Hugur og hönd - 2020, Side 20

Hugur og hönd - 2020, Side 20
20  HUGUR OG HÖND 2020 samlokukassa. Sandinum er þjappað kringum hlutinn. Annar kassi sem einnig er þéttfylltur af sandi er settur ofan á. Að þessu loknu er efri hluti kassans tekinn af, módelið fjarlægt og kassinn settur aftur saman, eftir stendur holrúm eftir mótið. Þá er bráðnum málmi hellt ofan í gat á efri kassanum og holrúmið fyllt. Ef við veltum fyrir okkur ferlinu er það nokkurn veginn svona: Það þarf að vinna hlutinn vel sem á að taka afsteypu af, pússa hann, rúnna af og laga sem best til, síðan er hann lakkaður svo viðloðun sandsins verði sem minnst. Þá er hann formaður í sandinn (í samlokukassanum) kassinn svo opnaður og mótið tekið úr og svo lokað aftur, þá er allt tilbúið til að hella málminum í kassann. Þá er safnað í deigluna (leirkrúsina góðu) efni sem bræða á í verkið. Það getur tekið talsverðan tíma þar sem jafnvel þarf að brjóta niður járnið sem í deigluna fer. Það þarf oft töluverðan undirbúning og mikla handavinnu áður en hægt er að steypa einstaka hluti í svona tilfellum. Það tekur svo um 1-4 tíma eftir málmtegundum að bræða málm þannig að hægt sé að hella í mótin þegar þau eru tilbúin. Síðan er hvert verkefni að kólna í sólar- Mót með hurðasnerlum. Hurðasnerlar í vinnslu. Deigla.

x

Hugur og hönd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.