Ægir

Árgangur

Ægir - 2019, Blaðsíða 13

Ægir - 2019, Blaðsíða 13
13 hreyfiskynjarinn í botnstykk­ inu. Þar sem hér er um að ræða fjölgeisla mæli þá þarf sérstakt fjölgeisla botnstykki en engu að síður er uppsetn­ ingin á þessum búnaði mjög einföld. Og þó hreyfiskynjarar séu ekki óþekktir í svona tækni í skipum þá er nýjung að sjá hana í tæki sem jafn hagstætt í verði og þessi mæl­ ir,“ segja Sveinn og Richard en aðspurðir segja þeir tækið kosta vel undir einni milljón króna. Mælir sem hentar öllum stærðum skipa Í boði eru nokkrar útfærslur skjámynda fyrir skipstjórend­ ur, allt eftir því hvað hentar hverju sinni. Með þrívíddar dýptarmælismynd má sjá sjáv­ arbotninn, fiskitorfur og önn­ ur fyrirbæri á grafískan hátt í þrívídd og lit. Þær upplýsingar nýtast til að meta aðstæður við togveiðar, ástand sjávar­ botns, veiðistaði og ýmislegt fleira. Einnig er hægt að kalla fram svokallaða eins/þriggja geisla mynd, sneiðmynd eða hliðarskönnunarmynd og er með auðveldum hætti hægt að raða myndum á skjá eða hafa eina mynd uppi í einu, hvort heldur hentar hverjum not­ anda. „Tækið nær niður á 300 metra dýpi og þar sem megnið af lífríkinu hér við land er innan þeirra marka þá getum við sagt að það nýist allt frá minnstu togskipum upp í þau stærstu. Notendahópurinn er því stór,“ segja þeir sölumenn Brimrúnar og bæta við að framþróunin sé ör þessi árin. „Við hjá Brimrún höfum þjónustað sjávarútveginn með tækjabúnaði í að verða 27 ár og höfum séð hraðar breyt­ ingar á allra síðustu árum með aukinni getu tækjanna en jafnframt hefur kostnaðurinn hríðfallið. Tæki sem kostuðu milljónir fyrir áratug kosta innan við milljón í dag. Þessi nýi dýptarmæli Furuno er gott dæmi um þetta. Stóri ávinn­ ingurinn er því að okkar mati sá að nú getur enn stærri hópur notenda keypt þessi tæki og nýtt sér til hagsbóta í veiðum.“ ■ Sveinn K. Sveinsson og Richard Már Jónsson hjá Brimrún munu kynna nýja fjölgeisla dýptarmælinn frá Furuno á sýning- unni Sjávarútvegur 2019 í Laugardalshöll í lok september. Tækni ■ 3D uppsöfnun á botn og fiskitorfa. ■ Þriggja geislamynd sem sýnir fisktorfu undir og til hliðar við bát.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.