Skessuhorn - 27.05.2020, Síða 15
MIÐVIKUDAGUR 27. MAÍ 2020 15
EB flutningar
Daglegar ferðir milli Reykjavíkur og Akraness
Ein ferð á dag
Allir almennir vöruflutningar
Get sótt pakka í búðir
Símanúmer 788-8865
ebflutningar@gmail.com
Sími: 511 3388Fákafeni 9
Síðastliðinn miðvikudag var Bláf-
áninn dreginn að húni við Langa-
sand á Akranesi. Bláfáninn er al-
þjóðlegt umhverfismerki sem veitt
er smábátahöfnum, baðströndum
og þjónustuaðilum í sjávarferða-
mennsku fyrir árangursríkt starf að
umhverfismálum. Tilgangur verk-
efnisins er að stuðla að verndun á
lífríki haf- og starndsvæða, draga
úr umhverfisáhrifum, bæta öryggi
og efla umhverfisvitund. Bláfáninn
er þannig tákn um góða frammi-
stöðu í umhverfismálum og bætir
ímynd og ásýnd rekstraraðila þar
sem hann blaktir við hún.
Er þetta áttunda árið í röð sem
Bláfáninn er dreginn að húni við
Langasand, sem er kaldasta Bláf-
ánaströnd landsins. Það var Sæv-
ar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri á
Akranesi, sem dró fánann að húni.
Naut hann við verkið dyggrar að-
stoðar leikskólabarna á Akranesi.
kgk
Þessir fimm ungu drengir nýttu
blíðviðrið á föstudaginn til að
hoppa í sjóinn af bryggjunni í
Grundarfirði. Þeir Kristján Freyr,
Jón Björgvin, Gabríel Ómar, Mik-
ael Máni og Alfreð Ragnar tóku eitt
samhopp fyrir ljósmyndara Skessu-
horns er hann rölti niður á höfn til
að kanna með gusuganginn. tfk
Bláfáninn blaktir við Langasand
Leikskólabörnin fengu að virða Bláfánann vel fyrir sér áður en hann var dreginn
að húni.
Börnin aðstoða Sævar Frey Þráinsson bæjarstjóra við að koma fánanum á sinn
stað.
Margar hendur vinna létt verk.
Sævar Freyr bæjarstjóri tekur við
Bláfánavottuninni úr hendi Ragnars
Þórðarsonar frá Vottunarstofunni
Túni.
Fylgst með gangi mála.
Sjóhopp í blíðviðrinu á dögunum