Ægir

Árgangur

Ægir - 2019, Blaðsíða 9

Ægir - 2019, Blaðsíða 9
9 þátt í. Ég get nefnt sem dæmi að faðir minn var fréttaritari Ríkisútvarpsins í meira en fjörutíu ár og ég man vel eftir því þegar hann var að lesa upp aflatölur síldarbátanna. Hver einasti bátur var lesinn upp. Í nútímanum er meira um hörmungarfréttir. Rekstrarumhverfið var mjög óstöðugt í þá tíð og menn mjög háðir gengisfell­ ingum og endalausum heimsóknum til Reykjavíkur að hitta bankastjóra og aðra ráðamenn. Þá var ekki slæmt að hafa Lúðvík Jósepsson sem sjávarút­ vegsráðherra. Í dag virðist rekstrarum­ hverfið stöðugra. Og það virðist sem sjávarútvegurinn sé að þróast í átt til hátækniiðnaðar og þess sér stað í fjöl­ breytni sýningarinnar.“ Vettvangur þar sem allir í greininni hittast Samhliða sýningunni verða veittar við­ urkenningar til þeirra sem skarað hafa framúr í sjávarútvegi að undanförnu og þá er einnig vert að nefna myndlistar­ sýningar listamannsins Tolla sem sýnir sjávartengdar myndir sem Ólafur segir gott dæmi um hversu duglegir íslenskir lisamenn hafi verið að fanga sjóinn og sjómennskuna í sinni listsköpun. Ólafur segir að einnig verði rekinn glæsilegur matsölustaður á sýningarsvæðinu. Að­ spurður segir hann að sýningarhaldið hafi mikla þýðingu fyrir sjávarútveginn hér á landi. „Þarna hittast allir í geiran­ um og svo á almenningur fullt erindi á sýninguna,“ segir hann. Fyrirtæki Ólafs hefur sett upp fjöl­ margar sýningar hér á landi á undan­ förnum tveimur áratugum. „Við höfum orðið varir við aukinn áhuga á okkar sýningum enda höfum við verið með fjölda sýninga í rúm 24 ár. Þær hafa stækkað enda mjög óhagkvæmt að vera með litlar sýningar sem oft skila tapi eða nánast engum launum en al­ vöru sýning tekur eitt og hálft ár í und­ irbúningi. Landbúnaðarsýningin í Laug­ ardalshöll í fyrra er dæmi um sýningu með metaðsókn en hana sóttu um 90 þúsund manns. Sýnendur tala um að gott sé hversu mikil festa sé í okkar sýningarhaldi og hafa sumir verið hjá okkur með bása í áratugi sem er vissulega afar ánægju­ legt. Fyrirtækin telja mikilvægt að hitta viðskiptavinina og rifja upp gömul kynni og skapa ný tengsl en við leggjum mikla áherslu á að sýnendur fái eins marga frímiða og hentar hverjum og einum. Þetta virðist ekki síst mikilvægt á tímum rafpóstsamskipta,“ segir Ólafur. ■ Skjáveggur frá Brimrún vakti mikla athygli á sýningunni árið 2016 og er þessi tæknilausn komin í nokkur af nýjustu skipum flotans. ■ Ólafur M. Jóhannesson, fram- kvæmdastjóri sýningarinnar Sjávarútvegur 2016, setur sýning- una. Nú í lok september er komið að sýningu í Laugardalshöll á nýjan leik, ennþá stærri og glæsilegri. ■ Aðalsmerki sýningarinnar Sjávarútvegur 2019 verður fjölbreytileikinn. Um 120 fyrirtæki taka þátt í sýningunni að þessu sinni. Sjávarútvegssýning
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.