Skessuhorn


Skessuhorn - 27.05.2020, Blaðsíða 26

Skessuhorn - 27.05.2020, Blaðsíða 26
MIÐVIKUDAGUR 27. MAÍ 202026 Hverjir er uppáhalds sjón- varpsþættirnir þínir? Spurning vikunnar (Vestlendingar spurðir í gegnum síma) Guðmundur Skúli Halldórs- son, Borgarnesi „Núna er ég að horfa á þætti sem heita The motherland og eru þeir ótrúlega skemmtilegir.“ Sigríður Rafnsdóttir, Hval- fjarðarsveit „Það er Martin læknir.“ Victor Pétur Rodriquez, Borg- arnesi „Held það séu bara Criminal minds.“ Áskell Jónsson, Akranesi „Brooklyn nine-nine.“ Skagastelpan Nina Sigmundsdóttir flutti lagið „I’d rather go blind“ í út- gáfu Beyonce í netsöngkeppni Sam- fés og bar þar sigur úr býtum í net- kostningu um titilinn Rödd fólksins 2020. Ninja er 14 ára nemandi í 8. bekk Grundaskóla á Akranesi. Fyr- irkomulag keppninnar í ár var með þeim hætti að keppendur sendu inn myndbönd af söngnum og dóm- nefnd valdi þrjú efstu sætin, en einn- ig var netkosning sem allir gátu tek- ið þátt í. „Ég byrjaði á að syngja um leið og ég lærði fyrstu orðin mín,“ segir Ninja í samtali við Skessuhorn. Aðspurð segir hún sönginn liggja í fjölskyldunni en móðir hennar var einnig góð söngkona. En af hverju ákvað hún að taka þátt í netsöngkeppni Samfés í ár? „Mér þykir skemmtilegt að syngja og langaði bara að prófa að vera með,“ svarar hún. „Það róar mig að syngja og mér líður bara vel þá og svo þykir mér það bara skemmtilegt,“ bætir hún við. Ninja var í skólakór þegar hún var yngri og hefur einnig verið í kirkjukór en síðustu þrjú ár hef- ur hún verið að læra söng í Tón- listarskóla Akraness. Aðspurð seg- ist hún mest syngja blús, R&B og stundum rapp en í framtíðinni vonast hún til að geta starfað sem söngkona. arg Sölvi G. Gylfason er nýr aðalþjálf- ari meistaraflokks Skallagríms í knattspyrnu en hann tók við lið- inu ásamt Viktori Má Jónassyni á miðju síðasta tímabili en verður nú einn í brúnni. Sölvi sem er uppal- inn Skallagrímsmaður og vel kunn- ugur liðinu segist fullur tilhlökk- unar fyrir komandi tímabili. „Það leggst mjög vel í mig. Við erum með mun stærri og breiðari hóp en við höfum haft í langan tíma sem er frábært,“ segir Sölvi í samtali við Skessuhorn. Markvissar æfingar þrátt fyrir takmarkanir Undirbúningstímabilið hefur verið með óhefðbundnu sniði í ár vegna kórónaveirunnar sem skall á heims- byggðina og hafa öll lið þurft að að- lagast því. „Undirbúningstímabilið framan af gekk mjög vel. Við vor- um að æfa í Akraneshöllinni tvisv- ar í viku ásamt því að taka innan- hússæfingu í Íþróttamiðstöðinni í Borgarnesi einu sinni í viku. Auk þess sem það voru styrktaræfing- ar og hlaup. Þegar Covid-19 far- sóttin skall á þá þurftum við auð- vitað að hætta æfingum í sex vik- ur. En við vorum með styrktar- og hlaupaprógrömm sem við fylgdum samviskusamlega hver og einn þrátt fyrir það,“ útskýrir Sölvi. Það var svo í upphafi mánaðar þegar slakað var á hinum og þess- um takmörkunum að liðið gat byrj- að að æfa, en þó með einhverjum áframhaldandi takmörkunum, sem hefur gengið vel að sögn Sölva. „Við máttum svo byrja að æfa „venjulega“ núna 25. maí.“ Góð stemning í hópnum Sölvi segir ákveðinn kjarna af leik- mönnum vera í liðinu en að breyt- ingar séu óhjákvæmilegar fyr- ir hvert tímabil þar sem nýir leik- menn koma inn og aðrir leita á önn- ur mið. „Við höfum endurheimt nokkra leikmenn sem hafa tekið sér frí frá fótbolta. Við verðum ekki með neina erlenda leikmenn í sum- ar líkt og síðustu tvö sumur. Lið- ið í ár er góð blanda af yngri leik- mönnum og eldri og reyndari,“ segir Sölvi um leikmannamál hjá félaginu. „Stemningin í hópnum er mjög góð og samheldnin hef- ur aukist eftir því sem hefur liðið á veturinn og núna vorið. Leikmenn hlakka til komandi sumars,“ bætir þjálfarinn úr Borgarnesi við. Liðið er að mestu byggt á heimamönnum Sölvi lagði áherslu á að byggja lið- ið upp á heimamönnum þegar hann tók við stjórn og er himinlif- andi hvernig til hefur tekist. „Það er ánægjulegt að segja frá því að í hópnum eru 15 leikmenn uppaldir í Skallagrími og það hafa ekki ver- ið svo margir áður á þeim tíma sem ég hef verið í kringum fótboltann í Borgarnesi. Ég vildi leggja áherslu á að byggja liðið á heimamönnum enda geri ég ráð fyrir að menn vilji leggja sitt af mörkum enn frekar ef þeir eru að spila fyrir sinn klúbb. Auk þess held ég að áhugi á lið- inu í samfélaginu verði meiri ef það eru uppaldir leikmenn í því. Samt er auðvitað aðaláherslan að búa til gott lið og góða liðsheild en það er ekki verra ef að heimamenn eru í meirihluta,“ segir Sölvi. Skallagrímsmenn hefja keppni með bikarleik í Mjólkurbikarnum 6. júní næstkomandi gegn Ými. Ís- landsmótið hefst svo 16. júní þegar Borgnesingar taka á móti Samherj- um en báðir þessir leikir fara fram á Skallagrímsvelli í Borgarnesi. „Ég vil hvetja alla Borgnesinga og nærsveitunga að kíkja á völlinn í sumar og hvetja liðið. Því fleiri sem mæta því skemmtilegri verða leik- irnir. Áfram Skallagrímur!“ bætir Sölvi við að lokum. glh Við upptöku á laginu. Ninja Sigmundsdóttir fékk titilinn Rödd fólksins 2020 Ninja sigraði netkostningu um titilinn Rödd fólksins 2020 í netsöngkeppni Samfés. Skallagrímsmenn tilbúnir fyrir komandi tímabil Liðið, sem keppir í 4. deild, er að mestu byggt á heimamönnum Skallagrímsmenn töpuðu 4:0 gegn 2. flokki ÍA í æfingaleik sem spilaður var í Borgarnesi síðastliðið mánudagskvöld. Sölvi G Gylfason þjálfari Skallagríms að æfingaleik loknum fyrr í vikunni.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.