Bændablaðið - 03.12.2020, Side 27

Bændablaðið - 03.12.2020, Side 27
Bændablaðið | Fimmtudagur 3. desember 2020 27 Hafðu samband 568 0100 www.stolpigamar.is Gámur er góð geymsla Stólpi Gámar bjóða gáma- lausnir fyrir atvinnulífið – til leigu eða sölu Einnig gámahús og salernishús frá Containex, færanlega starfsmannaaðstöðu frá EuroWagon.dk, gámar og vöruskemmur frá BOS, vörulyftur frá Maber og skemmur frá Hallgruppen. Rakaskiljur og blásara frá Heylo, rykvarnarkerfi frá ZIPWALL, og parket-og vinilklippur frá BULLET TOOLS.  þurrgáma  hitastýrða gáma  geymslugáma  einangraða gáma  fleti og tankgáma  gáma með hliðaropnun Óseyrarbraut 12 | 220 Hafnarfirði | Klettagörðum 5 | 104 Reykjavík Lely Center Ísland Reykjavík: Krókháls 5f – Sími 414 0000 – www.vbl.is Akureyri: Óðinsnes 2 – Sími 464 8600 RÚÐUR Í DRÁTTARVÉLAR FRÁBÆR VERÐ John Deere Zetor Case IH McCormick Steyr Claas Ford Fiat New Holland Deutz-Fahr Massey Ferguson LÍF&STARF Jólamarkaður Skógræktarfélags Reykjavíkur með breyttu sniði: Áhersla á upplifun utandyra Líkt og áður stendur Skóg ræktar­ félag Reykjavíkur fyrir fjöl­ breyttum við burðum á aðvent­ unni með markaðs stemningu og jólatrjáasölu, við Elliðavatn, á Hólms heiði og nú bætist við sala á trjám á Lækjartorgi. Áherslan verður meira á upplifun utandyra. Jólaskógar annarra skóg­ ræktarfélaga um allt land verða líka opnir almenningi, þeim sem vilja sækja sér tré sjálf í skóg­ inn. Upplýsingar um jólaskógana og ýmsar aðrar hagnýtar upplýs­ ingar um jólatré má finna á vef Skógræktarfélags Íslands (skog.is). Jólamarkaður allar aðventuhelgar Jólamarkaður við Elliðavatnsbæinn í Heiðmörk er haldinn allar aðventuhelgarnar. Þá verður einnig jólatrjáasala við Elliðavatnsbæinn alla virka daga frá 13.00–17.00, til og með 20. desember. Utandyra upplifun Á vef Skógræktarfélags Reykjavíkur (heidmork.is) kemur fram að vegna COVID­19 verði jólamarkaðurinn með breyttu sniði. Kaffisala verður utandyra og meiri áhersla á upplifun utandyra. Eru gestir hvattir til að klæða sig vel og nýta það einstaka útivistarsvæði sem Heiðmörk er. Út frá Elliðavatnsbænum sé fjöldinn allur af gönguleiðum sem sjá má á korti inn á heidmork.is. Ævintýraleg stemning verður í Rjóðrinu þar sem varðeldur mun loga á meðan markaðurinn er opinn. Jólatrjáasala – sjálfbær og vistvæn Megnið af jólatrjánum sem Skógræktar félag Reykjavíkur selur í ár, kemur úr Heiðmörk sem er 70 ára á þessu ári. Öll trén sem boðið er upp á á markaðnum eru íslensk og eru því mun vistvænni en innflutt tré. Kolefnisspor þeirra er margfalt minna en influttra trjáa og þau eru ræktuð án skordýraeiturs. Tröpputré, greinabúnt og eldiviður Einstök jólatré eru tré með mikla sér­ stöðu og koma í allskonar stærðum, gerðum, formum og tegundum. Á vef Skógræktarfélagsins segir að margir fastakúnnar komi sérstaklega vegna þessara trjáa og skemmti sér við að valið. Jólamarkaðstré Á hverju ári býður Skógræktar­ félagið myndlistarmanni eða hönnuði að skreyta jóla markaðstréð. Hönnuðurinn Hanna Whitehead sér um það í ár. Fyrir torgtréð var hannað sér jólaskraut en það var afhjúpað við opnun markaðarins 28. nóvember. Handverksmarkaðurinn Á vef Skógræktarfélags Reykjavíkur segir að á handverksmarkaðnum sé hægt að finna einstakar jólagjafir unnar af handverksfólki, bændum í matvælavinnslu og listamönnum. „Hraundís skógarbóndi verður með ilmkjarnaolíur sem hún vinnur úr skóginum sínum í Borgarfirði. Þau Berglind og Svavar í Havarí verða með sitt fjölbreytta vöruúrval – allt frá Boppi í Líf ertu að grínast boli og plaköt. Bændurnir frá Ytri­Hólmi verða með ekta hangilæri eins og þau voru upprunalega framleidd hér áður fyrr. Einstakar smíðavörur verða einnig á markaðnum og margt fleira. Til þess að tryggja að farið sé að fjölda takmörkunum og fjar­ lægðarmörkum á handverksmarkaði, verður handverksfólki fækkað og einstefna í gegnum rýmið. Rétt er að taka fram að handverksmarkað­ urinn verður aðeins haldinn ef sam­ félagslegar aðstæður leyfa,“ segir á vefnum. /smh Fyrir hvert keypt jólatré er hægt að gróðursetja önnur 50 tré. Mynd / Skógræktarfélag Reykjavíkur Jólamarkaðsstemning við Elliðavatnsbæinn. Mynd / smh

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.