Ægir

Årgang

Ægir - 2019, Side 9

Ægir - 2019, Side 9
9 þátt í. Ég get nefnt sem dæmi að faðir minn var fréttaritari Ríkisútvarpsins í meira en fjörutíu ár og ég man vel eftir því þegar hann var að lesa upp aflatölur síldarbátanna. Hver einasti bátur var lesinn upp. Í nútímanum er meira um hörmungarfréttir. Rekstrarumhverfið var mjög óstöðugt í þá tíð og menn mjög háðir gengisfell­ ingum og endalausum heimsóknum til Reykjavíkur að hitta bankastjóra og aðra ráðamenn. Þá var ekki slæmt að hafa Lúðvík Jósepsson sem sjávarút­ vegsráðherra. Í dag virðist rekstrarum­ hverfið stöðugra. Og það virðist sem sjávarútvegurinn sé að þróast í átt til hátækniiðnaðar og þess sér stað í fjöl­ breytni sýningarinnar.“ Vettvangur þar sem allir í greininni hittast Samhliða sýningunni verða veittar við­ urkenningar til þeirra sem skarað hafa framúr í sjávarútvegi að undanförnu og þá er einnig vert að nefna myndlistar­ sýningar listamannsins Tolla sem sýnir sjávartengdar myndir sem Ólafur segir gott dæmi um hversu duglegir íslenskir lisamenn hafi verið að fanga sjóinn og sjómennskuna í sinni listsköpun. Ólafur segir að einnig verði rekinn glæsilegur matsölustaður á sýningarsvæðinu. Að­ spurður segir hann að sýningarhaldið hafi mikla þýðingu fyrir sjávarútveginn hér á landi. „Þarna hittast allir í geiran­ um og svo á almenningur fullt erindi á sýninguna,“ segir hann. Fyrirtæki Ólafs hefur sett upp fjöl­ margar sýningar hér á landi á undan­ förnum tveimur áratugum. „Við höfum orðið varir við aukinn áhuga á okkar sýningum enda höfum við verið með fjölda sýninga í rúm 24 ár. Þær hafa stækkað enda mjög óhagkvæmt að vera með litlar sýningar sem oft skila tapi eða nánast engum launum en al­ vöru sýning tekur eitt og hálft ár í und­ irbúningi. Landbúnaðarsýningin í Laug­ ardalshöll í fyrra er dæmi um sýningu með metaðsókn en hana sóttu um 90 þúsund manns. Sýnendur tala um að gott sé hversu mikil festa sé í okkar sýningarhaldi og hafa sumir verið hjá okkur með bása í áratugi sem er vissulega afar ánægju­ legt. Fyrirtækin telja mikilvægt að hitta viðskiptavinina og rifja upp gömul kynni og skapa ný tengsl en við leggjum mikla áherslu á að sýnendur fái eins marga frímiða og hentar hverjum og einum. Þetta virðist ekki síst mikilvægt á tímum rafpóstsamskipta,“ segir Ólafur. ■ Skjáveggur frá Brimrún vakti mikla athygli á sýningunni árið 2016 og er þessi tæknilausn komin í nokkur af nýjustu skipum flotans. ■ Ólafur M. Jóhannesson, fram- kvæmdastjóri sýningarinnar Sjávarútvegur 2016, setur sýning- una. Nú í lok september er komið að sýningu í Laugardalshöll á nýjan leik, ennþá stærri og glæsilegri. ■ Aðalsmerki sýningarinnar Sjávarútvegur 2019 verður fjölbreytileikinn. Um 120 fyrirtæki taka þátt í sýningunni að þessu sinni. Sjávarútvegssýning

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.