Ægir

Árgangur

Ægir - 2019, Blaðsíða 15

Ægir - 2019, Blaðsíða 15
15 Aðalfundur Samherja var haldinn nýverið og þar kynnt afkoma rekstrarárs- ins 2018 sem var jákvæð um 8,7 milljarða króna. Í til- kynningu í tilefni af ársupp- gjörinu vakti Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Sam- herja, athygli á að árið 2018 hafi verið það fyrsta frá því fyrirtækið hóf rekstur á sín- um tíma sem það gerði ekki út frystitogara en sem kunnugt er hófst starfsemin með útgerð frystitogarans Akureyrinnar á sínum tíma. „Félagið hóf rekstur með einum frystitogara og þeir hafa í gegnum tíðina gegnt veigamiklu hlutverki í rekstri okkar þannig að þetta er mikil breyting á fyrirtækinu. Sjó­ frystingu á uppsjávarfiski lauk einnig á árinu með sölu á Vilhelm Þorsteinssyni EA sem hefur verið eitt fengsælasta skip Íslandssögunnar,“ segir Þorsteinn Már en í máli hans kom einnig fram að búið sé að einfalda samstæðu Samherja hf. og hafi félagið einungis haldið utan um starfsemina á Íslandi og í Færeyjum á síð­ asta ári. Tekist á við kröfur og neyslubreytingar neytenda „Við höfum í gegnum árin gert miklar breytingar í rekstrin­ um, meðal annars til að takast á við breytingar á neysluvenj­ um neytenda og auknar kröf­ ur þeirra. Með árvekni höfum við haldið stöðu okkar í fremstu röð meðal sjávarút­ vegsfyrirtækja í heiminum. Allt útheimtir þetta meiri vinnu og eykur álag á starfs­ fólk. Við höfum tekist á við þessar breytingar saman og náð árangri. Það er ekki sjálf­ gefið og fyrir það er ég þakk­ látur,“ segir Þorsteinn Már. Ný skip og hátæknivinnsla Tekjur Samherja námu árið 2018 um 43 milljörðum króna og hagnaðurinn af rekstri nam 8,7 milljörðum. Fyrirtækið er í hópi stærstu skattgreiðenda lands­ ins en samanlagðar skatt­ greiðslur þess og starfsmanna af launatekjum til hins opin­ bera á Íslandi námu um 4,7 milljörðum árið 2018. „Við höfum haldið áfram uppbyggingu á innviðum Samherja. Nýlega var sjósett­ ur nýr togari Útgerðarfélags Akureyringa sem fær nafnið Harðbakur. Framkvæmdir við nýja fiskvinnslu á Dalvík halda áfram af fullum krafti og stefnt er á að geta hafið vinnslu í nýju og glæsilegu hátæknihúsi á fyrsta ársfjórð­ ungi 2020. Þá á að afhenda Vilhelm Þorsteinsson, nýtt uppsjávarskip okkar, um mitt sumar 2020. Það eru spenn­ andi tímar framundan“ segir Þorsteinn Már. ■ Björg EA 7 er einn af nýjustu togurum Samherja en árið í fyrra var það fyrsta frá upphafi fyrirtækisins sem enginn frystitogari er í rekstri þess. Nýr togari Útgerðarfélags Akur- eyringa, dótturfélags Samherja, Kaldbakur EA er væntanlegur til landsins síðar í haust og nýtt uppsjávarskip, Vilhelm Þorsteinsson EA, næsta sumar. ■ Framkvæmdum við nýtt og tæknivætt fiskvinnsluhús á Dalvík eru komnar vel á veg. Áformað er að hefja þar vinnslu á fyrsta ársfjórðungi næsta árs. Samherji skilaði 8,7 milljörðum í hagnað í fyrra Ný skip væntanleg og hátæknifisk- vinnsluhús að rísa á Dalvík Fréttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.