Bændablaðið - 03.12.2020, Síða 18

Bændablaðið - 03.12.2020, Síða 18
Bændablaðið | Fimmtudagur 3. desember 202018 HROSS&HESTAMENNSKA ÍSLENSKT LAMBAKJÖT Íslenskt lambakjöt Fyrsta innanlandsherferð Ice­ landic Lamb birtist í lok nóvember, en frá árinu 2016 hefur markaðs­ setning á sauðfjárafurðum ein­ göngu verið í höndum framleið­ enda en ekki á vegum sameiginlegs vettvangs bænda og afurðastöðva. Bændablaðið ræddi við Hafliða Halldórsson, fram kvæmdastjóra Icelandic Lamb og Markaðsráðs kindakjöts, sem segir að um stór tímamót sé að ræða. Mikilvægt sé að keyra öfluga markaðsherferð og bregðast við breyttu landslagi í kjölfar heimsfaraldurs. „Með breyttum áherslum í samn- ingi um starfsskilyrði sauðfjárræktar sem samþykktur var árið 2016 stöðv- aðist öll miðlæg markaðssetning á sauðfjárafurðum til Íslendinga. Allur kraftur var settur í að auka sölu til erlendra ferðamanna og árangur átaksverkefnisins hefur á síðast- liðnum árum farið fram úr okkar björtustu vonum. Samkvæmt síð- ustu niðustöðum úr ferðamannapúlsi Gallup eru ferðamenn sem þekkja merki og skjöld Icelandic Lamb 19% líklegri til þess að kaupa lambakjöt og helmingi líklegri til þess að gera það oftar en einu sinni.“ Flestir erlendir ferðamenn hafa smakkað lambakjöt Hafliði segir mikilvægt að horfa á tölurnar á bak við prósenturnar, 19% af heildarfjölda erlendra ferðamanna árið 2019 voru 380 þúsund einstak- lingar. „Allar okkar mælingar sýna tölu- verða jákvæðni og ánægju gagnvart félagamerkinu okkar og lambakjöt er sú íslenska matvara sem flestir erlendir ferðamenn segjast hafa smakkað.“ Þrátt fyrir velgengni átaksverk- efnisins urðu vatnaskil í starfsemi markaðsstofunnar þegar heimsfar- aldur kórónuveiru setti ferðalög fólks á ís. „Við vorum fljót að bregðast við breyttum aðstæðum í byrjun árs. Við nýttum óvissuna í að vinna ver- kefni sem setið höfðu á hakanum, funduðum með veitingamönnum sem venjulega höfðu lítinn tíma í fundarhald og gengum frá verk- færakistu fyrir veitinga- staði. Við hófum strax sam- ræður við atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið um viðauka við samninginn sem við störfum eftir. Til að hægt væri að nýta markaðs- efnið okkar og mannauðinn áfram til góðra verka fyrir okkar umbjóðendur í breyttum aðstæðum.“ Herferð á innanlands- markaði Í september var skrifað undir viðauka við samning um starfsskilyrði sauðfjár- ræktar og var allur kraftur markaðsstofunnar settur í að undirbúa markaðs- herferð fyrir innanlands- markað. „Markaðsstofan var og er í raun og veru vel undir- búin til þess að takast á við þetta nýja verkefni. Við stöndum á góðum grunni, búið er að vinna mikla undirbúnings- vinnu og var hægt að vinna mark- aðsefnið hratt og endurnýta margt. „Þegar ég tók við sem fram- kvæmdastjóri í lok árs 2018 var mitt fyrsta verk að vinna merkishandbók fyrir félagamerki Icelandic Lamb. Niðurstaðan er 150 blaðsíðna verk- færakista sem markaðsherferð okkar innanlands er unnin upp úr. Töluverð forvinna var þegar unnin, síðastliðin 3 ár hefur Icelandic Lamb látið kanna viðhorf Íslendinga til lambakjöts og neysluhegðun svo hægt sé að hafa hana til hliðsjónar við greiningu á sölutölum innanlands. Það auðveld- aði okkur alla markhópagreiningu fyrir innanlandsmarkað.“ Upprunavottun matvæla Merkishandbók og viðhorfskann- anir eru ekki einu verkfærin sem Icelandic Lamb hefur getað nýtt sér við ímyndarherferðir á innanlands- markaði. Telur Hafliði aðalmarkmið átaksins að auð- kenna íslenskar sauðfjárafurðir, þær spila mikilvægt hlutverk, og vekja athygli á sérstöðu afurð- anna og verðmætum fólgnum í sérstöðunni. „Áherslan á verndun afurðaheitis og uppruna hefur skilað okkur fyrstu og einu íslensku upprunavottun matvæla og beðið er eftir afgreiðslu Evrópusambandsins á PDO vottun fyrir íslenskt lambakjöt.“ PDO, eða Protected Designation of Origin, er sérstakt gæðakerfi. Tilgangur þess er að vernda afurða- heiti til að stuðla að neytendavernd, auka virði afurða og koma í veg fyrir óréttmæta viðskiptahætti en upprunavottanirnar eru þrjár og gera ólíkar kröfur til tengsla afurðarinnar við uppruna og framleiðslu. Verði umsóknin samþykkt geta framleiðendur merkt íslenskt lamba- kjöt með sérstöku vottunarmerki Evrópusambandsins PDO. Merkið er ekki aðeins þekkt innan Evrópu sambandsins heldur víða um heim. Þekktustu afurðaheiti heims eru vernd uð með slíkum vottunarmerkjum, þ.á m. Prosciutto di Parma, Champagne, Parmigiano Reggiano og önnur sæl- keramatvæli en vörur sem merktar eru með uppruna- merkjunum PDO, PGI og TSG seljast að meðaltali á 10-20% hærra verði í smásölu. Telur Hafliði vottunina geta nýst vel við markaðssetningu erlendis sem og á innlendum mark- aði samhliða félagamerki Icelandic Lamb. Fyrsta herferðin fór vel af stað Aðspurður segist Hafliði hlakka til framhaldsins. „Fyrsta herferðin fór vel af stað, við höfum fengið jákvæðar viðtökur og ég fengið skilaboð úr öllum áttum þar sem vinir og kunn- ingjar segjast hafa keypt lambakjöt undanfarna viku eftir að hafa séð auglýsingar frá okkur. Markmiðið er að vekja áhuga yngri kynslóða á fjölbreytileika íslensks lambakjöts, við fylgjumst vel með birgðastöðu í lok mánaða og viljum kynna betur þá bita sem ekki virðast rata í mat- arkörfuna.“ Á Hafliði þá við vinsældir lamba hryggjar og læri, sem hann segir auðvelt að markaðssetja, en fái auðvitað sína athygli líka. „Til að vinna markvisst að því að auka vinsældir bita sem minni eftirspurn er eftir verðum við að auka áhuga Íslendinga á fjölbreytt- ari bitum. Lömb eru ekki með nema einn hrygg og tvö læri, við verðum að tryggja jafnari nýtingu á kjötinu.“ Á næstu vikum verður sérstök áhersla lögð á jólin og jólahefðir Íslendinga. Segir Hafliði næg tækifæri felast í hátíðarhöldunum jafnvel þótt margir telji óþarfa að markaðssetja lambakjöt sérstaklega í kringum jólin. „Desember er mánuður hangikjöts- ins og viljum við sýna Íslendingum hvernig hægt sé að bjóða upp á hangi- kjöt á fjölbreyttan hátt. Orðatiltækið eins manns dauði er annars brauð á líka vel við í ár enda lítið framboð á rjúpum. Þar er markhópur sem þarf kannski að endurskoða jólasteikina og verður lambakjöt náttúrlega fyrsti kostur.“ Íslenskt lambakjöt er matvara í hæsta gæðaflokki Hefur Hafliði ekki áhyggjur af sam- keppni innfluttrar villibráðar um jólin. „Íslenskt lambakjöt er matvara í hæsta gæðaflokki og höfum við lagt áherslu á að markaðssetja hana sem slíka til erlendra ferðamanna og á mörkuðum erlendis. Okkur hér heima hefur e.t.v. sést yfir hversu einstök þessi vara okkar er og tekið sem gefnu að fá að njóta. Við ætlum að halda áfram að markaðssetja hana sem háendavöru til Íslendinga og gera íslensku lambakjöti hærra undir höfði en áður hefur tíðkast. Okkar frábæru sauðfjárbændur eiga líka hrós skilið fyrir sína óeigingjörnu vinnu og elju, gæði lambakjötsins sem þau bjóða okkur neytendum eiga sér enga hliðstæðu. Glöggt er gests augað, og erlendir ferðamenn taka vel eftir lambinu okkar og þeim óviðjafnanlegu gæðum sem það býr yfir.“ Samfélagsleg ábyrgð Hlakkar Hafliði sérstaklega til þess að nýta m i smunand i miðla til mark- aðssetningar- innar og gefa lambakjötinu það pláss sem það á skilið á auglýsinga- markaði. „Samfélagsleg ábyrgð er okkur ofarlega í huga við gerð markaðs áætlana, áherslan er lögð á að nýta íslenska fjölmiðla og nýta samfélags miðla takmarkað en á fjölbreyttan hátt. Markmiðið er að nýta sjálfsprottna dreifingu á sam- félagsmiðlum með matreiðslu- og fræðsluþáttum í beinni útsendingu. Í streymisþáttunum Náttúrulega hreint – beint eldar landsliðskokk- urinn Snædís Jónsdóttir lambakjöt í beinni útsendingu, gefur góð ráð og fær góða gesti í heimsókn. Þættinum er streymt út á Facebook- síðum Icelandic Lamb, Lambakjöts, Bændablaðsins og Veitingageirans og nær til yfir 50 þúsund manns sem fá tilkynningu þegar streymið byrjar og reglulega meðan á því stendur. Hágæðaefni eins og streymið tryggir okkur meiri sjálfsprottna dreifingu á efninu okkar. Þannig höldum við birtingarkostnaði á sam- félagsmiðlum í lágmarki, náum til breiðs hóps í gegnum íslenska miðla og styðjum við innlenda atvinnu- starfsemi án þess að gleymast á samfélagsmiðlum.“ Segir Hafliði mikilvægt að mark- aðsstofan setji sér slíka stefnu, enda sé markmið kynningarherferðar Icelandic Lamb að hvetja neytendur til þess að styðja við íslenska fram- leiðslu í auknum mæli. „Við ætlum að halda áfram að vinna á okkar trausta grunni, auk markaðsherferðar í desember verða þættirnir Náttúrulega hreint – beint á þriðjudögum í desember frá næstu viku, 8.12. Þar setjum við áhersluna á auðveldar lambakjötsuppskriftir og notum önnur íslenskt hráefni sem ýta undir einstakt bragð íslensks lamba- kjöts. Ég hvet sauðfjárbændur til þess að fylgjast vel með og sjá hvernig matreiðslumenn í hæsta gæðaflokki elda og tala um lambakjötið þeirra,“ segir Hafliði. Hafliði Halldórsson, fram kvæmdastjóri Icelandic Lamb og Markaðsráðs kindakjöts.

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.