Ægir - 2019, Blaðsíða 19
19
Hafnir og umhverfismál
„Stutta svarið er að flest fiskiskip eru
landtengd í höfnunum en tengingar
fyrir flutningaskip eru ekki fyrir
hendi. Það á við um landið allt. Í öllum
meginhöfnum er rafmagnstengingar
fyrir fiskiskipin,“ segir Gísli Gíslason,
formaður Hafnasambands Íslands en í
sumar hefur nokkur umræða orðið
um útblástur frá skemmtiferðaskipum
og möguleika til að tengja þau við raf-
magnskerfi í landi til að þau þurfi
ekki að keyra ljósavélar til rafmagns-
framleiðslu við bryggju.
Áherslan verði á úrbætur fyrir
flutninga- og frystiskip
Gísli segir að það séu um 40 ár síðan
hafnir landsins hafi byrjað að bjóða
landtengingar fyrir fiskiskip. Þau noti
svokallaða millispennu, sem dugi allflest
um skipum, en frystiskipin þurfi meira
afl. Þau þurfi í rauninni háspennu og
það sama eigi við um flutningaskipin.
„Aflið sem flutningaskipin og frysti
skipin þurfa kann að vera viðráðanlegt
fyrir einhverjar hafnir að bjóða upp á.
Það er takt við aðgerðaáætlun sem unn
in hefur verið fyrir atvinnuvegaráðu
neytið. Þá er talað um að nýta betur þau
kerfi eru fyrir hendi. Ég held reyndar að
þau séu ágætlega nýtt en þó megi gera
betur í skipum sem ekki hafa verið að
taka tengingar. Það er þó ekki stór hluti
flotans. Síðan hefur verið lagt til, ef far
ið verður í háspennutengingar, að miða
við þrjú til fimm megavött sem myndi
duga flutningaskipunum og frystiskip
unum. Sá áfangi er raunhæfari en að
bjóða landtengingar fyrir stærstu far
þegaskipin. Þau þurfa miklu meira raf
magn, 10 til 15 megavött. Búnaður til
þess er einnig miklu dýrari en fyrir hin
skipin,“ segir Gísli.
Þrengt að svartolíubrennslunni
Gísli segir að nokkrar útgerðir nýrri
skipa hafi verið að nota skipagasolíu á
skipin en einnig séu mörg fiskiskip að
nota svartolíu, eða hafi möguleika á því.
Hann telji því að átaksverkefnið í þess
um málum muni snúast um flutningaskip
og fiskiskip og það sé viðráðanlegt í ein
hverjum mæli.
Fyrirliggjandi er reglugerð um elds
neyti en þar eru mörkin nú 3,5% brenni
steinsinnihald, en lægri mörk eru á far
þegaskipunum, eða 1,5%. Um næstu ára
mót taka gildi alþjóðlegar reglur um að
brennisteinsinnihald megi ekki vera yfir
0,5%. Inni á samráðsgátt stjórnvalda er
tillaga frá samgönguráðuneytinu að
reglugerð sem felur það í sér að innan 12
mílna megi innihald brennisteins ekki
fara yfir 0,1%, sem er það sama og við
strendur Eystrasaltsins, Bandaríkjanna
og víðar. Það nánast útilokar brennslu
svartolíu og krefst þess að dregið verði
verulega úr innihaldi snefilefna sem eru
í eldneytinu.
Flest fiskiskip fá nú þegar
rafmagn úr landi
■ Gísli Gíslason, formaður Hafnasambands Íslands.
■ Segja má að gamli og nýi tíminn hafi mæst á síðustu árum með endurnýjunum í
togaraflotanum. Nýjum skipum er ætlað að mæta hertum kröfum hvað varðar
olíunotkun og útblástur.
■ Skip í Reykjavíkurhöfn. Raunhæft
er að mati formanns Hafnasam-
bands Íslands að leggja áherslu á
úrbætur tengingum frystitogara og
flutningaskipa við landrafmagn í
höfnum. Aflþörf skemmtiferðaskipa
sé hins vegar slík að það sé mun
fjarlægari áfangi.