Bændablaðið - 03.12.2020, Síða 17

Bændablaðið - 03.12.2020, Síða 17
Bændablaðið | Fimmtudagur 3. desember 2020 17 Eldisstöð Hafrannsóknastofnunar í Grindavík vinnur að tilrauna- verkefni fyrir Matís, þar sem lax er alinn á fóðri sem upprunnið er úr timbri. Verkefnið er hluti af Evrópuverkefninu Sylfeed sem er alþjóðlegt fjögurra ára verkefni sem snýst um að búa til prótein úr aukaafurðum frá skógariðnaði. Auk Matís taka alls 10 stofnanir og fyrirtæki þátt í samstarfinu, þar á meðal fyrirtækin Arbiom, Norske Skog Golbey (í Frakklandi) og Fóðurverksmiðjan Laxá. Aukaafurðum breytt í prótein Ragnar Jóhannsson, sviðsstjóri fisk eldis og fiskiræktunar hjá Haf­ rannsókna stofnun, segir í frétt á heima síðu stofnunarinnar: „Að sjálf­ sögðu er ekki mikið prótein í timbri sem fiskar gætu melt en verið er að þróa aðferð þar sem aukaafurðum, svo sem sagi úr vinnslu lauftrjáa, er umbreytt í fásykrur sem ákveðin gerð gersveppa getur nýtt sér og myndar úr þeim svokallað einfrumuprótein. Þetta einfrumuprótein hefur hagstæða amínósýrusamsetningu sem jafnast á við fiskimjöl.“ Hafrannsóknastofnun vinnur nú að fóðurtilraunum á stórum skala þar sem eldislax er alinn á þessu fóðri og mælingar gerðar á vexti og fóðurnýtingu. Dýraprótein takmörkuð auðlind Ragnar segir einnig að til að ala fisk, og reyndar fleiri dýr svo sem kjúkling og svín, þarf próteinríkt fóður. „Stór hluti fóðurs í dag er úr jurtapróteini, gjarnan sojamjöli. Lax getur þó ekki verið jurtaæta eingöngu og verður að fá hluta próteins úr dýraríkinu og þá er notað fiskimjöl. Fiskimjöl er unnið með bræðslu uppsjávarfiska sem er tak­ mörkuð auðlind og uppsjávarfiskar fara í auknum mæli beint til mann­ eldis. Mjölið sem framleitt er í þessu verkefni getur uppfyllt vaxandi þörf fyrir dýraprótein til fiskeldis og annarrar matvælaframleiðslu.“ Í Evrópu eru möguleikar á að framleiða mjög mikið magn af ein­ frumupróteini með þessum aðferð­ um og stuðla þannig að auknu mat­ vælaöryggi álfunnar. /VH Gylfaf löt 32 ● 112 Reykjavík ● Sími 580 8200 ● www.velfang. is ● Óseyri 8 ● 603 Akureyri CLAAS heyvinnutækin eru þekkt fyrir framúrskarandi hönnun, gæði og áreiðanleika. CLAAS Rollant Uniwrap rúllusamstæður Þar sem afköst, magn og gæði fóðurs í rúllum skipta máli. CLAAS Volto heytætlur Vinnslubreidd 4,5-13 metrar, drag- og lyftutengdar. CLAAS Disco sláttuvélar Vinnslubreidd 2 - 10,7 metrar með og án knosara. CLAAS Liner múgavélar Vinnslubreidd 3,2-15 metrar. - VERKIN TALA CLAAS rúl luvélar og heyvinnutæki Verið er að gera tilraun með að ala eldisfisk á aukaafurðum úr timbri. Hafrannsóknastofnun: Eldislax fóðraður á timbri Grásleppuveiðar: Endurheimta MSC-vottun Gefið hefur verið út skírteini sem staðfestir að grásleppuveiðar hafa endurheimt MSC vottun um sjálf- bærar veiðar. Skírteinið gildir í fimm ár, frá 17. nóvember 2020 til 16. nóvember 2025. Samkvæmt frétt á heimasíðu Landssambands smábátaeigenda segir að erfiðlega hafi gengið að selja grásleppuhrogn frá síðustu vertíð og ætti vottunin að liðka til í þeim efnum en þar segir einnig að ljóst sé að COVID­19 sé þar stærsti orsakavaldurinn. Að sögn Kristins Hjálmarssonar, verkefnisstjóra hjá ISF, Icelandic Sustainable Fisheries, vó aðkoma sjómanna um stjórn veiðanna þungt í þessum efnum. „Þeir lögðu til við stjórnvöld lokun svæða þar sem líkindi voru á að selur veiddist sem meðafli og nákvæm, áreiðan­ leg skráning alls afla sé mikilvæg fyrir eftirlit og vísindi. Niðurstaðan sem nú er fengin hefði ekki náðst nema með sterkri aðkomu og sam­ vinnu allra aðila, stjórnvalda, LS, Hafrannsóknastofnunar og fram­ leiðenda.“ Á heimasíðunni segir að rétt sé að taka fram að þó þessi áfangi hafi náðst sé nauðsynlegt að halda áfram umbótum þar sem mikilvægt sé að allir vinni saman að því að minnka meðafla við grásleppuveiðar. Skírteini um sjálfbærni veiðanna er gefið út með skilyrðum fyrir umbótum sem leiði til þess að áhrif þeirra hindri ekki uppbyggingu á stofnum viðkvæmra tegunda. /VH

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.