Hugur og hönd - 2020, Qupperneq 18

Hugur og hönd - 2020, Qupperneq 18
18  HUGUR OG HÖND 2020 tíðaranda. Einstakir hlutir segja sína sögu en það gerir líka ofgnóttin sem einkennir safnið líka. Púðarnir sem enginn fær að halla höfði sínu lengur að eru augnayndi og innblástur. Það eru brotnir diskarnir líka, límdir og saumaðir saman. Einu sinni eltust hlutir með eigendum sínum. Þeir tímar eru komnir á ný að hlutir skulu endast svo veröldin haldi áfram að snúast í hringi um sólu. María Hrönn Gunnarsdóttir Ljósm. Ljósmyndaver Hörpu Hrundar og María Hrönn Gunnarsdóttir til að sökkva sér á bólakaf í handavinnuna sem svo mikið er til af á safninu, rannsaka saumspor og liti, handbragð og sögu fólksins í sveitum Norður- Þingeyjarsýslu. Á fáum söfnum sem ég hef sótt heim er handíðum kvenna gert jafnhátt undir höfði og einmitt að Snartarstöðum. Ég tók útsaumsjafa með mér norður og garn í poka, líka tvær nálar. Ég ætlaði að byrja á einhverju nyrðra, sækja mér innblástur á safninu. Lítið fór fyrir saumaskapnum, þeim mun meira var rannsakað, bæði innan dyra og utan. Þegar suður yfir heiðar var komið á ný var tekið til óspilltra málanna og látum ekki linnt fyrr en tveir púðar voru tilbúnir. Byggðasafn Norður-Þingeyinga er ekki í alfaraleið, langt frá þjóðvegi númer 1. Það er engu að síður ákjósanlegur áfangastaður. Þar er eitthvað fyrir alla því auk handverksmuna er þar til húsa stórt og vel þekkt bókasafn Helga Kristjánssonar frá Leirhöfn sem og loðhúfugerðin, sem hann varð einnig þjóðþekktur fyrir. Þar framkallast löngun í fingurgómum til að snerta og draga fram úr hillu bók með gyllingu á kili og glugga í í friði og ró. Einnig gefst þar tækifæri til að rifja upp örlagasögu Fjalla- Eyvinds og Höllu því á safninu er varðveitt smágerð og afar falleg karfa sem Fjalla-Eyvindur er sagður hafa riðið svo þétt að hún heldur vatni. Erfitt er að slíta af henni augun - í huganum raula ég vögguvísu Jóhanns Sigurjónssonar, Sofðu unga ástin mín. Ef til vill er hlutverk safna eins og veðrið, ólíkt eftir stund og stað. Munirnir í safninu tilheyra kerfi sem markast af ákvörðunum og hugmyndum um hvað skal muna og hverju má gleyma. Safnvörður til fárra daga lætur sér vangaveltur um það sér í léttu rúmi liggja en nýtur þess aftur á móti að láta berast með ímyndunaraflinu til liðinna tíma, horfins Karfa Fjalla-Eyvindar. Efri úrfesti: 1996-196: Úrfesti Björns Gunnlaugssonar bónda í Skógum í Öxarfirði, gerð í Kaupmannahöfn um 1880. Hárið er af konu hans, Arnþrúði Jónsdóttur. Síðari eigandi var tengdasonur þeirra, Gunnar Árnason sem var einnig bóndi í Skógum. Neðri úrfesti: 1991-187: Úrfesti Stefáns Björnssonar (f. um 1882) í Akurseli, Öxarfirði, fléttuð úr hári konu hans, Guðrúnar Árnadóttur frá Bakka í Kelduhverfi. Gefin af afkomendum þeirra.

x

Hugur og hönd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.