Bændablaðið - 03.12.2020, Side 63

Bændablaðið - 03.12.2020, Side 63
Bændablaðið | Fimmtudagur 3. desember 2020 63 Bændablaðið Næsta blað kemur út 17. desember Startarar og Alternatorar - Vinnuvélar - Ly�arar - Drá�arvélar - Bátar Glerárgata 34b við Hvannavelli • S 461 1092 • asco.is OKKAR ÆR OG KÝR — STARTARAR OG ALTERNATORAR — Smiðjuvegur 30, 200 Kópavogur jardir.is GORMUR.IS öðruvísi gjafavara GORMUR öðruvísi gjafavara GORMUR Mjög góður bíll, vel með farinn. Árgerð 1/1988, ekinn 126.000 km. Bensínknúinn, 3.800 cc slagrými, 232 hestöfl, sjálfskiptur, cruise control, skráður 5 manna. Armpúði, litað gler, rafdrifnar rúður, tveggja svæða miðstöð, vökvastýri, samlæsingar, loftkæling, rafdrifnir hliðarspeglar, útvarp, gírskipting í stýri, rafdrifin framsæti, tauáklæði, veltistýri. Nýlega ryðvarinn. Verð - tilboð. Á góðu verði í beinni sölu. Sími 893-7065 Buick Lesabre til sölu Vesturhrauni 3, 210 Garðabæ Austurvegi 69, 800 Selfossi Sími: 480 0000, www.aflvelar.is SNJÓBLÁSARAR Deluxe 24 DLE Vélarstærð: 254cc Vinnslubreidd: 61 cm Vinnsluhæð: 53,3 cm Blásturslengd: 15,2 m Afkastageta: Allt að 56,2t á klst Startari: Rafstart/handstrektur Gírar: 6 áfram/ 2 aftur Mótor: Ariens AX, fjórgengis Vnr.: 539921323 Verð: 410.000 kr. m/vsk Pro 28 DLE Vélarstærð: 420cc Vinnslubreidd: 71,1 cm Vinnsluhæð: 59,7 cm Blásturslengd: 18,3 m Afkastageta: Allt að 71,6t á klst Startari: Rafstart/handstrektur Gírar: 6 áfram/ 2 aftur Mótor: Ariens AX, fjórgengis Vnr.: 539926339 Verð: 595.000 kr. m/vsk Classic 24E Vélarstærð: 208cc Vinnslubreidd: 61 cm Vinnsluhæð: 53,3 cm Blásturslengd: 12,2 m Afkastageta: Allt að 52,3t á klst Startari: Rafstart/handstrektur Gírar: 6 áfram/ 2 aftur Mótor: Ariens AX, fjórgengis Vnr.: 539920328 Verð: 269.000 kr. m/vsk Með nýjum göngu- og hjólastíg flyst umferð gangandi og hjólandi fólks af umferðaþungum og hættulegum vegarkafla í Eyjafirði. Hjólreiða- og göngustígur er á teikniborðinu hjá Svalbarðsstrandarhreppi: Umferð gangandi og hjólandi vex ár frá ári Nýr hjólreiða- og göngustíg- ur er á teikniborðinu hjá Svalbarðsstrandarhreppi, en hann mun í framtíðinni tengj- ast stígakerfum Akureyrar og Eyjafjarðarsveitar, ná frá bæj- armörkum við Akureyri, yfir Leirubrú og að Garðsvík þar sem hreppsmörk eru í norðri. Björg Erlingsdóttir sveitarstjóri segir að þegar sé búið að vinna til- lögur að legu stígsins eftir ströndinni. Hönnunargögn liggi fyrir en eftir sé að ákveða og fastsetja legu stígsins og fullhanna hann út frá því. Þá á eftir að endurskoða fjárhagsáætlanir og semja við landeigendur. Vegagerðin hefur óskað eftir áfangaskiptingu verksins. Þeir verða þrír, einn liggur frá Leirubrú við Akureyri að Vaðlaheiðagöngum, annar frá göngunum og að Svalbarðseyri og sá þriðji liggur þaðan og að Garðsvík. Björg segir ekki ákveðið á hvaða áfanga verði byrjað en líkur á að nyrsti hlutinn frá Svalbarðseyri og að Garðsvík verði síðastur í röðinni. Hjólandi umferð af þjóðveginum Björg segir þeim fjölga mjög sem hjóla sér til heilsubótar. „Við sjáum kippinn sem kom í umferð gangandi og hjólandi fólks þegar stígurinn fram að Hrafnagili var tekin í notkun og allir íbúar á svæðinu geta nýtt sér til útivistar. Við verðum líka vör við vaxandi umferð hjólreiðamanna ár frá ári. Með göngu- og hjólastíg fáum við hjólandi umferð af erfiðum þjóðvegi og gefum gangandi vegfarendum tækifæri á að njóta náttúru og útivistar,“ segir hún. „Fyrst og fremst eru stígarnir gerðir fyrir heimamenn og íbúa í nágrannasveitarfélögum en nýtist augljóslega fyrir aðra gesti og ferðamenn.“ Stefnt er að því að ganga frá samn ingum við landeigendur og Vegagerð fyrir gerð fjárhagsáætlunar ársins 2022 og að hægt verði að hefja framkvæmdir á því ári. Björg segir að í millitíðinni hafi verið unnið að gönguleiðum innan Svalbarðseyrar, meðfram stöndinni og nú sé verið að vinna kort þar sem gestir geti séð hvar hentugt er að leggja bif- reiðum, hvar sé að finna borð og bekki, hversu langar gönguleiðir séu og hvað markvert ber fyrir auga á leiðinni. Fyrr í sumar samþykkti sveitar- stjórn Hörgársveitar að hefja undir- búning að göngu- og hjólastíg frá Lónsbakka við sveitarfélagamörkin við Akureyri og að Þelamerkurskóla. Samþykktin var gerð í tilefni af 10 ára afmæli Hörgársveitar. Hjólreiðafólk getur því hlakkað til að bruna á góðum stíg frá Þelamörk og út að Garðsvík einn góðan veðurdag innan fárra ára. Þá má geta þess að sumar- ið 2018 var tekin í notkun 7,5 kíló- metra langur göngu- og hjólastígur sem liggur meðfram Eyjafjarðarbraut vestari frá Hrafnagilshverfi að bæjar- mörkum Akureyrar og er hann mjög mikið notaður. /MÞÞ

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.