Ægir

Árgangur

Ægir - 2019, Blaðsíða 14

Ægir - 2019, Blaðsíða 14
14 Fyrstu sex mánuði ársins 2019 voru vöruflutningar um Faxaflóahafnir í jafn- vægi, sem þýðir að nánast fór sama magn inn og út, ef miðað er við árið 2018. Auknir milliflutningar, strandflutningar og fram- haldsflutningar vega upp lítilsháttar minnkun í inn- og útflutningi. Nokkru minna magni af fiski var landað miðað við fyrstu sjö mánuði ársins en árið 2018. Heildarflutningar inn og út fyrstu sex mánuði áranna 2018 og 2019 námu tæplega 1,9 milljónum tonna. Skiptingin er þannig í einstökum vöruflokk­ um að innflutningur á elds­ neyti var um 207 þúsund tonn og stóð í stað á milli ára, inn­ flutningur á bifreiðum minnk­ aði úr 16 þúsund tonnum í 11 þúsund tonn í ár en magn byggingavöru jókst úr 74 þús­ und tonnum í 80 þúsund tonn. Útflutningur á sjávarafurðum var um 120 þúsund tonn, á áli 179 þúsund tonn og járnblendi 29 þúsund tonn og var nánast sama magn og fyrstu sex mánuði ársins 2018. Þegar tölur yfir landaðan afla fyrstu sjö mánuði ársins eru skoðaðar má sjá að heild­ arafli var um 19 þúsund tonn­ um minni en á sama tímabili árið 2018. Þar vó þyngst loðnubrestur, sem skýrir um 14 þúsund tonn, en bolfiskur­ inn dróst einnig saman um 4 þúsund tonn. Auknum bolfisk­ afla hefur þó verið landað á Akranesi eftir líflega veiði í Faxaflóa á vormánuðum.  Faxaflóahafnir Vöruflutningar í jafn- vægi en minni fiskafli ■ Gamla höfnin í Reykjavík. Á fyrstu sex mánuðum ársins var landað rúmlega 43 þúsund tonnum af botnfiski í Reykjavík og var það 4.500 tonnum minna en á sama tímabili í fyrra. Fréttir Landaður fiskafli (janúar-júní) 2018 2019 Reykjavík 49.967 44.285 Botnfiskur 48.348 43.855 Uppsjávarfiskur 1.252 183 Aðrar tegundir 367 247 Akranes 15.275 1.749 Botnfiskur 853 1.515 Uppsjávarfiskur 14.030 2 Aðrar tegundir 392 232 Alls 65.242 46.034 Flutningar um Faxaflóahafnir ( janúar-júní) 2019 2018 Innflutningur 1.281 þús. tonn 1.323 þús. tonn Útflutningur 460 þús. tonn 473 þús. tonn Strandfl., millifl. o.fl 144 þús. tonn 83 þús. tonn Alls 1.885 þús. tonn 1.882 þús. tonn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.