Bændablaðið - 03.12.2020, Qupperneq 25

Bændablaðið - 03.12.2020, Qupperneq 25
Bændablaðið | Fimmtudagur 3. desember 2020 25 Heyrnarmælingar, ráðgjöf og heyrnartækjaþjónusta Bókaðu tíma í síma 568 6880 eða á www.heyrnartaekni.is Vantar þig heyrnartæki? Opn S eru ný tegund heyrnartækja frá Oticon sem hjálpa þér að heyra margfalt betur í fjölmenni og klið. Þú getur fengið Opn S með endurhlaðanlegum rafhlöðum. Heyrnartækni hefur um árabil veitt þjónustu víðs vegar á landsbyggðinni. Í desember bjóðum við upp á heyrnarmælingar, ráðgjöf og þjónustu á eftirfarandi stöðum: Heyrnartækni | Glæsibæ | Álfheimum 74 | 104 Reykjavík | Landsbyggðaþjónusta | Sími 568 6880 Akureyri | Borgarnes | Egilsstaðir | Ísafjörður | Neskaupstaður | Reykjanesbær Sauðárkókur| Selfoss | Stykkishólmur Vesturhrauni 3 // 210 Garðabær // 480 0000 // af lvelar. is // sala@aflvelar. is Austur vegi 69 // 800 Selfoss // 480 0400 // jotunn.is // jotunn@jotunn.is driflæsing framan og aftan / hátt og lágt drif / rafléttistýri / dráttarkúla / spil / stór dekk / stillanleg fjöðrun Cobalt 550 max ltd Kr. 1.469.000 með vsk. Bifreiðaskráð 1.790.000 m/vsk. T3b götuskráð iron 450 max ltd Kr. 1.298.000 með vsk. Bifreiðaskráð 1.590.000 m/vsk. T3b götuskráð Bændablaðið Auglýsingar 56-30-300 við félagsmenn tengt þeim ver- kefnum sem við erum að vinna og svo tengt almennri ráðgjöf og stuðningi. Í gegnum þau samskipti koma svo alls kyns hugmyndir og tækifæri. Fyrir utan póstlistann, sem er nýttur til að koma upplýsingum til félagsmanna, erum við með lokaðan Facebook-hóp og ólíka Messenger hópa í kringum tiltekin verkefni, þar sem samskipti milli félagsmanna eiga sér stað. Þeir eru einnig í aukn- um mæli farnir að eiga bein sam- skipti sín á milli. Það er ómetanlegt að upplifa hvernig við eflum hvert annað með samtali, samstarfi og miðlun upplýsinga sem var einmitt eitt af meginmarkmiðunum með stofnun samtakanna. Við fáum líka reglulega fyr- irspurnir frá ólíkum aðilum sem vilja komast í samband við smá- framleiðendur, til dæmis varðandi sérstök verkefni og verkefnahópa sem verið er að mynda, sameigin- leg tækjakaup og slíkt og höfum þá getað haft milligöngu um það. Eins hefur verið töluverður áhugi á að fá samtökin sem samstarfsaðila á styrktarumsóknir. Mikill ávinningur hefur svo náðst af nánum og góðum sam- skiptum við aðila eins og Eldstæðið – sem er atvinnueldhús fyrir matar- frumkvöðla og smáframleiðendur – en allir þeirra framleiðendur í dag eru félagsmenn. Styðja og efla félagsmenn Margir félagsmenn SSFM hafa stigið stór skref í sinni framleiðslu til að geta nýtt þær söluleiðir sem fjallað hefur verið um. Í tengslum við það keyptum við sem dæmi skjal og leiðbeiningar frá Matís sem auðveldar fólki að reikna út næringargildi. Í síðustu viku buðum við upp á Zoom örnámskeið með Óla Jóns hjá Jóns markaðsráðgjöf og einstaklingsmiðaða stafræna úttekt. Í janúar 2021 kemur svo á vefinn rafræn gæðahandbók sem verður aðgengileg félagsmönnum, en hún er samstarfsverkefni félags- ins og Vörusmiðjunnar BioPol, styrkt af Matarauði Íslands. Regluverk Við höfum einnig beitt okkur í málum eins og örsláturhúsamálinu, en tveir stjórnarmenn sitja í aðgerð- arhópi bænda því tengdu og verk- efnastjóri þess situr í ráðgjafaráði. Þá höfum við líka beitt okkur í máli sem snýst um það að bændur sem eru með nokkra fiska í tjörn eða vatni á sínu landi eru skilgreindir sem fiskeldisstöð og heyra undir sama regluverk og stóru sjókvíaeldin og þurfa að greiða hátt í hálfa milljón í leyfisgjald. Við höfum bent á að í Svíþjóð þurfi ekki einu sinni að sækja um leyfi. Þar stunda fjölmargir bændur eldi í tjörnum og vötnum og vinna svo verðmætar handverk- safurðir úr fisknum. Þess ber einnig að geta að við erum á lista yfir umsagnaraðila og fáum því, þegar við á, beiðnir um að skila inn umsögn og erum kölluð inn á fundi sem hafa með okkur að gera, eins og mótun landbúnaðarstefnu. Skilningur á mikilvægi smáframleiðenda Við lítum björtum augum til fram- tíðar. Áhugi og eftirspurn eftir vörum smáframleiðenda eykst stöð- ugt sem og skilningur fólks á mikil- vægi þeirra til að tryggja framþróun, fjölbreytni og fæðuöryggi í landinu, draga úr kolefnisspori, stuðla að byggðafestu, fjölga atvinnutæki- færum og halda á lofti matarhand- verki sem er hluti af menningararf- inum okkar og endurspeglar hefðir og samtíma nýsköpun. Á listanum eru fjölmörg mál og tækifæri sem við ætlum okkur að nýta og tengjast meginmarkmiði samtakanna sem er að stuðla að öfl- ugra samstarfi og auknum samtaka- mætti smáframleiðenda matvæla um land allt og megin tilganginum sem er að vinna að hagsmunamálum smáframleiðenda matvæla á öllum sviðum, vera málsvari þeirra og stuðla að framförum í málefnum sem þá varða. Oddný Anna Björnsdóttir, framkvæmdastjóri SSFM, ssfm.is. Hundurinn Aska sleppir ekki loppu af Bændablaðinu þegar í það næst. Hann virðist líka sammála eiganda sínum Þóri Kristinssyni um að Bændablaðið sé best, en hann sendi blaðinu þessa mynd því til sönnunar. LÍF&STARF
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.