Bændablaðið - 03.12.2020, Page 58

Bændablaðið - 03.12.2020, Page 58
Bændablaðið | Fimmtudagur 3. desember 202058 FISKNYTJAR&NÁTTÚRA Á árinu 2017 birtu sérfræðingar Hafrannsóknastofnunar skýrslu þar sem sýnt var fram á innblöndun eldislaxa við litla laxastofna á vest- anverðum Vest fjörðum. Í fram- haldinu kom fram í umræðum áhyggjur vísinda manna um áhrif umfangsmikils laxeldis í sjókvíum á villta laxastofna. Bent var á mik- ilvægi þess að vakta þessa stofna. Rannsóknir á litlu stofnunum Í tengslum við uppbyggingu lax­ eldis á vestanverðum Vestfjörðum voru stofnar laxfiska kortlagðir á árunum 2015 og 2016 af Hafrannsóknastofnun. Í fyrri rann­ sókninni voru rannsakaðar 16 veiðiár og fannst lax í 11 ám og í 6 þeirra var lax ríkjandi tegund. Niðurstöður bentu til að útbreiðsla laxa væri að aukast í ám á vestanferðum Vestfjörðum og ummerki um hrygningu og samfellda nýliðun í mörgum þeirra. Í seinni rannsókninni voru einnig skoðaðar 16 veiðiár og var lax ríkjandi tegund í 10 þeirra. Í þessum tveimur rannsóknum fundust laxa seiði í 15 veiðiám en þó í mjög mismiklu mæli. Niðurstaðan var að rannsóknirnar bentu ,,til að víða megi finna allsterka laxastofna á svæðinu“. Jafnframt bentu greinahöf­ undar á að ,,þær grunnupplýsingar um útbreiðslu og seiðaþéttleika laxfiska sem fengist hafa í rannsóknunum tveimur munu gagnast við að meta mögulega áhrif fiskeldis á villta stofna á Vestfjörðum“. Tjón á búnaði í Arnarfirði Á síðustu árum hefur verið rekið umfangsmikið laxeldi á vestanverðum Vestfjörðum, aðallega af Arnarlaxi. Tíð tjón á búnaði skv. upplýsingum frá Matvælastofnun verkur athygli (tafla 1). Arnarlax og önnur laxeldisfyrirtæki eiga að vinna eftir búnaðarstaðlinum NS 9415 sem er ætlað að koma í veg fyrir eða draga verulega úr líkum á tjóni á búnaði og mögulegum slysasleppingum. Tvö tjón á ári hjá Arnarlaxi getur ekki talist eðlilegt og vakna ýmsar áleitnar spurningar en það er utan efnistaka þessarar greinar. Slysasleppingar og vöktun Það er ekki vitað til þess vöktunar­ rannsóknir á laxastofnum í Arnar­ firði hafa verið framkvæmdar af Hafrannsókna stofnun frá árinu 2017 þar sem umfang laxeldis í sjókvíum hefur verið mest á síðustu árum. Í þessu samhengi er athyglisvert að rannsóknafyrirtækið Laxfiskar í sam­ starfi við heimamenn hefur sé ástæðu til að vakta þrjár veiðiári í Ketildölum í Arnarfirði frá árinu 2015. Það liggja ekki fyrir upplýsingar um í hve miklu mæli eldislax slapp úr eldiskvíum Arnarlax á árunum 2018­2020. Einu viðbrögðin við þeim slysaslepp­ ingum voru þau að sett voru út net við eldiskvíarnar til að veiða þann fisk sem slapp. Slík ráðstöfun gefur litlar eða engar upplýsingar um um­ fang slysasleppinga og er því í reynd hrein sýndarmennska þegar litið er til nauðsynlegra mótvægisaðgerða við slysasleppingum. Í löndum þar sem slysasleppingar eru teknar alvarlega sem umhverfisvandamál er þeim sem valdur er að slysi gert að fjármagna aðgerðir til að vakta hvort eldislax sæki upp í nærliggjandi veiðiár og jafnframt að fjarlægja allan stroku­ lax. Á Íslandi fá umhverfissóðarnir að njóta sín í skjóli laga um fiskeldi þar sem áhættumat erfðablöndunar leikur aðalhlutverkið. Þetta er ís­ lenska leiðin og það er með ólík­ indum að slík vinnubrögð séu látin viðgangast. Er erfðablöndun viðvarandi? Alþingi Íslendinga heimilaði erfða­ blöndun á íslenskum laxastofnum með að samþykkja áhættumat erfða­ blöndunar á árinu 2019, eina landið í heiminum þar sem opnað er fyrir slík í lögum svo vitað sé. Skv. rann­ sóknum Hafrannsóknastofnunnar frá árunum 2015 og 2016 var sýnt fram á innblöndun eldislaxa í sex af 16 veiðiám á vestanverðum Vestfjörðum þar af þrjár í Arnarfirði; Selárdalsá, Sunnudalsá og Mjólká. Áhættumati erfðablöndunar gerir ráð fyrir því að tekin séu sýni til erfðarannsókna til að vakta mögulega innblöndun eld­ islaxa í veiðiám í Arnarfirði og þá eingöngu í Selárdalsá en niðurstöður vöktunar hafa ekki verið birtar svo vitað sé. Vandamálið er að það er ekki til nein skilgreining á því hve mikil erfðablöndunin má vera til þess að hún sé óásættanleg fyrir villta laxastofna. Svo er það annað mál að viðmiðið ætti að vera að það væri óá­ sættanlegt að erfðablöndun mældist í villtum íslenskum laxastofnum og allt ætti að vera gert til að kom í veg fyrir hana. Vantar vöktun á hlutfalli eldislaxa? Í áhættumati erfðablöndunar er eitt viðmiðið að hlutfall eldislaxa í veiðiám megi ekki vera meira en 4%. Í úttekt vísindanefndar á áhættumati erfðablöndunar sem nú liggur hjá Alþingi er m.a. bent á að 4% við­ mið sé of hátt fyrir litla laxastofna og vöktunin eins og hún er lögð fram í áhættumati erfðablöndunar sé ekki nægilega umfangsmikil. Það er með ólíkindum að áhættu­ mat erfðablöndunar geri ekki ráð fyrir skipulagðri vöktun í litlu laxveiðiám í Arnarfirði þrátt fyrir umfangsmikið laxeldi í firðinum. Rannsóknafyrirtækið Laxfiskar hefur í samvinnu við heimamenn haldið úti vöktun á þremur veiði­ vötnum í Arnarfirði frá árinu 2015, og þar hefur komið fram að hlutfall eldislaxa er langt yfir viðmiðunar­ mörkum. Jafnframt hafa verið send sýni af laxi sem veiðst hefur í Mjólká til Hafrannsóknastofnunar sem staðfestu fjölmarga eldislaxa en þar er engin vöktun framkvæmd af stofnunni. Áhyggjur sumra vísinda­ manna Hafrannsóknastofnunnar sem komu fram fyrir nokkrum árum síðan virðast ekki vera til staðar lengur þrátt fyrir tíðar slysasleppingar í Arnarfirði. Hér má spyrja hvort áhættumat erfðablöndunar sé hindrun í vegi þess að Hafrannsóknastofnun framkvæmi fullnægjandi vöktun á laxastofnum í Arnarfirði þar sem slík vöktun er ekki fyrir hendi fyrir tilstilli annarra rannsóknaað­ ila? Því geta vísindamennirnir eða Hafrannsóknastofnun best svarað. Blendingar geta dreift erfðablöndun Sérfræðingur Hafrannsókna­ stofnunar hefur bent á í fjölmiðli að ,,Erfðablöndun getur dreifst út fyrir eldissvæðin með stroku löxum úr eldi en einnig vegna blendinga villts lax og eldislax frá eldis­ svæðum. Rannsóknir sýna einmitt að blendingar hafa verri rötun en villtur lax og geta því gengið í ár til hrygningar langt frá sinni heimaá“. Það er óheppilegt að ekki sé fylgst með því hvað er að gerast á vestan­ verðum Vestfjörðum, vaktað hvort innblöndun eigi sér áfram stað og ef hún er til staðar að koma í veg fyrir að blendingar nái að dreifa og valda erfðablöndun yfir stærra svæði. Það er töluvert erfiðara að greina blendinga en eldislax og því skyn­ samlegt að leggja áherslu á vöktun á eldislaxi í veiðiám og koma í veg fyrir frekari dreifingu. Hugsanlegar skaðabætur til veiðiréttareigenda Það getur komið upp sú staða að veiðiréttareigendur laxveiðiáa krefjist skaðabóta ef fram kemur í rannsóknum veruleg erfðablöndun. Hafrannsóknastofnun lagði til 50.000 tonna framleiðsluheimild á vestan­ verðum Vestfjörðum á árinu 2017 sem var samþykkt á Alþingi árið 2019 án þess að viðeigandi mótvægisað­ gerðir væru gerðar til að koma í veg fyrir erfðablöndun. Ef fram kemur í rannsóknum áframhaldandi erfða­ blöndum á litlu laxastofnunum á vestanverðum Vestfjörðum getur Hafrannsóknastofnun útvegað veiði­ réttareigendum gögn sem styðja mál­ sókn þeirra og skaðabótakröfur á þeim forsendum að upptaka áhættu­ mats erfðablöndunar sem stjórn­ sýslutækis hafi valdið erfðablöndun á villtum laxastofnum. E.t.v. skynsamlegt að taka engin sýni Í áhættumati erfðablöndunnar eru lagðar til umfangsmiklar fram­ leiðsluheimildir og aðferðafræði sem geta falið í sér brot s.s. á lögum nr. 55/2012 um umhverfisábyrgð. Í raun gefið norskættuðum stroku­ löxum frjálsan aðgang að veiðiám til að hrygna með íslenskum löxum í litlum veiðiám. Niðurstaðan gæti hugsanlega verið sú að íslenska ríkið þurfi að greiða skaðabætur til veiðiréttareigenda. Það er því e.t.v. best fyrir Hafrannsóknastofnun að taka engin sýni til erfðarannsókna úr litlum laxastofnum á vestanverðum Vestfjörðum. Fórna til að skapa ávinning Vinnubrögð við undirbúning og gerð laga um fiskeldi var mjög ábótavant og komu margir með alvarlegar athugsemdir við meðhöndlun máls­ ins hjá Alþingi á árunum 2018 og 2019 m.a. veiðiréttareigendur á vestanverðum Vestfjörðum og rann­ sóknafyrirtækið Laxfiskar án þess að neitt hafi verið tekið tillit til þess. Í þessum átökum voru það fulltrúar laxeldisfyrirtækja í meirihlutaeigu erlendra aðila sem hömpuðu sigri enda var mikið lagt undir. Til að ná þeim fjárhagslegum ávinningi sem stefnt var að þurfti að fórna m.a. litlu laxastofnunum á sunnanverðum Vestfjörðum. Það er með ólíkindum að svona vinnubrögð viðgangist á 21. öld hvorki íslenskir náttúru eða laxeldi í sjókvíum til hagsbóta þegar horft er til framtíðar. Valdimar Ingi Gunnarsson Höfundur er sjávarútvegs- fræðingur og hefur m.a. unnið við ýmis mál tengd fiskeldi í rúm þrjátíu ár. Litlu laxastofnarnir – Skortur á vöktun og hugsanlegar skaðabótakröfur Valdimar Ingi Gunnarsson. Hvannadalsá 3. HURÐIR Tunguháls 10, 110 Reykjavík, sími 567 3440, vagnar@vagnar.is, vagnar.is • Stuttur afhendingartími • Hágæða íslensk framleiðsla • Val um fjölda lita í RAL-litakerfinu • Vindstyrktar hurðir Bílskúrs- og iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir með gönguhurð Bílskúrshurðir Hurðir í trékarma Tvískiptar hurðir Smíðað eftir máli Fyrsta flokks þjónusta og ráðgjöf Lely Center Ísland Reykjavík: Krókháls 5f – Sími 414 0000 – www.vbl.is Akureyri: Óðinsnes 2 – Sími 464 8600 STARTARAR í flestar gerðir dráttarvéla

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.