Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 2019, Qupperneq 15

Ægir - 2019, Qupperneq 15
15 Aðalfundur Samherja var haldinn nýverið og þar kynnt afkoma rekstrarárs- ins 2018 sem var jákvæð um 8,7 milljarða króna. Í til- kynningu í tilefni af ársupp- gjörinu vakti Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Sam- herja, athygli á að árið 2018 hafi verið það fyrsta frá því fyrirtækið hóf rekstur á sín- um tíma sem það gerði ekki út frystitogara en sem kunnugt er hófst starfsemin með útgerð frystitogarans Akureyrinnar á sínum tíma. „Félagið hóf rekstur með einum frystitogara og þeir hafa í gegnum tíðina gegnt veigamiklu hlutverki í rekstri okkar þannig að þetta er mikil breyting á fyrirtækinu. Sjó­ frystingu á uppsjávarfiski lauk einnig á árinu með sölu á Vilhelm Þorsteinssyni EA sem hefur verið eitt fengsælasta skip Íslandssögunnar,“ segir Þorsteinn Már en í máli hans kom einnig fram að búið sé að einfalda samstæðu Samherja hf. og hafi félagið einungis haldið utan um starfsemina á Íslandi og í Færeyjum á síð­ asta ári. Tekist á við kröfur og neyslubreytingar neytenda „Við höfum í gegnum árin gert miklar breytingar í rekstrin­ um, meðal annars til að takast á við breytingar á neysluvenj­ um neytenda og auknar kröf­ ur þeirra. Með árvekni höfum við haldið stöðu okkar í fremstu röð meðal sjávarút­ vegsfyrirtækja í heiminum. Allt útheimtir þetta meiri vinnu og eykur álag á starfs­ fólk. Við höfum tekist á við þessar breytingar saman og náð árangri. Það er ekki sjálf­ gefið og fyrir það er ég þakk­ látur,“ segir Þorsteinn Már. Ný skip og hátæknivinnsla Tekjur Samherja námu árið 2018 um 43 milljörðum króna og hagnaðurinn af rekstri nam 8,7 milljörðum. Fyrirtækið er í hópi stærstu skattgreiðenda lands­ ins en samanlagðar skatt­ greiðslur þess og starfsmanna af launatekjum til hins opin­ bera á Íslandi námu um 4,7 milljörðum árið 2018. „Við höfum haldið áfram uppbyggingu á innviðum Samherja. Nýlega var sjósett­ ur nýr togari Útgerðarfélags Akureyringa sem fær nafnið Harðbakur. Framkvæmdir við nýja fiskvinnslu á Dalvík halda áfram af fullum krafti og stefnt er á að geta hafið vinnslu í nýju og glæsilegu hátæknihúsi á fyrsta ársfjórð­ ungi 2020. Þá á að afhenda Vilhelm Þorsteinsson, nýtt uppsjávarskip okkar, um mitt sumar 2020. Það eru spenn­ andi tímar framundan“ segir Þorsteinn Már. ■ Björg EA 7 er einn af nýjustu togurum Samherja en árið í fyrra var það fyrsta frá upphafi fyrirtækisins sem enginn frystitogari er í rekstri þess. Nýr togari Útgerðarfélags Akur- eyringa, dótturfélags Samherja, Kaldbakur EA er væntanlegur til landsins síðar í haust og nýtt uppsjávarskip, Vilhelm Þorsteinsson EA, næsta sumar. ■ Framkvæmdum við nýtt og tæknivætt fiskvinnsluhús á Dalvík eru komnar vel á veg. Áformað er að hefja þar vinnslu á fyrsta ársfjórðungi næsta árs. Samherji skilaði 8,7 milljörðum í hagnað í fyrra Ný skip væntanleg og hátæknifisk- vinnsluhús að rísa á Dalvík Fréttir

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.