Ægir

Árgangur

Ægir - 2019, Blaðsíða 21

Ægir - 2019, Blaðsíða 21
21 „Í langflestum tilvikum, þegar skip stoppar í höfn meira en sólarhring, þá tekur það landtengingu. Við ráðum reyndar ekki alveg við frystitogarana hvað varðar rafmagnið. Þeir eru engu að síður landtengdir og nota það raf- magn sem við getum skaffað þeim. Það er orðið lítið um að menn séu að keyra ljósavélar í landlegu. Það er þá helst þegar verið er að nota löndunar- krana, að rafmagnstengingin ráði ekki alveg við það. Þá má benda á að frystitogararnir stoppa venjulega mjög stutt í landi, bara meðan á lönd- unum, viðgerðum eða viðhaldi stend- ur,“ segir Sigurður Kristmundsson, hafnarstjóri í Grindavík. Tenging við heitt vatn góður kostur Grindavíkurhöfn er að stíga skrefinu lengra í þjónustu við útgerðir með því að bjóða skipum tengingu við hitaveitu, séu þau til þess búin. „Ég veit að það eru þrjú skip að koma til Grindavíkur sem eru búin með varmaskipti svo þau geti tengst hita­ veitu. Svo er það okkar og hitaveitunnar að skaffa vatnið og tengingar. Hafnsögu­ báturinn okkar er á heitu vatni og það stendur til að björgunarbáturinn fari yf­ ir á það líka. Við viljum búa við þann kost að geta boðið upp á hitaveitu á bryggjunni. Þetta eru ólíkar vörur, raf­ magn og heitt vatn, þó á vissan hátt sé tilgangurinn sá sami; að halda skipunum heitum. Rjúki verð á rafmagni til dæmis upp, getur hitaveitan að miklu leyti kom­ ið í staðinn. “ Fjárfesting fyrir landtengingu flutningaskipa borgar sig ekki Sigurður segir nánast útlokað fyrir Grindavíkurhöfn að bjóða flutningaskip­ um landtengingu. Bæði þurfi þau mikið rafmagn og einnig sé ekki svo mikið um komur þeirra að það borgi sig að fjár­ festa í miklum og dýrum búnaði til að veita þessa þjónustu. Legudagar stórra skipa í Grindavík séu kannski um einn og hálfur mánuður og það sé of stuttur tími fyrir mikla fjárfestingu. Að auki séu skipin ekki útbúin til þess að taka við rafmagni úr landi. Þetta þurfi þá að vera samræmt átak útgerða flutningaskipa, raforkusala og hafnanna til að þess skip­ in verði með búnað til að taka við raf­ magni, ekki bara hér á Íslandi, heldur líka í öðrum löndum. „Þetta með rafmagnið hefur verið okkur mjög hugleikið og því keyptum við búnað af fyrirtækinu eTactica sem gerir notendum kleift að fylgjast með því á netinu hver notkunin er. Tenglarnir hjá okkur ráða mest við 125 amper, en stundum verður álagið það mikið að þeir slá út eða ofhitna og brenna. Það eru ýmsar ástæður sem geta orðið til þess að skip slá út landtengingunni. Kerfið send­ ir okkur þá upplýsingar um það í síma og því getum við og vélstjórar brugðist hraðar við en ella. Í sumum skipum er reyndar búnaður sem ræsir ljósavélar sjálfkrafa, rofni straumurinn úr land,“ segir Sigurður. ■ Sigurður Kristmundsson, hafnar- stjóri í Grindavík. Hafnir og umhverfismál ■ Hafnsögubátur Grindavíkur, Bjarni Þór nýtir sér hitaveitutengingu og til stendur að björgunarskipið Oddur V. Gíslason geri það líka. Myndir: Hjörtur Gíslason Grindavíkurhöfn Bjóða upp á rafmagn og hita- veitu fyrir bátana
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.