu á kollinn

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.