Bændablaðið - 03.12.2020, Blaðsíða 10

Bændablaðið - 03.12.2020, Blaðsíða 10
Bændablaðið | Fimmtudagur 3. desember 202010 FRÉTTIR Umhverfisstofnun: Innflutningur á plöntuverndarvörum dróst saman milli ára Umhverfisstofnun tekur saman upplýsingar um markaðssetningu og notkun plöntuverndarvara fyrir ár hvert sem byggja á eftirlitsverkefnum meðal annars um innflutning og sölu plöntuverndarvara. Samkvæmt samantekt Umhverfis stofnunar var mun minna af plöntuverndarvörum sett á markað á árinu 2019 miðað við fyrri ár. Þannig nam magnið um 8,3 tonnum, sem er um 54% samdráttur frá árinu 2018. Líkt og fyrri ár voru illgresiseyðar enn stærsti hluti plöntuverndarvara á markaði 2019, eða um 71%. Sveiflur milli ára Talsverðar sveiflur eru á milli ára af innflutningi plöntuverndarvara og er meginástæðan sú að teknar eru inn stórar sendingar af vörum sem getur tekið nokkur ár að selja. Önnur ástæða fyrir því að magn varanna á markaði minnkar er sú að markaðsleyfi einstakra vara falla úr gildi og því ekki mögulegt að markaðssetja þær lengur. Árið 2019 féllu markaðsleyfi nokkurra illgresiseyða úr gildi og hurfu því af markaði. Einnig var mun minna sett á markað af illgresiseyðum sem innihalda virka efnið glýfosat en á fyrri árum. Kaupendur með leyfi aldrei verið fleiri Við sölu á notendaleyfisskyldum vörum þurfa einstaklingar að framvísa gildu notendaleyfi sem gefið er út af Umhverfisstofnun. Notendaleyfisskyldar vörur eru ætlaðar til notkunar í atvinnuskyni en ekki í sölu til almennings, þar sem möguleg hætta getur stafað af meðferð þeirra á heilsu og umhverfi og því nauðsynlegt að notendur þessara vara hafi aflað sér þekkingar á öruggri meðferð þeirra. Hlutfall þeirra sem voru með notendaleyfi í gildi við kaup á notendaleyfisskyldum plöntuverndarvörum á árinu 2019 var 97% og hefur aldrei verið jafn hátt frá því að eftirlit Umhverfisstofnunar hófst. /VH Kristján Þór Júlíusson sjávar­ útvegs­ og landbúnaðar ráð herra mun bæta 500 mill jónum króna við Bjargráðasjóð vegna kal­ og girðingatjóna síðasta vetur. Það mun þó ekki nægja til að bæta allt tjón frá síðastliðnum vetri, sem var óvenju mikið. Samanlagt tjón er metið á 960 milljónir króna, 800 milljón króna kaltjón og 160 milljón króna girðingatjón, og fyrir í Bjargráðasjóði voru um 200 milljónir króna. Kristján sagði í svari við fyrir­ spurn Þórunnar Egils dóttur, þing­ flokksformanns Framsóknar flokksins, á Alþingi í byrjun október að hann ætlaði að beina því til þingsins við meðferð fjárlaga að öllum óskum um bætur yrði mætt. Bjargráðasjóður er í dag sjálfstæð stofnun í eigu ríkis ins en var til ársins 2016 að jöfnu í sameign ríkisins og Bænda samtaka Íslands. Bjarg ráða­ sjóður starfar samkvæmt lögum nr. 49/2009 og er sjálfstæð stofnun í eigu ríkisins. Hlutverk hans er að veita einstaklingum og félögum fjárhagsað­ stoð til að bæta meiri háttar beint tjón af völdum náttúruhamfara, meðal ann­ ars vegna tjóns á girðingum og vegna uppskerubrests af völdum óvenjulegra kulda, þurrka og kals. /smh Um 11% söluaukning á osti í Noregi í COVID-19: Allt að 40% aukning í sumum tegundum – Á Íslandi er samdráttur í sölu MS til veitingahúsa Eftir margra ára niðursveiflu í sölu á mjólk og mjólkurvörum í Noregi virðist kórónuveirufar­ aldurinn hafa snúið við þeirri þróun því á þriðja ársfjórðungi jókst sala á osti um rúm 11 pró­ sent í landinu. Mesta aukningin er í sölu á rjómaosti um rúm 40 prósent og á gratínosti um tæp 18 prósent. Söluaukningin á sér skýringar í því að Norðmenn ferðuðust meira inn­ anlands í sumar vegna faraldursins og að verslun á landamærum Svíþjóðar hefur hrunið. Athyglisvert er að á sama tíma fer innflutningur á osti upp í Noregi um níu prósent en hvert sjötta kíló af osti sem Norðmenn neyta er inn­ flutt. Nú er hlutfall innflutts osts í Noregi 16,5 prósent af matvörunni sem Norðmenn neyta á ári hverju en á síðasta ári voru fluttir inn ostar til landsins fyrir um 15 milljarða íslenskra króna. Hjá Mjólkursamsölunni sjá menn breytingu í neyslumynstri land­ ans. Þrátt fyrir samdrátt í sölu til veitingastaða og hótela hefur sala til dæmis á samlokuosti aukist töluvert á árinu. „Aðstæður hér eru talsvert frá­ brugðnar Noregi, sérstaklega varð­ andi innkaup Norðmanna í Svíþjóð sem hafa lagst af. Íslenski markað­ urinn hefur vitanlega gefið lítillega eftir þar sem mikill fjöldi ferða­ manna hefur gert meira en að bæta upp ferðalög Íslendinga erlendis og þar með skila stærri markaði en ella,“ útskýrir Sunna Gunnars Marteinsdóttir, samskiptastjóri Mjólkur samsölunnar, og bætir við: „Íslendingar sem eru heima í COVID­19 ástandinu virðast borða brauð með osti og hafa það huggulegt með ostabakka. Sala á osti til verslana hefur verið góð á árinu enda er fólk meira heima við en áður. Mikið hefur einnig verið af tilboð­ um til neytenda. Samlokuosturinn er þar vinsælli en venjulega og lík­ lega eru margir Íslendingar heima að fá sér ristað brauð með osti og Kókómjólk. Við kynntum á árinu endurhönnun á rjómaostunum sem heppnaðist vel og hefur salan verið framar vonum. Einnig komu á mark­ að Goðdalsostarnir sem eru vinsælir. Fyrirtæki landsins hafa mörg hver viljað gleðja sitt fólk og sent því góðgæti í körfum og pokum, þar sem mygluostarnir eru vinsælir. Á heildina litið hefur þó verið fjögurra prósenta samdráttur í sölu á osti á árinu og skýrist það helst af samdrætti í sölu til hótel­ og veitingageirans,“ segir Sunna. /ehg Sala á kjöti frá afurðastöðvum dróst saman í heildina um 10,5% í októbermánuði: Kindakjötssala dróst saman um 23,5% en 17,9% aukning var í svínakjöti og 39,8% í hrossakjöti – Heildarsamdráttur í sölu yfir 12 mánaða tímabil nemur 5% en framleiðslan dróst saman um 2,4% og mest í alifuglakjöti Sala á kjöti frá afurðastöðvum dróst saman um 10,5% í októbermánuði miðað við sama mánuð í fyrra. Þá hafði sala dregist saman á síðasta ársfjórðungi um 9,8%, en um 5% ef miðað er við 12 mánaða tímabil samkvæmt tölum frá atvinnuvega­ og nýsköpunarráðuneyti. Einnig var 2,4% samdráttur í framleiðslu á kjöti í heild á Íslandi á tólf mánaða tímabili. Mikill samdráttur í sölu kindakjöts frá afurðastöðvum Ef skoðuð er sala á einstökum tegundum, þá hefur langmestur samdráttur verið í október á sölu kindakjöts, eða 23,5%. Þá var 14% samdráttur í sölu nautgripakjöts og 9,3% samdráttur í sölu á alifuglakjöti frá afurðastöðvum. Hrossakjötssalan jókst um nær 40% Önnur athyglisverð tíðindi voru þau að hrossakjötssalan jókst um 39,8% og salan á svínakjöti jókst líka verulega, eða um 17,9%. 25,5% samdráttur í sölu á kinda kjöti frá ágústbyrjun til októberloka Án efa má rekja verulegan hluta þessa samdráttar til lokana og takmarkaðs aðgengis að hótelum og veitingastöðum vegna COVID­ 19 faraldursins. Síðastliðna 12 mánuði var 5% samdráttur. Á síðasta ársfjórðungi nam samdrátturinn í kjötsölunni 9,8%. Þar af var 25,5% samdráttur í sölu á kindakjöti, 9,6% samdráttur í alifuglakjöti og 4% samdráttur í sölu á nautgripakjöti. Aftur á móti var 22,5% aukning í sölu á hrossakjöti og 6,8% aukning í sölu á svínakjöti. Minni útflutningur ' Hluti skýringar á minni sölu á kjöti frá afurðastöðvum undanfarið ár felst líka í verulegum samdrætti í útflutningi, eða um 26% í heildina. Þar hefur sala á kindakjöti nær alveg lagst af. Tólf mánaða salan dróst saman um 5% Þegar skoðaðar eru tölur yfir tólf mánaða tímabil kemur í ljós að heildarsamdrátturinn í sölu frá afurðastöðvum nam 5%. Þar af var mestur samdráttur í sölu á kindakjöti, eða 11,4%. Þá var 6,8% samdráttur í sölu á alifuglakjöti og 3,1% samdráttur í sölu á nautgripakjöti. Hins vegar jókst salan á hrossakjöti um 3,1% á þessu tímabili og um 2,4% í svínakjöti. Mestur samdráttur í framleiðslu á alifuglakjöti Samdráttur var í framleiðslu á kjöti frá októberlokum 2019 til októberloka 2020 samkvæmt tölum frá afurðastöðvum. Framleidd voru samtals tæp 30.984 tonn. Mest var framleitt af kindakjöti, eða um 9.409 tonn, sem er 30,4% af heildar kjötframleiðslunni. Kindakjötsframleiðslan hefur verið að dragast saman á undanförnum áratugum og samdrátturinn frá októberlokum 2019 til október 2020 nam 3,2%. Þá voru framleidd 9.140 tonn af alifuglakjöti, eða 29,5% af heildinni. Var samdráttur mestur í framleiðslu á alifuglakjöti yfir heilt ár, eða um 4,5%. Svínakjötið var í þriðja sæti með 6.731 tonn og 21,7% af heildinni. Þar var hins vegar aukning í framleiðslu, eða um 2,1%. Nautgripakjötið var í fjórða sæti með rúm 4.647 tonn og 15% af heild. Þar var samdráttur í framleiðslu upp á 3,1%. Hrossakjötsframleiðslan rak svo lestina með rúm 1.057 tonn, eða 3,4% hlutdeild af heildarframleiðslunni. Þar var örlítill samdráttur á tólf mánaða á tímabili, eða 0,2%. Hrossakjötsframleiðslan tók stökk upp í rúm 30% á síðustu mánuðum Þrátt fyrir að hrossakjötsframleiðslan hafi dregist lítillega saman á 12 mánaða tímabili, þá var framleiðsluaukningin í þeirri grein veruleg á síðustu mánuðum tímabilsins. Þannig jókst hrossakjötsframleiðslan á síðustu þrem mánuðum, frá ágústbyrjun til októberloka, um 30,6% og um 34,4% í októbermánuði. Var hrossakjötið hástökkvarinn á því tímabili, en svínakjötsframleiðslan jókst um 6,2% á þriggja mánaða tímabilinu og um 16,9% í október. /HKr. Þrátt fyrir að mestur samdráttur hafi verið í sölu á kindakjöti, þá hefur samdrátturinn í framleiðslu verið mestur í alifuglakjöti. Bjargráðasjóður fær 500 milljónir vegna kal- og girðingatjóna – nægir ekki til að bæta allt tjón síðasta vetrar, sem var óvenju mikið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.