Bændablaðið - 03.12.2020, Síða 6

Bændablaðið - 03.12.2020, Síða 6
Bændablaðið | Fimmtudagur 3. desember 20206 Mikil umræða er í okkar samfélagi um gildi kjarasamninga og möguleika vinnandi fólks til atvinnu. Í landbúnaði hafa menn ekki síður áhyggjur af stöðu mála á vinnumarkaði og afkomu þeirra er stunda landbúnað. Talsverðar launahækkanir eru í spilunum um áramót sem samið var um á almennum markaði. Það sem kemur mér verulega á óvart í umræðunni er að á meðan allar þessar hækkanir ganga eftir þá lækkar afurðaverð til bænda fyrir kjöt og afkoma þeirra þar með. Á degi hverjum streymir ótrúlegt magn af kjöti og mjólkurafurðum til landsins erlendis frá á grundvelli milliríkjasamninga og hefur það veruleg áhrif á þennan markað. Bændur hafa barist fyrir breyttu fyrirkomulagi á úthlutun þeirra miklu tollkvóta sem í boði eru og nú hefur landbúnaðarráðherra lagt fram frumvarp sem breytir fyrirkomulagi á úthlutun þessara kvóta til fyrra horfs til 2022. Það er ánægjulegt ef þetta verður að veruleika, en það þarf meira til. Eins og staðan er á erlendum mörkuðum þá safnast upp matvæli sem ríki Evrópu eru í vandræðum með. Evrópusambandið borgar birgðastöðvum fyrir að frysta afurðir vegna markaðsbrests og verð hríðfellur. Hvernig náum við sátt? Félag atvinnurekenda telur nú að verð til neytenda muni hækka umtalsvert vegna þessa breytta fyrirkomulags, en raunin er að fyrri útboðsleið sem notuð var leiddi hins vegar ekki til lækkunar vöruverðs þegar hún var tekin upp. Hvernig náum við sátt í þessum málum þar sem við keppum við landbúnaðarafurðir sem niðurgreiddar eru í hinni stóru Evrópu? Stundum er eins og stuðningur við íslenskan landbúnað sé eitthvað sérstakt fyrirbrigði á heimsvísu þegar staðreyndin er sú að flestar þjóðir heims standa með innlendri framleiðslu og landbúnaði þar með talið. Það sem bændasamfélagið hefur nefnt með endurskoðun á samningum við ESB þá viljum við leiðréttingu á þessu mikla magni sem flutt er inn ofan í innanlandsframleiðslu. Hlutdeild innflutnings á móti innanlandsframleiðslu á markaði eru um 20% en þessu getum við mætt hér heima með aukinni framleiðslu, tala nú ekki um nú þegar enginn er ferðamaðurinn, sem var hluti af rökstuðningi á auknum innflutningi til landsins. Tryggjum störf í landbúnaði Landbúnaður og tengdar greinar eru að öllu jöfnu byggðar upp af atvinnurekendum. Framleiðendur eru um 3.000 og afleidd störf um 10.000. Það munar um minna. Skiptir það ekki máli í okkar litla hagkerfi og öryggi til matvælaframleiðslu að tryggja þessi störf? Sömu aðilar standa undir störfum í hinum dreifðu byggðum og reyndar ekki síður í þéttbýli en það er athyglisvert að frumframleiðsla landbúnaðarvara er um 20% á höfuðborgarsvæðinu. Með þessum gegndarlausa innflutningi er verið að grafa undan framleiðslu hér heima og setja okkar eigin framleiðslu í gríðarlegan vanda sem erfitt verður að snúa við. Raforkuverð Landsnet hefur tilkynnt að frá og með áramótum muni flutningskostnaður á raforku hækka um 9,9% fáist til þess heimildir. Þetta eru enn einar álögurnar á íslenskar framleiðslugreinar og sérstaklega í dreifbýli. Hækkun raforkuverðs til garðyrkjunnar hefur veruleg neikvæð áhrif bæði til hins almenna neytanda og eins á rekstur þar sem raforkan er á milli 20 til 30% af rekstrarkostnaði garðyrkjustöðva. Þessar álögur koma til viðbótar hækkunum á aðföngum til bænda sem hafa verið umtalsverðar vegna falls krónunnar. En á sama tíma lækkar afurðaverð til bænda nánast í öllum greinum landbúnaðar. Bændablaðið kemur út 24 sinnum á ári. Því er dreift ókeypis á yfir 400 stöðum á landinu og á öll lögbýli landsins. Lesendur geta einnig gerst áskrifendur að blaðinu og fengið það sent heim í pósti gegn greiðslu. Árgangurinn kostar þá kr. 11.200 með vsk. (innheimt í tvennu lagi). Ársáskrift fyrir eldri borgara og öryrkja kostar 7.200 með vsk. Heimilisfang: Bændablaðið, Bændahöll við Hagatorg, 107 Reykjavík. Sími: 563 0300 – Fax: 562 3058 – Kt: 631294–2279 Bændablaðið er í eigu Bændasamtaka Íslands. − Málgagn bænda og landsbyggðar − SKOÐUN Enn á ný eru Íslendingar minntir á afleiðingar þess að innleiða hér erlent regluverk í orku- og markaðsmálum af einskærri þrælslund og ótta við að efna- hagsrisinn í suðri refsi okkur grimmilega ef við gerum ekki allt eins og hann segir. Enn eina ferðina á að hækka verð á dreifingu raforku frá Landsneti í dreifbýli og nú um heil 9,9%. Á sama tíma heyrast þau ánægjulegu tíðindi að raforkuframleiðandinn Landsvirkjun hagnist grimmt af sölu raforkunnar og þar fór eiginfjárhlutfall félagsins í fyrsta sinn yfir 50% á árinu 2019. Reyndar hagnaðist Landsnet líka á síðasta ári eftir skatta um 28 milljónir Bandaríkjadollara. Landsnet er hlutafélag í 64,73% eigu Landsvirkjunar, RARIK á 22,51%, Orkuveita Reykjavíkur á 6,78% og Orkubú Vestfjarða á 5,98% í félaginu. Allt eru þetta opinber fyrirtæki að langstærstum hluta í sameiginlegri eign allra landsmanna. Fyrst eignarhaldið á dreifikerfinu og raforkuframleiðslunni eru á sömu hendi, þá kann einhver að spyrja, er ekki einfalt hjá orkuframleiðendunum sem græða vel að flytja peninga yfir í dreifikerfið sem þeir eiga sjálfir? Það hljómar einfalt, en svoleiðis er það alls ekki. Ástæðan er innleiðing endalausra tilskipana ESB um samkeppnis- og orkumál sem eru snyrtilega pökkuð inn í hvern orkupakkann af öðrum. Í allri umræðunni um orkupakkana hefur verið margítrekað bent á að innleiðing þeirra myndi leiða til hærra heildarverðs á orku á Íslandi. Fyrsta stóra stökkið í þeim efnum var aðskilnaður framleiðslu og dreifingar sem hafði gríðarlegan kostnað í för með sér. Fram að þeim tíma sáu raforkuframleið- endurnir sjálfir um raforkudreifingarkerfið, enda var það byggt upp af þeim. Við aðskilnað varð raforkuflutningsfyr- irtækið sjálft að fara að rukka fyrir sínum kostnaði sem lagðist svo ofan á orkuverðið frá virkjununum. Síðan hefur stöðugt verið bætt í þann pakka. Alltaf hefur því samt verið haldið fram af áhugafólki og innleiðingaragentum Evrópureglugerða að þetta sé allt gert með hagsmuni neytenda í huga. Mikið afskap- lega getur fólk í dreifbýlinu og garðyrkju- bændur verið ánægt með slík rök og þá vissu að fá örugglega alltaf að borga hæsta mögulega orkuverðið. Það er athyglisvert rannsóknarefni hvað hugmyndasmiðum og agentum í fjár- málaheiminum hefur tekist einstaklega vel upp í sínum áróðri og auglýsingamennsku að draga saklaust fólk á asnaeyrunum og fá það til að taka þátt í að keyra fyrir sig áróðurmaskínurnar. Þannig hefur það verið með innleiðingu á sameiginlegu orkukerfi Evrópu sem miðar að því að brjóta upp þjóðlegt eignarhald á raforkukerfum og skipta því upp í vel seljanlega orkuvöndla á markaði. Með þessu er búið að setja upp gríðarstórt peningakerfi í orkugeirunum sem leiðir alla daga til þess að hagnaðurinn af orkuframleiðslunni rennur í æ ríkara mæli í vasa vellauðugra fjárfesta. Það sama er að gerast í nýju kolefnis- markaðskerfi sem lævíslega hefur verið komið á fót í nafni baráttu gegn hlýnun loftslags. Þar hefur áróðursmeisturum tekist á undraverðan hátt að fá fólk, sem telur sig gallharða sósíalista, til að taka stöðu í framlínusveit hörðustu kapítalista sem um getur í sögunni. Kolefnishagkerfið er því miður lítið annað en nýtt peningavöndla- kerfi sem miðar að því að fleyta fjármunum í vasa „áhættufjárfesta“ sem svo nefnast á fínu máli. Ekki er nú ónýtt hjá slíku liði að hafa samfélagslega vel meinandi fólk sem hugsar alla dag í grænum lausnum, til að draga fyrir sig áróðursvagninn. – Þetta er tær snilld í markaðssetningu. /HKr. Gunnar Þorgeirsson formaður Bændasamtaka Íslands gunnar@bondi.is ÍSLAND ER LAND ÞITT Ritstjóri: Hörður Kristjánsson (ábm.) hk@bondi.is – Sími: 563 0339 − Rekstur og markaðsmál: Tjörvi Bjarnason tjorvi@bondi.is – Blaðamenn: Erla Hjördís Gunnarsdóttir ehg@bondi.is – Margrét Þóra Þórsdóttir mth@bondi.is – Sigurður Már Harðarson smh@bondi.is – Vilmundur Hansen vilmundur@bondi.is – Auglýsingastjóri: Guðrún Hulda Pálsdóttir ghp@bondi.is – Sími: 563 0303 – Netfang auglýsinga: augl@bondi.is − Vefur blaðsins: www.bbl.is − Netfang blaðsins: (fréttir og annað efni) er bbl@bondi.is Frágangur fyrir prentun: Ágústa Kristín Bjarnadóttir – Prentun: Landsprent ehf. – Upplag: sjá forsíðu – Dreifing: Landsprent og Íslandspóstur. ISSN 1025-5621 Kálfatjörn og Kálfatjarnarkirja á Vatnsleysuströnd. Kálfatjarnarkirkja er í Tjarnarprestakalli í Kjalarnesprófastsdæmi. Hún var byggð á árunum 1892–93 og vígð 11. júní 1893 af biskupi, herra Hallgrími Sveinssyni. Kirkjan er byggð úr timbri, járnvarin á hlöðnum grunni, eins metra háum. Kirkjusmiður og höfundur kirkjunnar var Guðmundur Jakobsson húsasmíðameistari, en honum til aðstoðar var Sigurjón Jónsson kennari. Magnús Árnason, steinsmiður frá Holti á Vatnsleysuströnd, hlóð grunninn. Kirkja hefur líklega verið á Kálfatjörn allt frá upphafi byggðar. Hún kemur fyrir í kirknatali Páls biskups frá 1200 og var hún helguð Pétri postula að kaþólskum sið. Mynd / Hörður Kristjánsson Vangaveltur á aðventunniTær snilld

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.