Bændablaðið - 03.12.2020, Síða 36

Bændablaðið - 03.12.2020, Síða 36
Bændablaðið | Fimmtudagur 3. desember 202036 LÍF&STARF Málþingið Lífræn ræktun, umhverfi og lýðheilsa: Dæmisögur um kindina og aðlögunar- ferlið að lífrænni vottun Í síðasta Bændablaði var greint frá málþinginu Lífræn ræktun, umhverfi og lýðheilsa, sem Fagráð í lífrænum búskap stóð fyrir og haldið var 12. nóvember. Tvö síð- ustu erindi málþingsins komust ekki að þá og því kemur hér umfjöll- un um þau. Sveinn Margeirsson, doktor í iðnaðarverkfræði og sveit- arstjóri í Skútustaðahreppi, fjallaði um lífræna vottun í samhengi við íslenska sauðfjárrækt og Sunna Hrafnsdóttir, garðyrkjubóndi með lífræna vottun á Ósi í Hörgársveit, veitti innsýn inn í feril lífrænnar aðlögunar. Yfirskrift erindis Sveins var „Framleiðsla og þjónusta í fram­ tíðarlandinu Íslandi sem byggir á lífrænni vottun: Dæmisagan um kindina“. Upplegg hans var því að nota íslensku sauðkindina sem dæmi fyrir allan landbúnað á Íslandi og möguleika lífrænt vottaðra matvæla. Hann sagði að sú umræða, sem geng­ ur út á að flokka allt lambakjöt sem „eins vöru“ hafi skemmt fyrir, bæði lífrænt vottaðri og „hefðbundinni“ framleiðslu. Ígrunda þyrfti vel alla ímyndarvinnu og markaðssetningu lambakjötsafurða. Gagnsæi fram­ leiðsluaðferða, hin félagslegu áhrif og upplifun væru meðal atriða í allri matvælaframleiðslu að verða æ mik­ ilvægari fyrir neytendur. Taka þarf til í regluverki heimaslátrunar og sölu Hann lagði áherslu á að það þyrfti að breyta þeirri staðreynd að bændur og frumframleiðendur matvæla væru með minnsta hluta framlegðar í virð­ iskeðjunni. Mikilvæg leið út úr þeirri stöðu sé að bændur geti markaðssett sínar vörur sjálfir og haft sem flesta þræði í hendi sér varðandi söluferl­ ana. Taka þurfi verulega til í reglu­ verkinu í kringum heimaslátrun og sölu, ef ekki eigi einfaldlega að leggja sauðfjárræktina af. Sömuleiðis gæti lífræn vottun fyrir íslenskt lambakjöt verið leið til sóknar. Svo nefndi Sveinn nokkur atriði sem þyrfti til, svo hægt væri að stefna að lífrænni vottun fyrir íslenska sauð­ fjárrækt. Hann sagði að ekki væri ásættanlegt hvernig gæði á lamba­ kjötsafurðum hefðu þróast, því þyrfti að snúa við og nefndi sérstaklega meyrnina. Lambakjöt er ekki allt eins Gleyma þyrfti þeirri goðsögn að allt lambakjöt væri eins, aðgreining á markaði væri grundvallaratriði í nútíma markaðsfræði. Þá þyrfti að virða þarfir og kröfur markaðar­ ins; til dæmis varðandi möguleika á viðskiptum í gegnum netið og í snjalltækjum en einnig kaup á staðbundnum vörum og uppruna­ merktum með rekjanleika. Sveinn sagði að með lífrænt vott­ uðum sauðfjárbúskap væri stuðlað að fæðuöryggi til framtíðar og hann teldi raunar að skilgreina ætti á hverju ári tiltekið lágmarks fram­ leiðslumagn sauðfjárafurða sem við vildum framleiða án allra innfluttra aðfanga. Í því tilliti þyrftum við að huga að því að nýta vel okkar auð­ lindir og ekki síst lífrænan úrgang. Endurskoða þarf eftirlitskerfið Að síðustu talaði Sveinn um þörfina fyrir endurskoðun á eftirlitskerfinu hvað varðar sauðfjárslátrun, það gæti haft gríðarlega mikil áhrif á bændur í lífrænt vottuðum sauð­ fjárbúskap og jafnvel meiri en hjá bændum í hefðbundnum búskap. Neytendur væru með skýra mynd af lífrænt vottuðum vörum og því betra að ná til þeirra með lífrænt vottaðar sauðfjárafurðir. Því mætti sjá fyrir sér að framleiðsla á slíkum afurðum myndi stóraukast með fullnýtingu afurða, betri þjónustu og sölu beint frá býli, væri eftirlitið ekki eins stíft og það er í dag. Fengu lífræna vottun á síðasta ári Sunna kom inn á málþingið með sjónarhorn garðyrkjubónda sem lokið hefur lífrænni aðlögun. Hún stýrir garðyrkjunni á Ósi í Hörgársveit ásamt manni sínum, Andra Sigurjónssyni, og móður, Nönnu Stefánsdóttur, og fengu þau land sitt vottað lífrænt á síðasta ári. Jörðin var keypt haustið 2016 og hafa þau mest látið að sér kveða í rækt­ un lífrænt vottaðra gulróta. Sunna útskrifaðist úr Garðyrkjuskólanum vorið 2018 af lífrænni braut skólans, en Nanna, móðir hennar, er skrúð­ garðyrkjumeistari og hefur unnið við garðyrkju í meira en 30 ár. Sunna sagði að á tveggja ára aðlögunartímanum hafi ráð­ gjöf í lífrænni ræktun skort hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðar ins (RML), en þau hefðu mjög þurft á henni að halda fyrst í stað. Hún sé undrandi á því að hún sé ekki enn í boði og henni finnst að það vanti ráðunaut þar í lífrænni ræktun. Uppbygging og fjárfesting Frá 2016 hafi verið byggð upp að­ staða á Ósi til að framleiða vörur, bæði vinnslurými í gömlum bragga sem var á jörðinni og svo sé verið að innrétta eldhús þar líka. Þá reistu þau sér 100 fermetra gróðurhús sem þjónar uppeldishlutverki fyrir græn­ metið. Hún segir að fjárfestingarkostn­ aður sé mikill í byrjun – og eigi eftir að vera það næstu árin – en þau hafi fengið lífrænan aðlögunarstuðn­ ing sem hafi breytt miklu í upp­ byggingarferlinu, sem hefur líka falist í kaupum á tækjakosti. Í lífrænt vottaðri garðyrkju fer mikill tími í að uppræta illgresi með höndunum, enda eru hvers kyns eit­ urefni bönnuð. Sunna segir að það sé kominn til sögunnar alls kyns tæknibúnaður til slíkra verka sem þau séu að skoða kaup á. Þá fer líka mikill tími og fjármagn í að byggja upp frjósemi jarðvegsins og segir hún að þau hafi lært heilmargt með tilraunum og einnig af mistökum í þeim málum – en líklega taki það um tíu ár að læra alveg inn á jörðina ræktunarmöguleikana á henni. Auka þarf beinan stuðning stjórnvalda Sunna ræddi því næst gott framtak hjá VOR (samtökum framleiðenda í lífrænt vottaðri framleiðslu) sem boðið hefur nýliðum upp á að fá heimsóknir frá reynslumiklum framleiðendum til ráðgjafar. Þau hafi notið góðs af því síðasta sumar þegar Svanhvít Konráðsdóttir frá Hæðarenda kom til þeirra ásamt Helga Jóhannessyni, garðyrkjuráðu­ nauti hjá RML. Gulræturnar á Ósi hafa selst vel í verslununum á Norðurlandi frá því í haust. Tíu tonna gulrótauppskera var í ár. Þau hafa einnig verið að prófa sig áfram með fleiri tegundir í ræktun og þau finna fyrir miklum áhuga á lífrænt vottuðum vörum. Því sé mikilvægt að mega setja lífræna vottunarmerkið frá Túni á umbúð­ irnar. Sunna telur að stefna stjórnvalda gagnvart lífrænt vottuðum búskap þurfi að breytast til að fólk sjái sér fært að byrja, því mjög erfitt sé að koma sér af stað. Auka þurfi beinan stuðning. /smh Sveinn Margeirsson, doktor í iðnaðarverkfræði og sveitarstjóri. Myndir / skjáskot frá málþinginu Sunna Hrafnsdóttir, garðyrkjubóndi með lífræna vottun á Ósi í Hörgársveit. Rannsókn á forustufé og hjarðhegðun í návígi við rándýr Í nýrri grein í Applied Animal Behaviour Science fjalla Emm Brunberga, Emma Eyþórsdóttir, Ólafur R. Dýrmundsson og Lise Grøvad um forustukindur og áhrif þess á hegðun hjarða sauðfjár kom- ist það í návígi við rándýr. Um er að ræða ritrýnda vísindagrein sem kom út í október 2020. Fram til þessa hafa erfðarann­ sóknir og erfðaval í sauðfjárrækt nánast eingöngu beinst að því að auka framleiðslu en litið framhjá atferli og hegðun eins og viðbrögðum fjárins við rándýrum. Forustukindur hafi áhrif á hegðun hópa Í greininni kemur fram að íslenskt forustufé hafi verið valið vegna sér­ stakra hegðunareinkenna eins og að leiða fjárhópa heim af afrétti þegar hætta stafar af. Eiginleikar eins og þessi geta reynst vel á svæðum þar sem mikið er um rándýr og í rann­ sókninni var kannað hvort viðbrögð og hegðunarmunstur fjárhópa með og án forustufjár væri misjafnt við rask vegna rándýra. Rannsóknin fór þannig fram að atferli lítilla hópa sauðfjár með og án forustukinda var skoðað á meðan maður, hundur og dróni fór um til­ raunasvæðið. Athugunin sýndi að hópar forustukinda eyddu meiri tíma við beit en hópar án forustusauðar og voru auk þess fljótari að jafna sig og taka upp eðlilega hegðun eftir rask af völdum hunda eða manna. Auk þess sem hópur fjár með forustukind staðsetti sig nær flóttaleiðum en hópar án forustukinda og það fellur vel að kenningunni um að forustufé leiði hjörðina heim þegar hætta steðjar að. Aftur á móti var fé þar sem forustukind var í hópnum meira á ferðinni miðað við hópa án for­ ustukinda þegar dróni var látinn fljúga yfir tilraunareitina. Ástæða þess kann að vera sú að báðir hóparnir þekktu til manna og hunda en ekki dróna og af þeim sökum jafnað sig fyrr eftir rask hunda eða manna en forustukindur verið meira á varðbergi gagnvart drónan­ um. Að rannsókninni lokinni virðist líklegt að vera forustukindar í hópn­ um hafi áhrif á hegðun hópsins og breyti henni. Flytja átti forustufé til Noregs Ólafur R. Dýrmundsson, einn af aðstandendum rannsóknarinnar, sagði í samtali við Bændablaðið að til hafi staðið að flytja forustukindur til Noregs og kanna hvort þær gætu dregið úr vanhöldum í fjárhópum af völdum rándýra vegna þess hve forystukindur sýna mikla árvekni. „Vísbendingar um slíka verndun voru komnar fram í íslensku fé í Kanada um aldamótin. Því miður var okkur í þessu norsk­íslenska verkefni ekki leyft að flytja for­ ystufé til Noregs og því var sett upp vel skipulögð tilraun á Hesti í Borgarfirði.“ – Hann segir að niðurstöðurnar staðfesti suma þá arfbundnu atferliseiginleika sem einkenni íslenskt forystufé, sem er einstakt á heimsvísu. /VH Atferliseiginleikar íslensks forystufjár eru einstakir á heimsvísu.

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.