Ægir

Árgangur

Ægir - 2019, Blaðsíða 18

Ægir - 2019, Blaðsíða 18
18 Útflutningur sjávarafurða frá Færeyjum á 12 mánaða tímabili, þ.e. frá júlí 2018 til júní 2019 nam 458.500 tonn- um, sem var samdráttur um tæp 47.000 tonn miðað við síðustu 12 mánuði þar á undan. Samdrátturinn var 9% og má hann fyrst og fremst rekja til minni út- flutnings á kolmunna og ufsa. Á hinn bóginn jókst útflutningur á þorski og ýsu. Þrátt fyrir samdrátt í magni hefur verðmætið aukist um 3% og var á umræddu tímabili samtals 147 milljarðar íslenskra króna. Laxinn skilaði bróðurpartinum af verðmæt­ inu eða 65 milljörðum króna. Það var nánast sama fjárhæð og á síðasta 12 mánaða tíma­ bili á undan. Verðmæti þorskaflans á nýliðnu 12 mánaða tímabili var um 14 milljarðar íslenskra króna, sem var vöxtur um 20%. Verðmæti útfluttrar ýsu jókst um 67% og var nú um 3,4 milljarðar króna. Árið 2018 var landaður afli íslenskra skipa tæplega 1.259 þúsund tonn. Aukning frá fyrra ári nam 79 þúsund tonnum, eða tæplega 7%. Í samantekt Hagstofu Íslands segir að aflaverðmæti árs- ins hafi verið tæplega 128 milljarðar króna á árinu og var það 15,6% aukning mið- að við árið 2017. Alls veiddust rúmlega 480 þúsund tonn af botnfiski árið 2018, sem var 51 þúsund tonna aukning frá árinu 2017. Aflaverðmæti botnfiskaflans nam tæpum 91 milljarði króna í fyrra og jókst milli ára um 17,9%. Ótvírætt er þorskurinn sem fyrr verðmætasta fiskteg­ undin en verðmæti þorskafl­ ans í heild nam rúmum 57 milljörðum króna í fyrra. Kolmunni 40% uppsjávaraflans Í tonnum talið veiddist mest af uppsjávarfiski í fyrra eða tæp­ lega 739 þúsund tonn. Magnið jókst frá árinu 2017 um rúm­ lega 20 þúsund tonn en mest veiddist af kolmunna, tæplega 300 þúsund tonn. Á hinn bóg­ inn varð samdráttur í síld, loðnu og makríl. Aflaverðmæti uppsjávarafla jókst um 2,6% miðað við árið 2017, var 24,4 milljarðar króna. Af flatfiski veiddust rúm­ lega 27 þúsund tonn árið 2018 sem var 23,6% aukning frá ár­ inu 2017. Aflaverðmæti flat­ fiskafurða jókst um 35,6% mið­ að við árið 2017. Af skelfiski og krabbadýrum var tæplega 12.500 tonn landað árið 2018 sem var aukning í magni um 18,3% frá árinu áður. Verð­ mæti skel­ og krabbaafla jókst um 7,2% miðað við 2017. ■ Færeyski báturinn Núpur landar í Grindavík. Mynd: Hjörtur Gíslason Færeyjar Minni útflutningur en verðmætari Aflaverðmæti jókst um 15,6% í fyrra ■ Góðum afla landað. Þegar á heildina er litið sést að árið 2018 telst hafa verið nokkuð hagstætt í íslenskum sjávarútvegi. Fréttir ERLENT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.