Ægir

Árgangur

Ægir - 2019, Síða 18

Ægir - 2019, Síða 18
18 Útflutningur sjávarafurða frá Færeyjum á 12 mánaða tímabili, þ.e. frá júlí 2018 til júní 2019 nam 458.500 tonn- um, sem var samdráttur um tæp 47.000 tonn miðað við síðustu 12 mánuði þar á undan. Samdrátturinn var 9% og má hann fyrst og fremst rekja til minni út- flutnings á kolmunna og ufsa. Á hinn bóginn jókst útflutningur á þorski og ýsu. Þrátt fyrir samdrátt í magni hefur verðmætið aukist um 3% og var á umræddu tímabili samtals 147 milljarðar íslenskra króna. Laxinn skilaði bróðurpartinum af verðmæt­ inu eða 65 milljörðum króna. Það var nánast sama fjárhæð og á síðasta 12 mánaða tíma­ bili á undan. Verðmæti þorskaflans á nýliðnu 12 mánaða tímabili var um 14 milljarðar íslenskra króna, sem var vöxtur um 20%. Verðmæti útfluttrar ýsu jókst um 67% og var nú um 3,4 milljarðar króna. Árið 2018 var landaður afli íslenskra skipa tæplega 1.259 þúsund tonn. Aukning frá fyrra ári nam 79 þúsund tonnum, eða tæplega 7%. Í samantekt Hagstofu Íslands segir að aflaverðmæti árs- ins hafi verið tæplega 128 milljarðar króna á árinu og var það 15,6% aukning mið- að við árið 2017. Alls veiddust rúmlega 480 þúsund tonn af botnfiski árið 2018, sem var 51 þúsund tonna aukning frá árinu 2017. Aflaverðmæti botnfiskaflans nam tæpum 91 milljarði króna í fyrra og jókst milli ára um 17,9%. Ótvírætt er þorskurinn sem fyrr verðmætasta fiskteg­ undin en verðmæti þorskafl­ ans í heild nam rúmum 57 milljörðum króna í fyrra. Kolmunni 40% uppsjávaraflans Í tonnum talið veiddist mest af uppsjávarfiski í fyrra eða tæp­ lega 739 þúsund tonn. Magnið jókst frá árinu 2017 um rúm­ lega 20 þúsund tonn en mest veiddist af kolmunna, tæplega 300 þúsund tonn. Á hinn bóg­ inn varð samdráttur í síld, loðnu og makríl. Aflaverðmæti uppsjávarafla jókst um 2,6% miðað við árið 2017, var 24,4 milljarðar króna. Af flatfiski veiddust rúm­ lega 27 þúsund tonn árið 2018 sem var 23,6% aukning frá ár­ inu 2017. Aflaverðmæti flat­ fiskafurða jókst um 35,6% mið­ að við árið 2017. Af skelfiski og krabbadýrum var tæplega 12.500 tonn landað árið 2018 sem var aukning í magni um 18,3% frá árinu áður. Verð­ mæti skel­ og krabbaafla jókst um 7,2% miðað við 2017. ■ Færeyski báturinn Núpur landar í Grindavík. Mynd: Hjörtur Gíslason Færeyjar Minni útflutningur en verðmætari Aflaverðmæti jókst um 15,6% í fyrra ■ Góðum afla landað. Þegar á heildina er litið sést að árið 2018 telst hafa verið nokkuð hagstætt í íslenskum sjávarútvegi. Fréttir ERLENT

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.