Ægir

Árgangur

Ægir - 2019, Blaðsíða 44

Ægir - 2019, Blaðsíða 44
44 „Afkoman á fyrri hluta ársins bendir til þess að við séum á réttri leið,“ seg- ir Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims hf. um nýbirtar afkomutölur fyrirtækisins fyrir fyrrihluta ársins 2019. Fyrirtækið hét áður HB Grandi hf. en skipti um nafn nú síðsumars. Brim hf. gerir upp í evrum en miðað við meðalgengi á fyrri árshelmingnum námu tekjur samstæðunnar 15 milljörð­ um króna, EBITDA var 3,2 milljarðar og hagnaður 1,5 milljarðar. Samkvæmt efnahagsreikningi í lok þessa tímabils, þ.e. 30. júní námu eignir félagsins tæpum 92 milljörðum, skuldir 53 milljörðum og eigið fé 39 milljörðum króna. Forstjóri Brims segir tækifæri í sjónmáli fyrir fé­ lagið. Kaup á Ögurvík að skila sér „Með kaupunum á Ögurvík á síðasta ári fjárfestum við í auknum veiðiheimildum sem meðal annars skila sér nú í bættri afkomu félagsins. Brim er stórt félag með mikla fjármuni undir og áhættan talsverð vegna utanaðkomandi sveiflna. Arðsemin verður að vera góð til að borga skuldir og fjárfesta í nýjum og fullkomnum framleiðslutækjum bæði í landi og úti á sjó. Þá megum við heldur ekki gleyma því að það kostar sitt að tryggja okkur aðgang að mörkuðum sem greiða gott verð fyrir afurðir okkar. Það eru víða tækifæri til að gera betur og ég er sannfærður um að við getum nýtt okkur þau,“ segir Guðmundur. Brim hf. gerði í lok júní út sjö fiskiskip en í byrjun þess mánaðar seldi félagið einn af nýjustu togurum sínum, Engey RE. Á dögunum tók félagið ísfisktogar­ ann Helgu Maríu AK í rekstur á nýjan leik en hann hafði verið í leiguverkefn­ um á Grænlandi að undanförnu. Afli samstæðu Brims hf. var 26,5 þúsund tonn af botnfiski fyrstu sex mánuði árs­ ins og á sama tíma 43,6 þúsund tonn af uppsjávarfiski. Eignast sölufélög í Asíu Auk breytinga á nafni félagsins sam­ þykkt hluthafafundur nú í ágúst kaup á sölufélögum í Japan, Hong Kong og í Kína, auk kaupa á þjónustufélagi á Ís­ landi. Samanlagt kaupverð eignarhlut­ anna nam 35 milljónum króna, eða sem svarar 4,3 milljörðum króna. Seljandi var Útgerðarfélag Reykjavíkur sem fékk að fullu greitt fyrir með nýjum hlutabréfum í Brim hf. ■ Brim hf., áður HB Grandi er stærsta sjávarútvegsfyrirtæki landsins og hefur tekið á móti fimm nýjum skipum á síðustu árum, fyrst tveimur uppsjávarskipum og síðan þremur nýjum ísfisktogurum. Hér eru Engey RE og Akurey AK í Akranes- höfn en fyrrnefnda skipið var selt í júní síðastliðnum en í stað þess er ísfisktogarinn Helga María AK aftur kominn á veiðar. HB Grandi heitir nú Brim Hagnaðist um 1,5 milljarða á fyrri hluta ársins ■ Í fiskvinnslu Brims hf. á Grandagarði. Fréttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.