Ægir

Árgangur

Ægir - 2019, Blaðsíða 22

Ægir - 2019, Blaðsíða 22
22 Fiskistofa úthlutaði 372 þúsund tonna aflaheimildum í þorskígildum fyrir fiskveiðiárið sem hófst þann 1. september síðastliðinn. Til samanburðar nam úthlutunin í upphafi ný- liðins fiskveiðiárs 384 þúsund þorskígildistonnum og er því minni sem nemur 12 þúsund þorskígildistonnum. Munurinn liggur fyrst og fremst í ýsu, grálúðu og úthafsrækju, auk ýmissa smærri kvótategunda. Að þessu sinni var úthlutað til 466 skipa, samanborið við 560 á nýliðnu fiskveiðiári. Það skip sem mestar heimildir fær er frystitogarinn Sólberg ÓF en skipið hefur að baki sér 2,8% úthlutaðs aflamarks á fisk- veiðiárinu. Á næstu síðum birtast úthlutunartölur en líkt og áður gerir Fiskistofa þann fyrirvara að smávægilegar lagfæringar þarf jafnan að gera á fyrstu vikum eftir úthlutun. Þorskurinn eykst Úthlutun í þorski er rúm 215 þúsund tonn og jókst um 7 þúsund tonn frá fyrra ári. Ýsukvótinn er rúm 32 þúsund tonn og dregst saman um 13 þúsund tonn. Aukning var í úthlutun í ufsa sem nemur þúsund tonnum en um eitt þúsund tonna samdráttur í grálúðu og úthafsrækju. Samdráttur er í ýmsum af smærri kvótategundunum. Sem dæmi er helmings samdráttur í hlýra og skötusel. Þá er veruleg­ ur samdráttur í úthlutun á tegundum eins og blálöngu og litla karfa. Vakin er athygli á að síðar á árinu verður úthlutað aflamarki í deilistofnum og ekki er óalgengt að aukið sé við aflamark í upp­ sjávarfiski. Fiskistofa bendir sérstaklega á að engri loðnu var úthlutað að þessu sinni. Ætla megi að heildaraflamark einstakra skipa og hafna og innbyrðishlutfall þeirra breytist í kjölfar frek­ ari úthlutana þegar líður á fiskveiðiárið. Skipunum fækkar Alls fengu 466 skip úthlutað aflamarki að þessu sinni samanborið við 540 á fyrra fiskveiðiári. Ástæða þessa er sú sú að fjöldi skipa fékk í fyrra úthlutað hlutdeildum í hlýra á grundvelli veiði­ reynslu. Það hafði í för með sér mikla dreifingu á veiðiheimildum í litlum stofni á meðal skipa með engar aðrar hlutdeildir. Fiski­ stofa segir í sínum upplýsingum að síðan þá hafi hlutdeildirnar í hlýra safnast á færri hendur. Sé fjöldi skipa með úthlutað afla­ mark nú borinn saman við fjölda slíkra skipa fyrir tveimur árum þá er fækkunin 23 skip og það er í samræmi við þá þróun sem verið hefur í mörg undanfarin ár. Bátar með krókaaflamark eru nú 285 og fækkar um 31. Skip­ um í aflamarkskerfinu fækkar um 43 á milli ára og eru nú 181. Togurum fækkar um 5 en þeim hafði fjölgað í fyrra um 3 eftir ár­ vissa fækkun undanfarið. Togararnir eru nú 37 í íslenska flotan­ um. Samkvæmt útgerðarflokkun Fiskistofu fá skuttogarar út­ hlutað tæpum 219 þúsund tonnum af því heildaraflamarki sem úthlutað var að þessu sinni og skip með aflamark fá tæp 168 þúsund tonn. Smábátar með aflamark og krókaaflamarksbátar fá rúm 53.700 tonn. Vakin er athygli á að til krókaaflamarks telst eingöngu úthlutun á þorski, ýsu, ufsa, gullkarfa, löngu, blálöngu, keilu, steinbít, hlýra og litla karfa. Brim í stað HB Granda á kvótatoppnum Fimmtíu stærstu fyrirtækin sem úthlutað fá aflaheimildum munu halda á 88,89% þeirra í heild og það hlutfall er örlítið hærra en var á nýliðnu fiskveiðiári. Alls fengu að þessu sinni 336 fyrirtæki eða lögaðilar úthlutað sem er 80 færri aðilar en í fyrra en þá kom til kvótasetning á hlýra líkt og áður segir. Brim hf., sem áð­ ur hét HB Grandi hf., er sem fyrr það fyrirtæki sem hefur yfir mestum heimldum að ráða. Hlutfallið af heild er 9,44% sem er nánast nákvæmlega það sama og á síðasta fiskveiðiári. Næst koma Samherji Ísland ehf. með 6,6% og FISK Seafood ehf. með 6,04%. Á listanum eru sömu fyrirtæki og á síðsta fiskveiðiári en Brim komið í stað HB Granda og Útgerðarfélag Reykjavíkur hf. í stað Brims áður. Sætaröðin er eins hvað þau fjögur fyrstu varðar en lítilsháttar sætavíxl neðar á listanum. Eins og sjá má hafa þessi 10 fyrirtæki yfir að ráða tæpum 52% af heildarkvótanum. ÞÍG kg. Brim hf. 35.110.550 9,44% Samherji Ísland ehf. 24.576.992 6,61% FISK­Seafood ehf. 22.485.108 6,04% Þorbjörn hf. 20.447.244 5,50% Útgerðarfélag Reykjavíkur hf. 16.239.009 4,36% Vísir hf. 15.839.246 4,26% Vinnslustöðin hf. 15.276.404 4,11% Skinney­Þinganes hf. 15.273.083 4,10% Rammi hf. 14.956.867 4,02% Síldarvinnslan hf. 12.456.275 3,35% Samtals 192.660.778 51,78% Vestmanneyjar taka toppsætið á lista hafna Nokkur undanfarin fiskveiðiár hefur Reykjavík verið sú heima­ höfn þar sem mestar aflaheimildir hafa verið skráðar. Á þessum lista verður breyting á nýju fiskveiðiári og nú fara bæði Vest­ mannaeyjar og Grindavík fram úr höfuðborginni en þessar þrjár hafnir hafa algjörlega skorið sig úr hvað þennan samanburð varðar mörg undanfarin ár. Vestmannaeyjar eru nú með 11,34% en voru með 10,61% í fyrra. Grindavík er með 10,81% nú og síðan kemur Reykjavík með 10,58%. Kvótinn 2019/2020 Aflaheimildir á nýju fiskveiðiári
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.