Bændablaðið - 03.12.2020, Side 19

Bændablaðið - 03.12.2020, Side 19
Bændablaðið | Fimmtudagur 3. desember 2020 19 Víkurvagnar ehf. – Hyrjarhöfði 8. – 110 Reykjavík Sími 577-1090 – www.vikurvagnar.is – sala@vikurvagnar.is STYRKUR, ÞJÓNUSTA OG ÁREIÐANLEIKI MIKIÐ ÚRVAL KERRUVARAHLUTA VÍKURVAGNAR EHF. RAFMAGNSBÚNAÐUR BREMSUR BEISLI DEKK LJÓS LED LJÓS Vertu viðbúinn vetrinum LÉTTAR – STERKAR – TRAUSTAR SNJÓKEÐJUR Nøsted Kjetting as Hafðu samband og kynntu þér vöruúrvalið og þjónustuna Ný hönnun HROSS&HESTAMENNSKA Hönnunarfyrirtæki í íslenskri sveit, info@tundra.is, s. 893 0103 Við bjóðum úrval vefnaðar- og gjafavara með sterka tengingu við íslenska náttúru í vefverslun okkar Tilvaldar jólagjafir fyrir bændur og búalið Lely Center Ísland Reykjavík: Krókháls 5f – Sími 414 0000 – www.vbl.is Akureyri: Óðinsnes 2 – Sími 464 8600 SÍUR Í DRÁTTARVÉLAR FRÉTTIR Hrunamannahreppur hækkar sorpeyðingargjald um 9% Hreppsnefnd Hrunamannahrepps hefur samþykkt að hækka gjald- skrá fyrir meðhöndlun úrgangs fyrir árið 2021. Gert er ráð fyrir 9% hækkun að jafnaði frá árinu 2020 á sorpeyðingargjaldi. Er gjaldið sagt tilkomið vegna mikillar kostnaðaraukningar við meðhöndlun og eyðingu og síðan hækkar sorphirðugjald líka um 2,7% árið 2021. Sorphirðugjald íbúðarhúsa verð- ur því kr. 42.100 í stað kr. 41.000. Sorpeyðingargjald íbúðarhúsa hækkar úr kr. 24.700 í kr. 26.900, frístundahúsa úr kr. 23.500 í kr. 28.200 og atvinnuhúsnæðis úr kr. 60.400 í 65.800. Sérstakt aukasorp- gjald þar sem flokkað er eftir magni í 9 flokkum hækkar einnig um 9%. Leiga á gámum og blátunnukörum hækkar um 2,7%. /MHH Ferðamálastofa og Umhverfisstofnun: Ferðamenn taldir á 24 stöðum á landinu – Gögn nýtast til að meta álag á náttúru og innviði Í kjölfar þess að eftirspurn eftir rauntímagögnum um fjölda ferðamanna og dreifingu þeirra um landið hefur aukist undan- farin ár fóru Ferðamálastofa og Umhverfisstofnun í samstarf um það verkefni að fjölga áfangastöð- um ferðamanna þar sem talið er. Þau gögn sem þar verða til nýt- ast við að meta álag ferðamanna á náttúru og innviði, ásamt því að meta dreifingu ferðamanna í rauntíma. Áður en verkefnið hófst var talið á sex áfangastöðum en þegar því lýkur á vormánuðum næsta árs verð- ur talið á alls 24 áfangastöðum. Fyrsta áfanga verkefnisins lauk um miðjan október með uppsetningu á teljurum við Hvítserk, Dynjanda, Súgandisey, Saxhól, Hraunfossa og Seltún. Annar áfangi verkefnisins hófst í byrjun nóvember en í þeim áfanga verða teljarar settir upp við Dettifoss, Stuðlagil, Jökulsárlón, Skaftafell, Fjaðrárgljúfur, Reynisfjöru og í Reykjadal. Þriðja áfanga verkefnisins er svo áætlað að ljúki á vormánuðum næsta árs en þá verða settir upp teljarar við Fimmvörðuháls, Laugaveginn, Látrabjarg og Hveravelli. Frá þessu er sagt á vef Ferðamálastofu og þar má finna kort með öllum þeim 24 stöðum sem talið verður á. /MÞÞ Ferðamálastofa og Umhverfisstofnun eru í samstarfi um það verkefni að fjölga áfangastöðum ferðamanna þar sem talið er, en næsta vor verður lokið við að setja upp teljara á alls 24 stöðum á landinu. Bændablaðið Smáauglýsingar 56-30-300

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.