Ægir - 2019, Blaðsíða 12
12
„Á því er enginn vafi að
þessi nýi fjölgeisla dýptar-
mælir frá Furuno er mikið
framfaraspor í fiskileitar-
tækninni og notendur fá í
þessu tæki mjög mikið fyrir
peninginn. Enda hefur mæl-
irinn vakið mikinn áhuga
hjá viðskiptavinum okkar og
fyrstu tveir eru komnir í
notkun í Steinunni SH-167
og Saxhamari SH-50. Og
fleiri skip eru að fylgja í
kjölfarið,“ segja þeir Sveinn
K. Sveinsson og Richard Már
Jónsson hjá Brimrún. Fyrir-
tækið er umboðsaðili Fur-
uno hér á landi og býður
breiða línu fiskileitar-, sigl-
inga- og fjarskiptatækja. Á
sýningunni Sjávarútvegur
2019 í Laugardalshöll í lok
september mun Brimrún
kynna nýja tækið, m.a. með
lifandi myndefni og geta
skipstjórnendur fengið góða
innsýn í hvernig búnaður-
inn vinnur.
Dýptarmælir, fisksjá og
sónar
Furuno DFF3D er, líkt og
nafnið bendir til, þrívíddar
dýptarmælir, fisksjá og sónar.
Tækið byggir á fjölgeislatækni,
þ.e. geislum sem sendir eru út
frá botnstykki, annars vegar
beint niður á botn og hins
vegar út frá skipinu á sitt
hvort borð. Miðgeislinn getur
náð niður á 300 metra dýpi og
hliðargeislarnir mest náð 200
metra dýpi miðað við 120
gráðu heildar geislabreidd. Sú
stilling geisla gefur alls um
700 metra breitt svæði sem
tækið myndar. Mesta geisla
breidd hvers geisla er 40 gráð
ur en hægt að stilla þá þrengri
ef vill.
Með háþróaðri tækni Fur
uno á úrvinnslu þeirra upp
lýsinga sem geislarnir gefa
verður til nákvæm þrívíddar
mynd af botninum, fiskitorfum
og öðrum því neðansjávar
sem skipstjórnendur vilja sjá
til að ná sem bestum árangri í
veiðum. Nákvæmar myndir af
botninum sýna mishæðir,
skurði, hóla og hæðir og fisk
sem getur leynst á slíkum
stöðum þannig að segja má að
sé fiskur á annað borð á slóð
inni þá fari hann ekki framhjá
vökulu auga tækisins.
Sveinn og Richard segja að
smáatriðin sem mælirinn get
ur birt komi notendum
skemmtilega á óvart. Richard
bendir á að eitt af mikilvægum
atriðum í þessari nýju tækni
felist í botnstykkinu en það er
með innbyggðum hreyfiskynj
ara sem leiðréttir skjámyndir
sem birtast fyrir veltu skips
ins, þó í vondum veðrum sé.
Fullkomin samhæfing með
MaxSea TimeZero
„Þrívíddarmyndirnar sem fást
með Furuno DFF3D er með
auðveldum hætti hægt að
vinna með í MaxSea TimeZero
hugbúnaðinum og vista
myndirnar í gagnagrunni
hans. TimeZero er orðið eitt
algengasta plotterforritið í
skipum í dag og því er mikill
ávinningur af þeirri samhæfni
sem er milli forritsins og nýja
mælisins. Þannig er hægt að
geyma botnmyndir í gagna
grunninum og varðveita upp
lýsingar um hvar afli fékkst
sem nýtist vel ef aftur er kom
ið á sömu veiðislóð. Botn
myndirnar sem birtast eru
mjög nákvæmar og skýrar og
lykilatriðið í því er innbyggði
Fiskileitartækni
Fjölgeisla dýptarmælir frá
Furuno mikið framfaraspor
segja Sveinn K. Sveinsson og Richard Már Jónsson hjá Brimrún
■ Þriggja geisla, 3d-mynd og 120° botnmynd.
■ 120° botnmynd sem sýnir fisktorfu til hliðar við stefnu
báts.
■ 3D botnsöfnun í MaxSea TimeZero.