Bændablaðið - 03.12.2020, Blaðsíða 28

Bændablaðið - 03.12.2020, Blaðsíða 28
Bændablaðið | Fimmtudagur 3. desember 202028 LÍF&STARF GróLind, spennandi verkefni um heildaryfirlit um stöðu gróðurs- og jarðvegsauðlinda: Bændur og aðrir eiga að geta vaktað sín eigin lönd í framtíðinni með hjálp snjallforrits í snjallsíma – segir Bryndís Marteinsdóttir, sérfræðingur hjá Landgræðslunni GróLind byggir á samkomulagi milli atvinnuvega- og nýsköpun- arráðuneytisins, Bændasamtaka Íslands, Landgræðslunnar og Lands samtaka sauðfjárbænda. Verkefnið er fjármagnað til 10 ára í gegnum núverandi búvörusamning og Landgræðslan hefur yfirumsjón með framkvæmd þess. Í verkefninu eru gróður- og jarðvegsauðlind- ir landsins vaktaðar með það að markmiði að meta ástand þeirra og breytingar þar á. Verkefnið er unnið í samvinnu við vísindasamfélagið, landnotend­ ur og aðra hagsmunaaðila. Lögð er áhersla á að verkefnið verði byggt á traustum vísindalegum grunni og muni nýtast landnotendum við að ná markmiðum um sjálfbæra land­ nýtingu. Bændablaðið ræddi við Bryndísi Marteinsdóttur um þetta verkefni, en hún er sérfræðingur hjá Landgræðslunni og verkefnisstjóri GróLindar. „Ég er fædd og uppalin í Mosfells­ bæ. Eftir menntaskóla fór ég í líffræði við Háskóla Íslands, staðráðin í að verða erfðafræðingur, eins og svo margir aðrir, enda Íslensk erfðagrein­ ing nýstofnuð á þessum tíma.“ Heillaðist mjög fljótlega af leyndardómum plantna „Ég heillaðist mjög fljótlega af leyndardómum plantna og hlutverki þeirra í vistkerfum og ákvað að sér­ hæfa mig í því frekar. Mín fyrsta vinna tengd náminu var að rannsaka land­ nám birkis á Skeiðarársandi sumarið 2004, og þó að allir hafi tekið eftir þeim gífurlega skógi sem er að vaxa upp á Skeiðarársandi núna var svar fólks við því þegar ég sagði þeim hvað ég var að gera oftast „ha – ertu ekki að ruglast eitthvað? Skeiðarársandur er bara auðn“. Í dag stoppar sama fólk mig á förnum vegi til að tala við mig um skóginn á Skeiðarársandi. Svona getur náttúran verið öflug. Ég fór svo út til Svíþjóðar í dokt­ orsnám og fjallaði verkefnið mitt um hvaða þættir stjórna því hvernig plöntur raðast saman í plöntusamfé­ lög. Eftir að ég kom heim fékk ég nýdoktorastyrk við Háskóla Íslands og starfaði þar í þrjú ár, m.a. við rannsóknir á Skeiðarársandi og við að rannsaka þau áhrif sem beit sauð­ fjár hefur á íslensk vistkerfi. Ég byrj­ aði svo að vinna hjá Landgræðslunni 2017, þegar ég tók við starfi sem ver­ kefnisstjóri GróLindar.“ Verkefnið GróLind á sér langa sögu – Hvernig kom hugmyndin að verk- efninu og var nauðsynlegt að koma því á að þínu mati? „Þetta verkefni á langa sögu, ýmsir hafa í gegnum tíðina bent á það að við þurfum svona vöktun, bæði vísindasamfélagið og land­ notendur, en það var ekki fyrr en 2017, þegar ákveðið var, að áeggj­ an Landssamtaka sauðfjárbænda, að leggja hluta af því fé sem fer í búvörusamningana í verkefni sem síðar fékk nafnið GróLind. Fram til ársins 2017 höfðu gróð­ ur­ og jarðvegsauðlindir landsins ekki verið vaktaðar á heildstæðan hátt og sú vöktun sem var í gangi var aðallega á svæðum sem verða fyrir áhrifum frá stóriðju og raf­ orkuframleiðslu. Það hafði þó farið fram mat og flokkun á ástandi lands m.a. í rofkortlagningunni frá 1997 og í Nytjalandinu. Það er í raun mjög furðulegt að á Íslandi, þar sem stór hluti landsins er nýttur til beitar, og þar sem við eigum við vandamál að stríða vegna landhnignunar, að það hafi ekki verið fyrir löngu farið í að vakta þessar auðlindir heildstætt. Flest lönd í kringum okkur hafa verið að vakta sín lönd í tugi ára, t.d. hafa beitarlönd í Ameríku verið vöktuð í hátt í 90 ár og í Ástralíu í hátt í 50 ár. En í dag erum við loks að byrja og það er mín trú og von að með GróLind séum við að leggja grunninn að vöktun þessara auðlinda um ókomna tíð,“ segir Bryndís. Í reglulegum samskiptum við forsvarsfólk Landssamtaka sauðfjárbænda og Bændasamtaka Íslands – Þið eruð í miklu samstarfi við bændur, út á hvað gengur það sam- starf? „Já, verkefnið safnar gögnum sem meta ástand auðlindanna og stuðla að sjálfbærri landnýtingu. Við verðum því að tryggja að gögnin sem við söfn­ um og aðferðafræðin okkar uppfylli ekki eingöngu strangar fræðilegar kröfur heldur séu einnig þannig að þær nýtist bændum. Þannig að í þró­ unarferlinu höfum við verið með fundi víða um land þar sem við kynnum verkefnið fyrir bændum og öðrum og fáum athugasemdir og hugmyndir frá þeim sem við notum svo til að þróa verkefnið áfram. Við erum einnig í reglulegum samskiptum við forsvars­ fólk Landssamtaka sauðfjárbænda og Bændasamtaka Íslands, sem eru aðilar að verkefninu, sem og þverfaglega faghópinn sem stendur á bak við verkefnið. Við viljum nefnilega með GróLind skapa upplýsingar sem nýtast og þá er mikilvægt að vinna með þeim sem eiga að nýta gögnin ásamt því að tryggja að gögnin standist kröfur vísindasamfélagsins.“ – Snjallsímar tengjast verkefninu, hvernig þá? „Það er rétt, við erum að þróa aðferðafræði til að bændur og aðrir geti metið ástand og vaktað sín eigin lönd með hjálp snjallforrits í snjall­ síma. Þannig verða bændur þátttak­ endur í vöktuninni, gögnin nýtast ekki aðeins bændum til að fylgjast með breytingum í sínu eigin landi heldur verða þau einnig notuð sem hluti af gagnasafni GróLindar til að meta ástand lands heildrænt. Við kortlögðum svo beitarsvæði lands­ ins í samstarfi við bændur á hverjum Bryndís Marteinsdóttir að störfum, en allar mælingar eru skráðar beint inn í spjaldtölvu og færast svo sjálfkrafa inn í gagnagrunn Landgræðslunnar. Með þessu sparast mikill tími enda óþarfi að færa skráningar af blöðum inn í tölvu eftir á. Sömuleiðis eru spjaldtölvurnar vatnsheldar og rifna ekki þegar þær blotna. Mynd / Áskell Þórisson Til að komast að staðsetningu vöktunarreita þarf oft að ganga 1-2 km, þá er gott að vera með góða bakpoka undir allan búnað. Mynd / Bryndís Marteinsdóttir Kornastærð jarðvegs á vöktunarsvæðinu er metin eftir stöðluðum aðferðum. Mynd / Áskell Þórisson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.