Hugur og hönd - 2020, Síða 12

Hugur og hönd - 2020, Síða 12
12  HUGUR OG HÖND 2020 Forvarsla á kjól Systurnar Halldóra og Nanna Magnúsdætur komu færandi hendi árið 2008 og færðu Byggðasafninu Hvoli á Dalvík kjól, sem hafði verið lengi í vörslu fjölskyldunnar. Ég var forstöðumaður safnsins þá og sá samstundis að þarna var kominn einstakur og fágætur gripur. Gefendur kölluðu kjólinn altaris- göngukjól sem vísar í að eigandi og síðasti notandi kjólsins hafði einungis notað flíkina spari og þá aðallega við kirkjulegar athafnir. Þetta var Steinunn Sigurðardóttir, fædd í Sælu í Skíðadal árið 1844. Árið 1916 flutti Steinunn til Elínar Tóma sdóttur og Angantýs Arngrímssonar frá Gullbringu í Svarfaðardal en þau voru þá búsett á Dalvík. Steinunn vann við fiskverkun þar til hún lést 1922, en tók loforð af Elínu á dánarbeði að kjóllinn yrði varðveittur og það eru einmitt afkomendur Elínar sem færðu safninu kjólinn. Þá höfðu þrír ættliðir varðveitt kjólinn. Hann hafði borist frá Dalvík til Þingeyrar og þar hafði hann verið geymdur í þremur húsum. Það er kraftaverk að kjóllinn skuli ekki vera ónýtur því ef einhverjir gripir þola illa langa geymslu þá eru það textílar. Þeir eru auðveld bráð rakaskemmda og mýs og mölur hafa sérstakt dálæti á textílum í dimmum skúmaskotum húsa. Oft hafa kjólar sem þessir endað sem tuskur eða úr þeim hafa verið saumaðar aðrar flíkur. Fjölskylda Elínar á hrós skilið fyrir að hafa passað upp á kjólinn og að lokum gefið hann safninu á Dalvík þar sem hann á vissulega heima. Hann er nú forvarinn og til sýnis á þriðju hæð safnsins og mun vonandi varðveitast í langan tíma enn. Hvað er svona merkilegt við þennan kjól? spyrja eflaust margir. Þetta er nú bara einhver krumpuð drusla sem flestir hefðu líklegast bara hent. Í þessari samantekt mun ég segja frá því þegar ég lagði land undir fót og tók kjólinn með mér á forvörslu- verkstæði Þjóðminjasafns Íslands þar sem ég forvarði hann með dyggri aðstoð Margrétar Gísladóttur. Kjóllinn er upphaflega úr svörtu bómullarsatíni sem nú er upplitað. Hann er handsaumaður með afar fallegu spori og gerður af mikilli kunnáttu og listfengi. Kjóllinn er Byggðasafnið Hvoll á Dalvík Kjóllinn var lagður til, nákvæm skoðun fór fram og hann mældur hátt og lágt. Fallegu tölurnar.

x

Hugur og hönd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.