Ægir - 2019, Blaðsíða 17
17
Vinnu við skrokk nýs haf-
rannsóknaskips fyrir Fær-
eyinga er nú að ljúka í Lit-
háen og verður skrokkurinn
í framhaldinu formlega af-
hentur og síðan í kjölfarið
dreginn til Færeyja þar sem
skipið verður klárað í skipa-
smíðastöðinni á Skála.
Samningur um smíðina var
undirritaður í maí 2017. Nýja
skipið er 54 metrar að lengd
og 12,6 metrar á breidd. Nú
verandi hafrannsóknaskip
Færeyinga, Magnus Heinason
er 44,5 metra langt og 9,5
metrar á breidd. Skipið var
smíðað árið 1978.
Landanir á svokölluðum VS-
afla hafa farið minnkandi á
síðustu árum. Á tímabilinu
2012-2013 til 2017-2018 var
landaður VS-afli rúmlega
12.000 tonn. Mestur var
þessi afli fyrsta fiskveiðiár-
ið eða 2.711 tonn en fór
minnkandi ár frá ári og
varð minnstur á síðasta
fiskveiðiári, 1.322 tonn.
Þessi afli varð reyndar
meiri á nýliðnu fiskveiðiári,
eða um 1.550 tonn.
Þetta kemur fram í svari
sjávarútvegsráðherra við fyr
irspurn Sigurðar Páls Jóns
sonar þingmanns Miðflokks
ins. Hann spurði um umfang
þessara landana og hvort ein
hver skip hefðu á sama tíma
bili bæði landað VSafla og
fært frá sér heimildir.
„Á fiskveiðiárunum 2012–
2013 til 2017–2018 lönduðu 514
skip VSafla og færðu jafn
framt frá sér aflaheimildir í
sömu tegund. Hluti þessara
skipa landaði VSafla og flutti
frá sér aflaheimildir öll árin,
en önnur skip einungis eitt
fiskveiðiár,“ segir í svarinu.
En hvað er VSafli? Reglu
gerð um hann er svohljóðandi:
„Heimilt er skipstjóra að
ákveða að hluti aflans reiknist
ekki til aflamarks skipsins.
Þessi heimild takmarkast við
0,5% af uppsjávarafla og 5% af
öðrum sjávarafla, sem við
komandi skip veiðir á fisk
veiðiárinu og er bundin eftir
farandi skilyrðum:
a. Aflanum sé haldið að
skildum frá öðrum afla skips
ins og hann veginn og skráð
ur sérstaklega.
b. Aflinn sé seldur á upp
boði á viðurkenndum upp
boðsmarkaði fyrir sjávarafla
og andvirði hans renni til
Verkefnasjóðs sjávarútvegsins
sbr. lög nr. 37/1992, með síðari
breytingum.
c. Heimildin skiptist í fjögur
þriggja mánaða tímabil á fisk
veiðiárinu. Ekki er heimilt að
flytja ónýttar heimildir milli
tímabilanna. Þó má miða afla,
sem fæst sem meðafli við grá
sleppuveiðar, við heimild fisk
veiðiársins í heild, enda sé sá
afli gerður upp í lok þess."
■ Skrokkur nýja hafrannsóknaskipsins að verða tilbúinn í
Litháen.
Færeyingar að eignast nýtt
hafrannsóknaskip
Dregur úr löndun VS-afla
■ Magn VS-afla hefur farið minnkandi síðustu ár en jókst þó á nýafstöðnu fiskveiðiári frá
því fyrra.
ERLENT
Fréttir