Hugur og hönd - 2020, Page 9
HUGUR OG HÖND 2020 9
Hermanns Auðardóttur og
fundust þá bein, leirbrot og
glerperlur. Síðar voru gerðar
fornleifarannsóknir undir stjórn
Fornleifastofnunar Íslands í
samvinnu við Minjasafnið á
Akureyri 2001-2006. Í þeirri
rannsókn fundust margir gripir
og mikið af leirbrotum sem benda
til þess að leirmunir ýmiss konar
hafi verið notaðir á staðnum eða
verslað með þá. Margs konar ílát
fundust, svo sem fyrir matvæli og
ker sem geymdu verðmætan
vökva eins og vín, kryddolíur og
edik.
Miðaldadagar að Gásum
Rannsóknirnar að Gásum hafa
vakið hugmyndir skapandi fólks
og skapað grundvöll til að gera
þessa merku sögu sýnilega. Á
árunum 2001 til 2006 var
þverfaglegt rannsóknarverkefni,
sem var nefnt Gásaverkefnið,
unnið undir stjórn Minjasafnsins
á Akureyri. Rannsóknina sjálfa
framkvæmdi Fornleifastofnun
Gásaleir 2018. Ljósmynd: Hrefna Harðardóttir.
Gásapeningar 2017 og 2018. Aðgangspeningur að hátíðarsvæði Miðaldadaga á Gáseyri.
Ljósmynd. Hefna Harðardóttir.