Ægir

Árgangur

Ægir - 2019, Blaðsíða 48

Ægir - 2019, Blaðsíða 48
48 Birgir Þór skref í þá átt að tryggja enn betur gæði aflans. Í lest komast 244 ker og má áætla að fulllestuð taki hún rúm­ lega 80 tonn. „Pressan verður minni á fiskinum sem er neðst í hverju keri og það skiptir máli hvað gæðin varðar. Auk heldur eru minni kerin léttari og þar af leiðandi verður vinnan við þau í lestinni léttari,“ segir Birgir Þór. Spennandi að reyna skip með tveimur skrúfum Nýja Vestmannaey er tæplega 29 metrar á lengd og 12 metra breið, eða hálfum öðrum metra breiðari en gamla skipið. Skipið er einnig nokkuð hærra en það eldra en þetta tvennt segir Birgir Þór að skili sér bæði á vinnusvæðum, í lest og í íbúðum. Skipið er hönnun frá Vard skipasmíðastöðinni í Noregi í samstarfi við íslensku útgerðirnar. Það er búið tveimur aðalvélum frá Yanmar og tveim­ ur skrúfum frá Finnoy sem ætlað er að gefa aukinn togkraft. „Það er mjög spennandi að kynnast því að vera með tvær skrúfur því þetta er nýtt fyrir manni. Ég fann það vel á heimsiglingunni að skrúfurnar toga skipið svolítið niður og gera að verkum að það er þýðara í sjó en eldra skipið þó það sé líka afar gott sjóskip. Við gerðum líka prófanir áður en nýja skipið fór til Akureyrar að draga troll og láta á reyna hvernig skipið er í snúningum og reynd­ ist það mjög vel þrátt fyrir að vera svona hátt. Það hallast lítið þrátt fyrir hæðina. Þannig að mér líst afar vel á hversu stöðugt og gott nýja skipið er. Af fyrstu kynnum hef ég á tilfinningunni að hér sé á ferðinni mjög gott sjóskip og að skrúfurnar tvær hafi mikið að segja í því. En á þetta allt saman á eftir að reyna þegar þar að kemur,“ segir Birgir Þór en skrúfurnar tvær eiga að skila um 20% meiri togspyrnu en er á gömlu Vest­ manney VE, sem í dag heitir Smáey VE. Heildarkerfi í brúnni Togspilin um borð eru frá Seaonics í Nor­ egi og eru rafmagnsknúin. Aflanema­ kerfi er frá Marport en SeaQ, sem er dótturfyrirtæki Vard, hannaði brúar­ kerfið. Flest tækin í brúnni eru af gerð­ inni Furuno. „Þetta er heildarkerfi og vinnuað­ staða frá þessu norska fyrirtæki, allt frá stólum, borðum, skjávegg, tækjum og öðru sem í brúarlausninni felst. Sem dæmi getum við stjórnað öllu í skipinu úr einni tölvu og með einni tölvumús og einu lyklaborði. Allt er þannig hannað að sem einfaldast sé í daglegri notkun,“ segir Birgir Þór og viðurkennir að það sé spennandi að taka nýtt skip í notkun. „Ég tók við eldra skipinu nýju á sínum tíma og þó það sé ekki orðið mjög gamalt þá er engu að síður fagnaðarefni að ekki líði of langur tími á milli þess sem skipin eru endurnýjuð. Það er mikil þörf á að endurnýja í flotanum en þetta er dæmi um endurnýjun þessara minni togskipa sem skilar verulega öflugri skipum þó skipin sjálf séu ekki mikið stærri en þau sem fyrir voru. En vissulega verður gaman að fara á veiðar á nýju skipi, því er ekki að neita,“ segir Birgir Þór. ■ Rúmgóður og vandaður borðsalur. ■ Horft úr brúnni aftur yfir togþilfarið. ■ Í vélarrúminu eru tvær aðalvélar frá Yanmar en skipið er búið tveimur skrúfum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.