Bændablaðið - 03.12.2020, Side 51

Bændablaðið - 03.12.2020, Side 51
Bændablaðið | Fimmtudagur 3. desember 2020 51 Röðun eftir kynbótamati aðaleinkunnar Fæðingarnúmer Nafn Uppruni Kynbótamat aðaleinkunnar Kynbótamat aðaleinkunnar án skeiðs 1 IS2003201166 Þóra Prestsbæ 136 129 2 IS2000236511 Happadís Stangarholti 127 127 3 IS2002256955 Þjóð Skagaströnd 127 121 4 IS2005284976 Vordís Hvolsvelli 126 126 5 IS2001266211 Myrkva Torfunesi 122 122 6 IS2003265892 Karitas Kommu 122 132 7 IS2006287105 Storð Stuðlum 122 117 8 IS2001286003 Örk Stóra-Hofi 122 128 9 IS1999287759 Þruma Hólshúsum 121 126 10 IS1997258874 Hending Úlfsstöðum 120 130 11 IS2000235940 Vaka Hellubæ 120 122 12 IS1995284600 Gerða Gerðum 120 115 13 IS1998284011 Gná Ytri-Skógum 119 123 14 IS2000266019 Dúsa Húsavík 119 114 15 IS1999286988 Lady Neðra-Seli 119 111 16 IS2003237209 Hilda Bjarnarhöfn 119 114 17 IS2000237637 Alda Brautarholti 118 124 18 IS1999286133 Nótt Ármóti 118 114 19 IS2000236512 Kyrrð Stangarholti 118 127 20 IS1995287138 Urður Sunnuhvoli 117 123 21 IS2001287660 Gráhildur Selfossi 116 117 22 IS1996286916 Surtsey Feti 116 117 23 IS1997266640 Hrauna Húsavík 116 115 24 IS2001287702 Spóla Syðri-Gegnishólum 116 109 25 IS2002265005 Esja Sól Litlu-Brekku 116 106 26 IS1995286808 Tara Lækjarbotum 114 117 27 IS2000284556 Sveina Þúfu í Landeyjum 112 116 28 IS1994257379 Elding Hóli 112 120 29 IS2002287811 Jórún Blesastöðum 112 117 30 IS1995284672 Gáska Álfhólum 110 118 31 IS1992258442 Sending Enni 108 116 HROSS&HESTAMENNSKA 31 hryssa með heiðursverðlaun fyrir afkvæmi 2020 Hryssan Þóra frá Prestbæ er í efsta sæti í heiðursverðlauna- flokki fyrir afkvæmi hryssa 2020. Hlaut hún 136 stig í aðal- einkunn kynbótamats og 129 stig í aðaleinkunn kynbótamats án skeiðs. Í öðru sæti á listanum er Happadís frá Stangarholi með 127 stig í báðum kynbótamatsflokkum og Þjóð frá Skagaströnd er í þriðja sæti með 127 í aðaleinkunn kyn­ bótamats og 121 stig í kynbótamati án skeiðs. Alls hlutu 31 hryssa heiðurs­ verðlaun fyrir afkvæmi á árinu en til að hljóta verðlaunin þarf hryssan að eiga að lágmarki fimm dæmd afkvæmi og vera með 116 stig í kynbótamati fyrir aðaleinkunn eða aðaleinkunn án skeiðs. Hérna má sjá lista yfir þær hryssur sem náðu þessum merka áfanga á árinu, kynbótamat fyrir aðaleinkunn og aðaleinkunn án skeiðs. Röðun hryssna er eftir kyn­ bótamati aðaleinkunnar, nokkrar hryssur eru jafnar að stigum en röðun þeirra fer þá eftir aukastöf­ um kynbótamatsins. /HKr. Þóra frá Prestbæ vermir efsta sæti í heiðursverðlaunaflokki fyrir afkvæmi hryssa 2020. áhersla á það undanfarna áratugi að efla þarlendan landbúnað til að gera landið óháð innflutningi og hefur hér sérstaklega í því sambandi verið horft til mjólkurframleiðslunnar. Þetta hefur m.a. verið gert með því að heimila innflutning á erfðaefni úr afurðamiklum kúakynjum í þeim tilgangi að auka tekjuflæði smábúa, en kýr af afrískum uppruna mjólka oftast afar lítið og oft ekki nema í kringum 10 kíló á dag. Sem kunnugt er mjólka t.d. kýr af Holstein kúakyninu um og yfir 30 kíló á dag og allt upp í rúmlega 50 kíló á dag að meðaltali. Þetta átak stjórnvalda í Senegal hófst árið 1994 með því að heimila innflutning á erfðaefni en lítið hefur verið gert í því að skoða hvaða áhrif þessi innflutningur hefur haft á afkomu þarlendra kúabúa og fyrir lágu því svo til engar upplýsingar eða tilraunir í landinu um ágæti erfðainnblöndunarinnar og segja má að stjórnvöld hafi einfaldlega tekið áhættuna á því að verkefnið myndi ganga upp og skila sér í bættri stöðu þarlendra kúabúa. Vegna þessarar óvissu var ráðist í sérstakt verkefni til þess að afla nauðsynlegra gagna svo þarlendir bændur gætu tekið upplýsta ákvörðun um uppbyggingu búa sinna með framtíðar hagkvæmni þeirra í huga. Í þessu verkefni var skoðað sér­ staklega hvernig hin mismunandi kúakyn og blendingar hefðu staðið sig á liðnum árum og náði verk­ efnið til búa sem voru bæði með hreinræktaða gripi og til annarra með blendinga af ýmsum gerð­ um. Þá var skoðað hvernig ráðgjöf bændurnir hefðu fengið og hvernig bústjórn búanna hefði mögulega breyst í kjölfar ráðgjafarinnar s.s. varðandi notkun og heppilega nýtingu gripanna svo hámarka mætti afurðasemi þeirra. Til þess að fylgjast með árangrinum var í þessu verkefni fylgst náið með 220 kúabúum sem voru með samtals 3.000 kýr, þ.e. hvert bú var með um 14 mjólkurkýr að meðaltali, og náði gagnasöfnunartímabilið til tveggja ára. Blendingar af Zebu-stofni gefa bestan árangur Í ljós kom að með því að kynbæta kúakynið sem bændur nota almennt í landinu, kyn sem er af Zebu stofni, með öðrum og afurðameiri kúakynjum náðist mestur árangur að jafnaði. Þetta kann að koma á óvart því mörg erlend kúakyn eru mun afurða­ og afkastameiri og því hefði mátt búast við að hrein erlend kúakyn hefðu reynst betur en blendingar. Skýringin fólst í því að bænd­ urnir sem tóku þátt í verkefninu áttu erfitt með að víkja langt frá fyrri hegðun við bústjórn, sem er nokkuð sem þarf til þegar skipt er algjörlega um kúakyn. Þau bú sem fóru þannig „hálfa leið“ ef svo má að orði komast stóðu sig því best afkomulega séð og náðu að 7,4 falda framleiðni búanna í samanburði við hefðbundin kúabú og hefðbundna bústjórn á kúabúum í Senegal. Þá sýndi það sig í þessu verkefni að þeir bændur sem not­ uðu hrein erlend kúakyn eða nánast hreinræktaða gripi voru með mest­ ar afurðir en ekki mestan hagnað og var skýringin á því hærri fóður­ kostnaður þessara búa í samanburði við þau bú sem notuðu blendinga. Nýir bústjórnarhættir bættu árangur Það vakti einnig athygli og ætti raunar ekki að koma á óvart að þeir bændur sem tileinkuðu sér nýja bústjórnarhætti náðu allir bættum árangri og það óháð því hvort þeir voru enn með hið gamla landkyn eða eitthvert af hinum kúakynj­ unum eða blendingum. Þessi bú juku hagnað sinn frá 2,2 til 2,9 falt á við bú þar sem notuð var hefð­ bundin bústjórn. Niðurstöðurnar sýna þannig að bætt fagleg ráðgjöf skilaði sér alltaf í auknum hagnaði búanna sem undirstrikar nauðsyn þess að ekki er nóg að skipta einungis um framleiðslutækin sem slík ef þannig má að orði komast um að skipta um kúakyn heldur einnig að með því að efla almenna þekkingu á kúabúskap skilar það sér beint í bættri afkomu. Fullyrða má að þessi niðurstaða eigi við um allan kúabúskap um allan heim óháð því hvaða kúakyn sé verið að nota eða við hvaða aðstæður. Heimild: Journal of Dairy Science Vol. 103 No. 9, 2020. Með því að kynbæta Zebu-kúakynið sem bændur nota almennt í Senegal, með öðrum og afurðameiri kúakynjum náðist mestur árangur að jafnaði. Þetta kann að koma á óvart því mörg erlend kúakyn eru mun afurða- og afkastameiri og því hefði mátt búast við að hrein erlend kúakyn hefðu reynst betur en blendingar. Mynd / Africa-milk.org

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.