Ægir

Árgangur

Ægir - 2019, Blaðsíða 17

Ægir - 2019, Blaðsíða 17
17 Vinnu við skrokk nýs haf- rannsóknaskips fyrir Fær- eyinga er nú að ljúka í Lit- háen og verður skrokkurinn í framhaldinu formlega af- hentur og síðan í kjölfarið dreginn til Færeyja þar sem skipið verður klárað í skipa- smíðastöðinni á Skála. Samningur um smíðina var undirritaður í maí 2017. Nýja skipið er 54 metrar að lengd og 12,6 metrar á breidd. Nú­ verandi hafrannsóknaskip Færeyinga, Magnus Heinason er 44,5 metra langt og 9,5 metrar á breidd. Skipið var smíðað árið 1978.   Landanir á svokölluðum VS- afla hafa farið minnkandi á síðustu árum. Á tímabilinu 2012-2013 til 2017-2018 var landaður VS-afli rúmlega 12.000 tonn. Mestur var þessi afli fyrsta fiskveiðiár- ið eða 2.711 tonn en fór minnkandi ár frá ári og varð minnstur á síðasta fiskveiðiári, 1.322 tonn. Þessi afli varð reyndar meiri á nýliðnu fiskveiðiári, eða um 1.550 tonn. Þetta kemur fram í svari sjávarútvegsráðherra við fyr­ irspurn Sigurðar Páls Jóns­ sonar þingmanns Miðflokks­ ins. Hann spurði um umfang þessara landana og hvort ein­ hver skip hefðu á sama tíma­ bili bæði landað VS­afla og fært frá sér heimildir. „Á fiskveiðiárunum 2012– 2013 til 2017–2018 lönduðu 514 skip VS­afla og færðu jafn­ framt frá sér aflaheimildir í sömu tegund. Hluti þessara skipa landaði VS­afla og flutti frá sér aflaheimildir öll árin, en önnur skip einungis eitt fiskveiðiár,“ segir í svarinu. En hvað er VS­afli? Reglu­ gerð um hann er svohljóðandi: „Heimilt er skipstjóra að ákveða að hluti aflans reiknist ekki til aflamarks skipsins. Þessi heimild takmarkast við 0,5% af uppsjávarafla og 5% af öðrum sjávarafla, sem við­ komandi skip veiðir á fisk­ veiðiárinu og er bundin eftir­ farandi skilyrðum: a. Aflanum sé haldið að­ skildum frá öðrum afla skips­ ins og hann veginn og skráð­ ur sérstaklega. b. Aflinn sé seldur á upp­ boði á viðurkenndum upp­ boðsmarkaði fyrir sjávarafla og andvirði hans renni til Verkefnasjóðs sjávarútvegsins sbr. lög nr. 37/1992, með síðari breytingum. c. Heimildin skiptist í fjögur þriggja mánaða tímabil á fisk­ veiðiárinu. Ekki er heimilt að flytja ónýttar heimildir milli tímabilanna. Þó má miða afla, sem fæst sem meðafli við grá­ sleppuveiðar, við heimild fisk­ veiðiársins í heild, enda sé sá afli gerður upp í lok þess." ■ Skrokkur nýja hafrannsóknaskipsins að verða tilbúinn í Litháen. Færeyingar að eignast nýtt hafrannsóknaskip Dregur úr löndun VS-afla ■ Magn VS-afla hefur farið minnkandi síðustu ár en jókst þó á nýafstöðnu fiskveiðiári frá því fyrra. ERLENT Fréttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.