Bændablaðið - 03.12.2020, Síða 47

Bændablaðið - 03.12.2020, Síða 47
Bændablaðið | Fimmtudagur 3. desember 2020 47 8,82 fyrir hæfileika; 9,0 fyrir tölt, skeið, samstarfsvilja og fegurð í reið og 9,5 fyrir brokk. Þá er einnig áhugavert að nefna hryssuna sem var í fjórða sæti í þessum flokki en það er klárhryssan Svarta Perla frá Álfhólum, ræktandi hennar er Sara Ástþórsdóttir en eigandi er Millfarm Corp ehf. Hún er undan Eldhuga frá Álfhólum og Dimmuborg frá Álfhólum. Svarta Perla er eitt eftir- tektarverðasta hross sem kom fram í ár en hún hlaut 9,5 fyrir tölt, brokk, hægt stökk, samstarfvilja og fegurð í reið. Þá hlaut hún einnig 9,5 fyrir samræmi en hún er afar fínleg, þurr- byggð og framhá. Svarta Perla er einstök hvað léttleika varðar og býr yfir miklu fjaðurmagni og flinkheit- um á gangi, næm, létt og spilandi viljug og er í raun eins og dunandi djasslag á fjórum fjaðrandi fótum. 289 hryssur komu til dóms í elsta flokki Í elsta flokki hryssna, 7 vetra og eldri, komu 289 hryssur til dóms eða um 28% sýndra hrossa. Með þriðju hæstu einkunn ársins, 8,60, var Auður frá Varmalandi í Sæmundarhlíð. Ræktendur og eigendur hennar eru Birna Sigurbjörnsdóttir og Sigurgeir Þorsteinsson. Auður er undan Auði frá Lundum II og Flugu frá Varmalandi. Auður er glæsilega og vel gerð hryssa með 8,83 fyrir sköpulag, þar sem hæst ber 9,0 fyrir háls, herðar og bóga, samræmi og hófa og 9,5 fyrir bak og lend. Auður er alhliða hryssa með 8,48 fyrir hæfileika; 8,5 fyrir tölt, 9,0 fyrir skeið, samstarfsvilja og fegurð í reið. Jafnar með 8,73 í aðaleinkunn eru þær Hremmsa frá Álftagerði III og Fold frá Flagbjarnarholti. Hremmsa er undan Eldi frá Torfunesi og Gjálp frá Álftagerði IV. Ræktendur eru Arngrímur Geirsson og Gígja Sigurbjörnsdóttir en Gígja er eigandi hryssunnar. Hremmsa er myndarleg og öflug alhliða hryssa með 8,43 fyrir sköpulag. Reist, framhá og fótahá. Þá er hún gæðingur á gangi með 8,89 fyrir hæfileika þar sem hæst ber 9,0 yfir tölt, samstarfsvilja og fegurð í reið, 8,5 fyrir skeið og 9,5 fyrir brokk. Eldur frá Torfunesi hefur verið að skila góðum afkvæmum til dóms á síðastliðnum árum, skrokkmjúkum og traustum í lund og virðist vera að gefa afar góða reiðhesta og svo afrekshross í bland. Einnig með 8,73 í aðaleinkunn var á árinu Fold frá Flagbjarnarholti en hún stóð ofar á Landssýningunni þar sem hún var hærri fyrir hæfileika. Fold er undan Ómi frá Kvistum og Gyðju Baldursdóttur frá Lækjarbotnum, af afreks- og skeið- línu í móðurlegg. Fold er fínleg og prúð hryssa með afar sterka yfirlínu í baki. Þá er hún flink á gangi, létt- stíg og hágeng með 9,0 fyrir tölt, 8,5 fyrir brokk og 9,5 fyrir skeið enda frábær á þeirri gangtegund. Þá er hún afar viljug og þjál með 9,5 fyrir samstarfsvilja. Með hæstu einkunn ársins í elsta flokki hryssna er Harpa Sjöfn frá Hvolsvelli en hún var sýnd á síð- sumarssýningu á Hólum. Ræktendur hennar eru Helga Friðgeirsdóttir og Ásmundur Þórisson og eigendur eru Anja Egger-Meier og Bjarni Jónasson. Harpa Sjöfn er undan Mjölni frá Hlemmiskeiði 3 og Orku frá Hvolsvelli. Harpa er með 8,70 fyrir sköpulag; 9,0 fyrir háls, herð- ar og bóga, samræmi og hófa, enda reist, sterkbyggð og bolfalleg. Þá er hún fjölhæfur alhliða gæðingur, skrefmikil og ganghrein með 8,95 fyrir hæfileika. 31 hestur í flokki fjögurra vetra stóðhesta Í flokki fjögurra vetra stóðhesta voru sýndir 31 hestar eða um 4% sýndra hrossa. Með þriðju hæstu einkunn ársins er Árvakur frá Auðsholtshjáleigu en hann var sýndur á miðsumarssýn- ingu á Hellu og hlaut 8,26 í aðal- einkunn. Ræktendur eru Kristbjörg Eyvindsdóttir og Gunnar Arnarson og eigandi er Gunnar Arnarson ehf. Árvakur er undan Álfarni frá Syðri-Gegnishólum og Rímu frá Auðsholtshjáleigu. Árvakur er stólpagripur sem á framtíðina fyrir sér, myndarlegur og skrefmikill. Hann hlaut 8,34 fyrir sköpulag þar sem hæst ber 9,0 fyrir bak og lend og 8,5 yfir samræmi, fótagerð og hófa. Þá er hann afar efnilegur alhliða hestur og hlaut fyrir hæfileika 8,22. Með aðra hæstu einkunn ársins var Skyggnir frá Skipaskaga en hann hlaut 8,35 í aðaleinkunn. Ræktendur hans eru Sigurveig Stefánsdóttir og Jón Árnason en eigandi er Skipaskagi ehf. Skyggnir er undan Skýr frá Skálakoti og Skynjun Þóroddsdóttur frá Skipaskaga. Skyggnir er glæsilega gerður hestur með 8,56 fyrir sköpulag en hann hlaut 9,0 fyrir háls, herðar og bóga, samræmi og fótagerð. Skyggnir er efnilegur alhliða hestur með 8,23 fyrir hæfileika en hann hlaut 9,0 fyrir samstarfsvilja og 8,5 fyrir tölt, skeið og fegurð í reið. Með hæstu einkunn ársins í flokki fjögurra vetra stóðhesta og efstur á Landssýningunni var Róbert frá Kirkjufelli, með 8,45 í aðaleinkunn. Ræktandi hans er Bryndís Mjöll Gunnarsdóttir og hún er einnig eig- andi ásamt Skipaskaga ehf. Róbert er undan Skýr frá Skálakoti og Gjólu Gustsdóttur frá Skipaskaga. Róbert hlaut 8,54 fyrir sköpulag en hæst hlaut hann 9,0 fyrir samræmi, fótagerð og réttleika en einnig hlaut hann 8,5 fyrir háls, herðar og bóga. Þá fékk hann 8,39 fyrir hæfileika þar sem hæst ber 9,0 fyrir samstarfsvilja og 8,5 fyrir tölt, skeið, hægt stökk, fet og fegurð í reið og er Róbert efni í myndarlegan, skrefmikinn, ganghreinan og þjálan alhliða hest. 99 hestar í fullnaðardóm í flokki fimm vetra stóðhesta Í flokki fimm vetra stóðhesta komu fram 99 hestar í fullnaðardóm eða 10% sýndra hrossa. Með þriðju hæstu einkunn ársins var Sindri frá Hjarðartúni með 8,58 í aðaleinkunn. Ræktandi er Óskar Eyjólfsson og eigendur eru Einhyrningur ehf, Bjarni Elvar Pétursson og Kristín Heimisdóttir. Sindri er undan Stála frá Kjarri og Dögun frá Hjarðartúni en hún er undan heiðursverðlaunahryssunni Dögg frá Breiðholti. Sindri er ágæt- lega gerður í sköpulagi með 8,0 fyrir háls, herðar og bóga og 8,5 fyrir bak og lend og samræmi. Þá er Sindri frábær alhliða gæðingur með 8,75 fyrir hæfileika; hágengur, fímur og rúmur, með 9,0 fyrir tölt og hægt tölt sem er afar verðmætt. Einnig er hann með 9,0 fyrir skeið, sam- starfsvilja og fegurð í reið. Með aðra hæstu ársins var Hilmir frá Árbæjarhjáleigu II, undan Spuna frá Vesturkoti og Eldingu frá Árbæjarhjáleigu II og er hann því bróðir Jarls frá sama bæ. Ræktandi er Marjolijn Tiepen og eigandi er Katrin Taylor-Sheehan. Hilmir er mjúkvaxinn og sterkbyggður með 8,50 fyrir byggingu þar sem hæst ber 9,0 fyrir fótagerð. Hilmir er afar fjölhæfur og jafnvígur alhliða hestur með 9,0 fyrir tölt, hægt stökk, sam- starfsvilja og fegurð í reið; skref- mikill, mjúkur og hágengur, með einkar trausta lund. Hæstu einkunn í þessum flokki hlaut Leynir frá Garðshorni á Þelamörk en hann hlaut 8,77 í aðaleinkunn. Ræktendur hans eru Agnar Þór Magnússon og Birna Tryggvadóttir og eigandi er Sporthestar ehf, Leynir er undan Höfðingja frá Garðshorni á Þelamörk og Grósku frá sama bæ. Leynir hlaut 8,58 fyrir sköpulag, með 9,0 fyrir háls, herðar og bóga og bak og lend, enda með afar hátt settan, hvelfdan og reistan háls og sterka yfirlínu. Leynir hlaut fyrir hæfileika 8,88, afar viljugur og samstarfsfús, rúmur og teygju- mikill í ganglagi, með 9,0 fyrir tölt, brokk og skeið og 9,5 fyrir samstarfsvilja. 84 hestar í flokki 6 vetra stóðhesta Í flokki 6 vetra stóðhesta voru sýndir 84 hestar í fullnaðardóm eða um 8% sýndra hrossa. Með þriðju hæstu einkunn ársins var Tumi frá Jarðbrú með 8,61 í aðaleinkunn. Tumi er undan Trymbli frá Stóra-Ási og Gleði frá Svarfhóli, ræktandi og eigandi er Þröstur Karlsson. Tumi hlaut fyrir sköpulag 8,56 en hann er með afar sterka yfirlínu í hálsi og baki og hálsinn er reistur og rétt lagaður. Fyrir hæfileika hlaut Tumi 8,63 þar sem hæst ber 9,0 fyrir tölt og brokk, samstarfsvilja og fegurð í reið; enda hágengur og léttstígur og einkar takt- viss og öruggur á brokki. Með aðra hæstu einkunn ársins var Eldjárn frá Skipaskaga með 8,72. Ræktandi hans er Jón Árnason og eigandi er Skipaskagi ehf. Eldjárn er undan Jarli frá Árbæjarhjáleigu II og Glímu frá Kaldbak. Eldjárn er stórmyndarlegur, sterkbyggður og prúður hestur enda með 9,0 samræmi og hófa, 9,5 fyrir fótagerð, 10 fyrir prúðleika og 8,5 fyrir frambyggingu. Fyrir hæfileika hlaut Eldjárn 8,71; mjúkur og takthreinn á tölt, ferð- mikill og öruggur á skeiði, viljugur með afar trausta lund og fasmikla framgöngu. Með hæstu einkunn ársins í þessu flokki var svo Viðar frá Skör með 8,89 í aðaleinkunn. Ræktandi hans er Karl Áki Sigurðsson og eigend- ur eru Flemming Fast og Gitte Fast Lambertsen. Viðar er undan Hrannari frá Flugumýri II og Vá frá Auðsholtshjáleigu. Viðar hlaut fyrir sköpulag 8,76 þar sem hæst ber 9,0 fyrir bak og lend og 9,5 fyrir samræmi. Þá hlaut Viðar 8,96 fyrir hæfileika þar sem hæst ber 9,5 fyrir brokk og m.a. 9,0 fyrir tölt, fet, samstarfsvilja og fegurð í reið enda skrokkmjúkur, skrefmikill og hágengur og voldugur á brokki. Sýndir voru 76 hestar í elsta flokki stóðhesta Í elsta flokki stóðhesta voru sýndir 76 hestar eða rúmlega 7% sýndra hrossa. Með þriðju hæstu einkunn ársins var Rauðskeggur frá Kjarnholtum I með 8,87 í aðaleinkunn. Ræktandi og eigandi hans er Magnús Einarsson. Rauðskeggur eru undan Kiljan frá Steinnesi og Heru frá Kjarnholtum. Rauðskeggur er þekktur gæðingur og fór í ár í sinn hæsta dóm. Fyrir sköpulag hlaut hann 8,76; með reistan, hátt settan og hvelfdan háls, framhár og fótahár með sterka yfir- línu. Fyrir hæfileika hlaut hann 8,92, þar sem hæst ber 9,5 fyrir skeið og samstarfsvilja og 9,0 fyrir tölt, hægt tölt, greitt stökk og fegurð í reið. Með aðra hæstu einkunn ársins var Sólon frá Þúfum en hann er undan Trymbli frá Stóra-Ási og Kommu frá Hóli við Dalvík, ræktendur eru Gísli Gíslason og Mette Mannseth. Sólon er með 8,51 fyrir sköpulag; með reistan og mjúkan háls, hátt frambak og myndarlegur á velli. Þá er Sólon með afar fallega framgöngu undir manni, nýtir hálsinn afar vel, reistur og hvelfdur með léttar og háar hreyfingar. Hann hlaut 9,5 fyrir tölt, 9,0 fyrir brokk, skeið og fegurð í reið og 10 fyrir samstarfsvilja enda sameinar hann mikinn vilja, næmni og yfirvegun. Með hæstu einkunn ársins í elsta flokki stóðhesta í ár var Álfaklettur frá Syðri-Gegnishólum með 8,94 í aðaleinkunn sem var hæsta aðal- einkunn sem kynbótahross hlaut á árinu. Ræktandi og eigandi hans er Olil Amble. Álfaklettur er undan Stála frá Kjarri og hinni mögnuðu Álfadísi frá Selfossi. Álfaklettur hlaut fyrir sköpulag 8,82 enda afar fríður á höfuð, með reistan, hvelfdan og fínlegan háls, sterka yfirlínu og einstakt samræmi; fram- hár, léttbyggður og fótahár. Fyrir hæfileika hlaut hann 9,01. Þar hefur hann magnaðar einkunnir, 9,5 fyrir skeið og samstarfsvilja; afar sam- starfsfús og viljugur og 9,0 fyrir tölt, hægt tölt, brokk, greitt stökk og fegurð í reið. Hann var efstur á Landssýningunni í elsta flokki stóðhesta og skartaði þar sínum miklu og góðu kostum; léttleika, fimi og fjölhæfni og afar heillandi framgöngu en fínleikinn, fríðleikinn og léttleikinn setja punktinn yfir i-ið þegar kemur að hans miklu reiðhest- skostum. Heilbrigðisskoðanir kynbótahrossa Heilbrigði kynbótahrossa var skoðað eins og undanfarin ár, bæði fyrir og eftir dóm. Allir áverkar sem hrossin hlutu í dómi voru stigaðir í þrjá flokka og átti þetta við bæði særindi í munni og ágrip á fótum. Fyrsta stigs athugasemdir teljast ekki vera eiginlegir áverkar en eru t.d. særindi í munni sem ná ekki í gegnum slímhúð eða strokur á fótum sem ná ekki í gegnum húð og eru án eymsla eða bólgu. Annars stigs athugasemdir eru áverkar, s.s. lítil sár í munni eða ágrip á fótum sem ná þó ekki einum cm. Þriðja stigs athugasemdir eru alvarlegir áverkar og á þá lund að hrossið hlýtur ekki reiðdóm og getur ekki mætt til yfirlitssýningar. Skráð voru ágrip á fótum í 12% tilfella sem er töluvert lægra en undanfarin ár og hefur aldrei verið lægra en t.d. í fyrra þá var heildartíðni ágripa 19%. Megnið af þessu athugasemd- um eða tæplega 70% voru í flokki 1, tíðni eiginlegra áverka á fótum (flokkar 2 og 3) var því um 4%, þar sem áverkar af þriðja stigi fundust bara á einu hrossi. Þetta er lægra en í fyrra en þá var tíðni þeirra 5%. Þá voru skráð særindi eða blóð í munni í 3,5% tilfella og var í nær öllum tilfellum um 1. stigs sær- indi að ræða. Það má því segja að staðan á þessum málum sé góð þar sem tíðni eiginlegra áverka er lág og hefur sem fyrr segir aldrei verið lægri. Það verða þó allir sem koma að sýningunum að vera á tánum í þessum efnum. Undirbúningur og sýningar kyn- bótahrossa hafa að sjálfsögðu verið að batna og orðið hestvænni með árunum. Þá má leiða að því líkum að þessi góða niðurstaða í ár sá að hluta til nýjum dómskala og vægistuðlum að þakka þar sem meiri áhersla er lögð á yfirvegun, janvægi og gæði á hægum gangi. Starfsfólk og staðarhaldarar Að lokum er rétt og ljúft að þakka öllu starfsfólki sýninganna fyrir vel unnin störf á árinu eins og vant er. Þetta er vel þjálfaður og sam- hentur hópur starfsfólks sem kemur að sýningunum á hverju ári. Þá tóku nýir dómarar til starfa í ár en það voru þau Elisabeth Marie Trost og Gísli Guðjónsson, þau eru boðin hjartanlega velkomin í hópinn en þau eru afar efnileg í þessu starfi; vel menntuð á þessu sviði og áhugasöm. Einnig vil ég þakka gott samstarf við staðarhaldara á hverjum stað en alls staðar er verkefninu tekið af áhuga og metnaði og reynt að hafa alla þætti sýninganna sem besta. Þá vil ég að þakka sýnendum, ræktendum og eigendum hrossanna fyrir skemmti- lega viðkynningu og gott samstarf á árinu. Skýr frá Skálakoti hlaut heiðurverðlaun fyrir afkvæmi á árinu og Sleipnis­ bikarinn. Álfaklettur frá Syðri­Gegnishólum var hæsta dæmda kynbótahross ársins. Sími: 517-8240 - Súðarvogur 20 - www.eyjalind.is Vertu vinur okkar á Facebook Sæti og varahlutir í - Lyftara - Vinnuvélar - Vörubíla - Báta

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.