Skessuhorn


Skessuhorn - 27.05.2020, Side 17

Skessuhorn - 27.05.2020, Side 17
MIÐVIKUDAGUR 27. MAÍ 2020 17 Hlutfall þeirra sem nota hjálm hef- ur aldrei verið hærra en nú, eða 94%, samkvæmt nýlegri könnun sem tryggingafélagið VÍS fram- kvæmdi á hjálmanotkun reiðhjóla- fólks. Könnunin var framkvæmd í níunda skipti samhliða átaksverk- efninu Hjólað í vinnuna. Árið 2012, var hlutfallið 74% og 2013 var það komið í 84%. Hlutfallið hefur svo haldið áfram að hækka smám saman og er nú 94% eins og fyrr segir. Höfuðhögg eru ekki algengustu áverkar hjólreiðafólks en aftur á móti þeir alvarlegustu. Til þess að hjálmur veiti þá vernd sem honum er ætlað, þarf hann að vera í lagi og ekki of gamall. Einnig er mikilvægt að hann passi og sé rétt stilltur. Hann á að vera beint ofan á höfð- inu, eyrun eiga að vera í miðju V- formi bandanna og einungis einn til tveir fingur eiga að komast und- ir hökubandið. Samkvæmt könnun VÍS er um þriðjungur hjólreiðafólks í sýnileikafatnaði og hefur hlutfallið haldist stöðugt þau ár sem það hef- ur verið kannað. mm Búið er að friðlýsa elstu skólahús- in á Bifröst í Borgarfirði. Það var Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, sem tók ákvörðun þar að lútandi að feng- inni tillögu Minjastofnunar Íslands. Friðlýsingin tekur til ytra borðs samkomuhúss frá 1950, veggfastra innréttinga í samkomusal og setu- stofu samkomuhúss, Kringluna, ytra borðs tengigangs milli sam- komuhúss og gistiálmu auk vegg- myndar á tengigangi eftir Hörð Ágústsson listmálara. „Samkomuhúsið á Bifröst er mikilvægt og vel varðveitt dæmi um höfundaverk Sigvalda Thordar- son og samstarfsmanna hans, Gísla Halldórssonar og Kjartans Sigurð- arsonar, frá upphafsárum þeirra starfsferils. Ekki síst á það við inn- réttingar og búnað í samkomusal og setustofu, sem varðveist hefur í nær upprunalegri mynd allt til dagsins í dag,“ sagði ráðherra og afhenti þvínæst Vilhjálmi Egilssyni rektor friðlýsingarskjölin í samsæti síðast- liðinn fimmtudag á Bifröst. Í ávarpi sem Vilhjálmur Egilsson flutti við þetta tilefni kom fram að það hafi verið að forgöngu Holl- vinasamtaka skólans að búið er að lagfæra ytra byrði og glugga gamla skólahússins og látið endurgera listaverkið Lífsorkuna eftir Ásmund Sveinsson. Félagið hefur auk þess beitt sér fyrir friðlýsingu húsanna, með Reyni Ingibjartsson Bifresting í broddi fylkingar. Vilhjálmur fagn- aði því að búið væri að taka ákvörð- un um að verja með formlegum hætti þau menningarverðmæti sem felast í gömlu byggingunum. Samkomuhúsið er elsta byggingin á Bifröst, þá samkomu- og veitinga- staður í eigu Sambands íslenskra Samvinnufélaga, þegar Samvinnu- skólinn flutti í land Hreðavatns í Norðurárdal árið 1955. Fyrsti vís- ir að byggingum á staðnum var að forgöngu heimamanna sem byrjuðu að byggja glæsilegan veitingastað á árunum eftir 1946. Samvinnuhreyf- ingin keypti svo mannvirkin 1951 og hélt þar m.a. aðalfund sinn sem voru miklar samkomur á sinni tíð. Skólinn hafði fram til 1955 verið til húsa á Sölvhólsgötu í Reykjavík þar sem nú eru skrifstofur mennta- og menningarmálaráðuneytisins. Þeg- ar Samvinnuskólinn tók við sam- komuhúsinu hafði verið reist við það viðbygging með tengigangi, þrílyft heimavistarálma, teiknuð af Skúla H. Norðdahl. Heimavistar- byggingin var upphaflega hönnuð sem hótel við veitingastaðinn sem þá var risinn og þar var á sinni tíð nútímalegustu hótelherbergi hér á landi, með snyrtingu og baði á stærri herbergjum. Saman mynda samkomusalurinn og gamla heima- vistin fallega og samræmda heild og hafa einkennt ásýnd Bifrastar. Sunnan við skólahúsin var reyndar byggð þriggja hæða L-laga íbúða- bygging í byrjun aldarinnar, Sjón- arhóll, sem hefur verið þyrnir í augum þeirra sem telja að þar með hafi verið farið illa með hina fallegu staðarmynd sem gömlu skólahúsin eru á Bifröst. mm Við Háskólann á Bifröst verð- ur í haust boðið upp á inngangs- námskeið í eins árs diplómanámi í skapandi greinum. „Þetta er hag- nýtt nám í skapandi greinum sem er ætlað að vera upplýsandi fyr- ir ungt fólk sem er ennþá leitandi eftir framhaldsskólagöngu sína eða hefur flosnað upp úr námi,“ seg- ir Anna Hildur Hildibrandsdóttir kvikmyndaframleiðandi og aðjúnkt við Bifröst. Hún hannaði námslín- una ásamt Magnúsi Skjöld deild- arforseta félagsvísindadeildar og Nirði Sigurjónsyni prófessor. „Skapandi greinar eru vaxandi at- vinnuvegur sem kallar á nýja nálg- un í skólakerfinu. Árangur íslensks hugvits- og listafólks á heimsvísu opnar sífellt fleiri tækifæri fyrir þá sem vilja finna störf í fjölbreytileik- anum sem skapandi greinar bjóða upp á. Háskólinn á Bifröst er í far- arbroddi þegar kemur að kennslu í menningarstjórnun sem hefur ver- ið kennd í yfir 20 ár á BA, MCM og MA stigi. Þetta er kærkomin viðbót við það og ætlað þeim sem hyggja ekki endilega á langt háskólanám en langar að öðlast innsýn, þekk- ingu og tengingar sem geta gagnast þeim við að finna starf við hæfi,“ segir Anna Hildur. Í náminu er boðið upp á eitt 12 eininga nám- skeið og sex 6 eininga námskeið. Nánari upplýsingar má finna á bi- frost.is mm Nýtt diplómanám í skapandi greinum á Bifröst Aldrei fleiri með hjálm Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra afhenti Vilhjálmi Egilssyni rektor stað- festingu um friðlýsingu gömlu húsanna. Hér eru þau með málverk af Jónasi frá Hriflu á milli sín. Elstu byggingar á Bifröst nú friðlýstar Samkomusalurinn, Kringlan og heimavistarbyggingin hafa nú verið friðlýst. Framan við húsin er listaverkið Lífsorkan eftir Ásmund Sveinsson. Vilhjálmur Egilsson, Lilja D Alfreðsdóttir, Margrét Jónsdóttir Njarðvík væntanlegur rektor og Reynir Ingibjartsson félagi í Hollvinasamtökum skólans. Þau standa við Lífsorku Ásmundar Sveinssonar.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.