Bændablaðið - 03.12.2020, Side 12

Bændablaðið - 03.12.2020, Side 12
Bændablaðið | Fimmtudagur 3. desember 202012 FRÉTTIR Frá byggakrinum í Bjálmholti í Holtum. Eimverk sækir um vernd fyrir íslenskt viskí: Ræktar bygg á 30 hekturum til framleiðslunnar – Komið með nokkuð traustan markað í Þýskalandi Hjá Matvælastofnun er nú til umfjöllunar umsókn frá Brugghúsinu Eimverki um að afurðaheitið „Íslenskt viskí“ verði skráð sem verndað afurðaheiti á Íslandi á grundvelli uppruna. Eimverk sækir eitt um þessa vernd en umsóknin var þó unnin í samstarfi við viskíframleiðendurna Thoran distillery og Reykjavík distillery. Eimverk bruggar viskí úr 120 tonnum af íslensku byggi árlega og er með eigin ræktun. Eva María Sigurbjörnsdóttir er framleiðslustjóri hjá Eimverki. Hún segir að þau vilji að það viskí sem er stimplað íslenskt sé sannarlega framleitt á Íslandi. „Við höfðum evrópsku og skosku löggjöfina til hliðsjónar. Stærsta krafan í umsókninni er að við viskíframleiðsluna fari mesking, gerjun, eiming og öldrun fram á Íslandi,“ segir Eva. „Við vissum að Thoran distillery og Reykjavík distillery stefna að því að framleiða „Íslenskt viskí“ og því ákváðum við að hafa samráð við þau brugghús í umsóknarferlinu.“ Sex mismunandi einmöltungs-tegundir Eimverk var stofnað 2011 og verksmiðjan standsett 2013, fyrstu vörur komu á markaðinn 2014. „Í dag framleiðum við 15 missmunandi vörur í fjórum flokkum; viskí, gin, brennivín og baiiju. Flóki er íslenskur einmöltungur (single malt) og kemur núna í sex mismunadi útgáfum; standard, tað- reyktur (byggið taðreykt), úr sérrí- tunnu, úr bjórtunnu sem við fáum í gegnum samstarf við önnur íslensk brugghús og birkilegið. Síðan kemur reglulega út blár miði sem er eitthvað alveg sérstakt,“ segir Eva. Að sögn Evu notar Eimverk ein- göngu íslenskt hráefni, íslenskan spíra, íslenskt bygg og íslenskt vatn. Þau eru með eigin ræktun á um 30 hekturum – á þremur ólíkum land- svæðum. „Við ákváðum að dreifa rækt- uninni á þrjá staði á Suðurlandi, til að auka líkurnar á því að við fáum viðunandi uppskeru ár hvert. Þannig að við erum með ræktun á okkar landi í Bjálmholti í Holtum, auk þess sem við leigjum akra á Læk og í Gunnarsholti. Þarna eru mjög mis- munandi jarðvegsgerðir sem henta ólíku tíðarfari,“ segir Eva, sem sjálf er með háskólapróf í líffræði. „Við höfum að mestu staðið ein í ræktuninni og aflað okkur fróðleiks, en leitað okkur ráð- gjafar hjá sérfræðingum eins og Jónatan Hermannssyni og Björgvini Harðarsyni þegar við höfum þurft á því að halda,“ bætir hún við. Um 100 tonna árleg byggþörf Í fyrra var uppskeran með besta móti úr byggræktun Eimverks, eða um 125 tonn. Í ár var hún ekki nema um helmingur þess. „Við notum um 100 tonn árlega sem þýðir að við þurfum að kaupa íslenskt bygg eftir þetta sumar og við höfum átt í viðskiptum við bændurna á Þorvaldseyri og einnig Sandhóli.“ Um 90 prósent af vískísölu Eimverks fer úr landi – að lang- mestu leyti til Þýskalands. Eva segir að það sé gleðilegt að finna að framleiðsla þeirra sé æ betur að festa sig í sessi meðal ákveðinna viðskiptamannahópa þar. Umsóknin frá Eimverki er sú þriðja sem berst Matvælastofnun um vernd afurðaheita. Áður hafa umsóknir fyrir afurðaheitin „Íslensk lopapeysa“ og „Íslenskt lambakjöt“ verið samþykktar. Nokkur fjöldi evrópskra afurða heita nýtur verndar á Íslandi samkvæmt alþjóðasamn- ingum. Hugmyndin er að íslensk vernduð afurðaheiti fái einnig vernd innan Evrópusambandsins, en dráttur hefur verið á því að inn leiða það ákvæði í íslenska löggjöf. „Mér finnst bara að stjórnkerfið verði að koma þessu í lag, maður verður bara að geta treyst því að það verði gert sem fyrst, svo ekki verði hægt að selja til dæmis lélega erlenda vískíframleiðslu sem íslenskt viskí,“ segir Eva að lokum. /smh Vörulína Eimverks. Sex tegundir af maltviskíi, brennivín, gin og baiiju. Eva María Sigurbjörnsdóttir er fram­ leiðslustjóri hjá Brugghúsinu Eim­ verki. Viðskiptahraðallinn Til sjávar og sveita: Níu frumkvöðlaverkefni kynnt á uppskeruhátíð Níu frumkvöðlaverkefni við- skiptahraðalsins Til sjávar og sveita voru kynnt á uppskeruhá- tíð í beinni útsendingu í gegnum vef verkefnisins á föstudaginn. Af verkefnunum níu voru sex mat- vælaverkefni, eitt snýst um fram- leiðslu á heilsuvörulínu, annað um framleiðslu á niðurbrjótanlegum vörum í stað plasts og svo var kynnt stafræn þjálfunardagbók fyrir hesta. Viðskiptahraðlinum er ætlað að hraða ferlinu frá því að hugmynd kviknar og þar til vara er komin á markað. Hann býður upp á vettvang til vöruþróunar fyrir verkefni sem snúa að hátækni í matvælaiðnaði, nýjum lausnum í landbúnaði og haftengdum iðnaði. Lagt er upp með betri nýtingu hráefna þar sem sjálfbærni og nýsköpun eru höfð að leiðarljósi. Þetta er í annað sinn sem hraðallinn fer fram, en unnið er að verkefnunum í tíu vikur áður en kemur að uppskeruhátíðinni. Umsjón með verkefninu er í höndum Icelandic Startups í samstarfi við Íslenska sjávar- klasann. Bakhjarlar verkefnisins eru Matarauður Íslands, Nettó, Landbúnaðar klasinn og atvinnu- vega-og nýsköpunarráðuneytið. Verkefnið er einnig unnið í samstarfi við Matís og Eldstæðið. Verkefnin sem kynnt voru á föstudaginn eru eftirfarandi, með lýsingum á þeim sem er að finna inni á vef Til sjávar og sveita (tilsjavarogsveita.is): Broddur: Broddur framleiðir Heilsuskot úr broddmjólk mjólkurkúa, sem er fyrsta mjólkin sem kýrin fram- leiðir. Hver kýr framleiðir um 20 lítra af slíkri mjólk. Broddmjólk er næringarrík fæða sem hefur jákvæð heilsufarsleg áhrif. Broddmjólk inniheldur örveru- eyðandi og græðandi þætti og er uppfull af efnum sem viðhalda heilbrigðum meltingarveg. Miklu magni broddmjólkur er fargað í dag. Þau Birna G. Ásbjörnsdóttir og Guðmundur Ármann kynntu verkefnið sem þau standa saman á bak við. Jöklavin: Jökla er fyrsti íslenski rjóma- líkjörinn sem er framleiddur að megninu til úr innlendum hrá- efnum. Hráefni sem annars væri hent eru nýtt í framleiðslu. Pétur Pétursson er frumkvöðullinn en hann er sérlegur áhugamaður um vinnslu á mjólk og landbúnað á Íslandi. Pétur er í teymi með Sigríði Sigurðardóttur viðskipta- fræðingi. Sauðagull: Sauðagull vinnur matarafurðir úr íslenskri sauðamjólk. Ann-Marie Schlutz kynnti verkefnið en þau Gunnar Gunnarsson, maður hennar, eiga og reka fyrirtæk- ið sem framleiðir sauðaosta og konfekt. Sauðamjólkin kemur frá Egilsstaðabúinu í Fljótsdal, sem Gunnar Jónsson rekur, en þar eru um 350–400 ær. Eylíf: Ólöf Rún Tryggvadóttir er stofn- andi Eylífar sem framleiðir heilsuvörulínu sem samanstendur af hreinum íslenskum hráefnum sem framleidd eru á Íslandi með sjálfbærum hætti. Meðal hráefna sem notuð eru í vörur Eylífar eru kalkþörungar frá Bíldudal, smáþörungar frá Reykjanesbæ, kísill frá Heillisheiðarvirkjun, íslenskar jurtir, kollagen frá Sauðárkróki og rækjuskel frá Siglufirði. Marea: Marea notar sjávarþang sem fæst á Íslandi sem grunnefni í framleiðslu á niðurbrjótanlegum vörum sem koma í stað einnota plasts. Julie Encausse framkvæmdastjóri kynnti verkefnið, sem er unnið í samstarfi fjögurra kvenna. Sælkerar: Sælkerar rækta mismunandi tegundir sveppa og míkrógræn- meti ásamt því að stefna þeir að því að fara í þróunarvinnu á byggðarræktun. Emil Már Magnússon kynnti verkefnið en með honum í teymi eru þeir Eskil Daði Eðvarðsson og Steinar Ernir Knútsson. Er stefnan tekin á ræktun fjögurra sveppategunda; Shiitake, Shimeji, Lion's Mane og Oyster. HorseDay: HorseDay er stafræn þjálfunar- dagbók fyrir hesta, í formi smá- forrits, sem styðst við æfingasafn viðurkenndra þjálfunaraðferða frá Háskólanum á Hólum. Þau Marta Rut Ólafsdóttir og Oddur Ólafsson kynntu verkefnið, en þau eru í teymi með þeim Ólafi H. Einarssyni, hrossaræktanda og -þjálfara, og Magnúsi Inga Óskarssyni tölvunarfræðingi. Nielsen Restaurant: Nielsen Restaurant framleiðir salatolíur úr vannýttum ís- lenskum villtum jurtum. Þau Kári Þorsteinsson og Sólveig Edda Bjarnadóttir reka veitingastaðinn Nielsen Restaurant á Egilsstöðum og eru saman í þessu frumkvöðla- verkefni. Fyrsta varan til að fara á markað frá þeim er grænolía sem bragðbætt er með ferskri íslenskri hvönn. Vegangerðin: Vegangerðin framleiðir matvöru, sem inniheldur engar dýraafurðir, úr hráefni í nærumhverfi til að halda niðri kolefnisspori hennar. Fyrst verður boðið upp á að fá matarpakka tilbúna til eldunar, heimsent eða sótt. Því næst verður farið í að framleiða græna matvöru til heildsölu, eins og til dæmis ferskt Tempeh. Kristján Thors kynnti verkefnið en Atli Stefán Yngvason er með honum í teymi. /smh

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.