Bændablaðið - 03.12.2020, Síða 50

Bændablaðið - 03.12.2020, Síða 50
Bændablaðið | Fimmtudagur 3. desember 202050 Þróunaraðstoð hefur margs konar birtingarform og algengt er að þeir sem þurfa á aðstoð að halda fái matargjafir, tæki og tól eða annað slíkt sem hefur verið keypt fyrir fjármagn sem hefur tekist að safna. Slík þróunaraðstoð á klárlega rétt á sér í ákveðnum tilfellum en stundum hentar annars konar aðstoð betur. Undanfarna áratugi hafa verið ótal þróunarverkefni í gangi í Afríku og hefur árangurinn ekki alltaf verið góður. Ágætt dæmi má nefna frá Túnis þar sem bændum í norðurhluta landsins voru færð tæki og tól til akuryrkju fyrir nokkrum áratugum en verkefnið var fjármagnað af frönskum aðilum. Bændurnir voru auðvitað þakklátir fyrir gjafirnar en það láðist að kenna þeim almennilega að nota tækin og viðhalda þeim og í dag má sjá þessar græjur víða um sveitirnar í Túnis, standandi óhreyfðar vegna vankunnáttu og viðhaldsleysis. Þetta eina verkefni, sem er líklega bara eitt af mörgum, sýnir að þróunarverkefnum þarf að fylgja eftir og vinna upp með annars konar hætti og líklega myndi ekki nokkrum detta í hug að gera svona í dag eins og gert var í Túnis hér á árum áður. Ráðgjöf skilvirkasta þróunaraðstoðin Ein skilvirkasta leiðin til að veita þróunaraðstoð er að veita ráðgjöf og kenna verklag til að nýta þær aðstæður sem eru til staðar á þeim stað þar sem verið er að veita þróunaraðstoðina. Þetta er sú leið sem langoftast er farin í dag þegar verið er að þróa mjólkurframleiðslu í þróunarlöndunum og nýverið birtist einmitt um þetta einkar áhugaverð grein, í fagtímaritinu Journal of Dairy Science, um það hvernig staða kúabænda í Senegal hefur gjörbreyst í kjölfar þróunarverkefnis þar í landi. Stóraukin eftirspurn eftir próteinríkri fæðu úr dýraríkinu í Afríku Senegal er í Vestur-Afríku og eitt af 54 löndum þessarar heimsálfu sem er hvorki meira né minna en 294 falt stærri en Ísland enda næststærsta heimsálfa í heimi! Senegal er land sem er flokkað sem lág- og með- altekjuland og er eitt margra landa í Afríku sem eru flokkuð þannig, en með batnandi efnahag í þessum löndum er því spáð að eftirspurn eftir landbúnaðarvörum og þá sér- staklega kjöti og mjólk muni aukast verulega á komandi áratugum. Í dag er eftirspurninni eftir bæði kjöt- og mjólkurvörum í þessum löndum að mestu sinnt af hálfgerðum ör- búum og smáframleiðendum innan landanna og svo með innflutningi. Segja má að flest löndin sem búa við þessar aðstæður, þ.e. að sjá fram á stóraukna eftirspurn eftir prótein- ríkri fæðu úr dýraríkinu, stefni að því að auka verulega framleiðsluna heima fyrir svo löndin verði síður háð innflutningi. Í Senegal er lögð áhersla á að gera landið óháð innflutningi Stjórnvöld í Senegal eru gott dæmi um þetta. Þar hefur verið lögð Á FAGLEGUM NÓTUM Snorri Sigurðsson snorri.sigurdsson@outlook.com Krýsi er skrýtið orð en það hefur náð að festa sig nokkuð vel í sessi í málinu. Það er myndað af latnesku heiti einnar ættkvíslar körfublóma, Chrysanthemum, sem er dregið af forngríska heitinu chrysos (gull) og anthemon sem þýðir blóm. Gullblóm. Eldra íslenskt heiti yfir tegund- ina er tryggðablóm eða krýsantema, jafnvel prestafífill. Við þekkjum margar tegundir skyldar krýsa úr görðum okkar og náttúru en varla kemst nokkur þeirra nærri hinum ræktaða krýsa að blómfegurð. Latneskt heiti tegundarinnar hefur lengst af verið Chrysanthemum morifolium. Eldforn ræktunarjurt Krýsi er tegund sem á sér ævalanga ræktunarsögu. Hún hefur verið ræktuð til skrauts að minnsta kosti síðan á tíma Konfúsíusar í Kína og trúlega mun lengur. Japanir eru frægir fyrir kynbætur sínar og aðdáun á krýsa enda hafa þeir ræktað hann í þúsund ár og þeir hafa gert hann að sínu þjóðarblómi. Þar er krýsi bæði ræktaður sem garðplanta og afskorið blóm. Í Evrópu hefur tegundin verið þekkt í ræktun a.m.k. frá 17. öld. Snemma á 19. öld fóru evrópskir blómaáhugamenn að kynbæta krýsa, með ágætum árangri. Nú er krýsi í 6. sæti yfir vinsælustu afskornu blómin í heiminum. Nær hundrað ár í ræktun á Íslandi Íslenskir garðyrkjubændur hafa ræktað tegundina í gróðurhúsum sínum í næstum því hundrað ár og alltaf heldur hún vin- sældum sínum. Fjöldi afbrigða eru í ræktun, algengust eru svo kölluð „Spray“-afbrigði sem geta myndað fjöldamargar blóm- greinar á sama blómstöngli og litaúrvalið er mikið. Einnig eru vinsæl „Standard“ afbrigði sem eru látin mynda eitt stórt blóm á hverri grein. Önnur yrki sem gaman er að nota í blómvendi eru með óvenjulega blómlögun, til dæmis kúlulaga eða hafa löng, þráðlaga smáblóm í körfunni. Krýsi er skammdegisplanta Algengt var að garðyrkjubændur ræktuðu krýsa í gróðurhúsum sínum frá því snemma vors og fram eftir hausti. Með vaxtarlýs- ingu er vel hægt að rækta krýsa allt árið. Tegundin kýs við nátt- úrulegar aðstæður að blómstra þegar dag tekur að stytta. Til að ná fram blómmyndun á réttum tíma þarf þess vegna að stýra vexti plantnanna með daglengdar- stjórnun. Græðlingar eru settir þétt saman í beð og þeim haldið í örum vexti við góð birtuskil- yrði þar til plönturnar hafa náð hæfilegum þroska. Þá tekur við tímabil í ræktuninni þar sem plönturnar eru myrkvaðar hluta úr sólarhring. Séð er til þess að birtutíminn verði ekki lengri en 10-11 klukkustundir á sólar- hring, til að koma blómmyndun af stað. Myrkvunartíminn getur verið um 2 mánuðir. Myrkvun er ýmist framkvæmd á þann hátt að ljósþéttur dúkur er dreginn yfir beðin kvölds og morgna eða þá að notaður er sjálfvirkur búnaður til að myrkva heil gróðurhús eða ræktunareiningar. Myrkvun er vel þekkt til að kalla fram blómmyndun skamm- degisplantna. Til dæmis eru jólastjörnur meðhöndlaðar á svip- aðan hátt til að stýra því hvenær þær fá sinn fallega lit. Það sama á við um nóvember- eða jólakakt- us, hann þarf að fá stuttan dag til að blómin njóti sín sem best. Að loknu myrkvunartímabilinu er ekki langt í að plönturnar taki að blómstra. Fjölgað með græðlingum Græðlingar eru notaðir til að fjölga krýsa. Þeir eru ræktaðir hjá garðyrkjubændum af sérstökum móðurplöntum sem þarf að með- höndla á allt annan hátt en þær greinar sem eiga að mynda blóm. Því er algengara að ræktendur, bæði hér á landi og í Evrópu notist við græðlinga sem framleiddir eru nær miðbaug, td. í Afríkulöndum og fluttir hingað með flugi. Ella myndi ræktunin verða óþarflega tafsöm og þannig má halda rækt- unarkostnaði og útsöluverði niðri. Íslensk framleiðsla allt árið Framleiðendur geta með daglengdarstjórnun og annarri ræktunartækni stýrt framleiðslunni mjög nákvæmlega svo bjóða megi ferskan og fallegan afskorinn krýsa allt árið. Eftir skurð og með réttri meðhöndlun í heimahúsum er hægt að njóta þeirra í 2-3 vikur. Langstæstur hluti krýsa á markaði hér á landi er ræktaður í íslenskum gróðurhúsum. Ingólfur Guðnason námsbrautarstjóri garðyrkjuframleiðslu Garðyrkjuskóla LbhÍ Reykjum, Ölfusi. GARÐYRKJUSKÓLI LBHÍ REYKJUM Krýsi – tryggðablóm Japanir eru frægir fyrir kynbætur sínar og aðdáun á krýsa enda hafa þeir ræktað hana í þúsund ár og þeir hafa gert hann að sínu þjóðarblómi. Myndir / Guðríður Helgadóttir Íslenskir garðyrkjubændur hafa ræktað krýsa í gróðurhúsum í næstum því hundrað ár og alltaf heldur hann vinsældum sínum. Fagleg ráðgjöf og nýtt erfðaefni hefur gjörbreytt kúabúskapnum í Senegal Zebu kýr mjólkuð í Senegal. Þar hafa stjórnvöld lagt áherslu á það undanfarna áratugi að efla þarlendan landbúnað til að gera landið óháð innflutningi og hefur hér sérstaklega í því sambandi verið horft til mjólkurframleiðslunnar. Mynd / afrika-milk.org Kýr af afrískum uppruna mjólka oftast afar lítið og oft ekki nema í kringum 10 kíló á dag. Sem kunnugt er mjólka t.d. kýr af Holstein kúakyninu um og yfir 30 kíló á dag og allt upp í rúmlega 50 kíló á dag. Senegal, sem er 196.712 km2, sýnist ekki vera stór hluti af Afríku. Landið er samt nærri tvöfalt stærra en Ísland og munar þar 93 þúsund ferkílómetrum og íbúarnir 15,8 milljónir.

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.