Hugur og hönd - 2020, Qupperneq 21

Hugur og hönd - 2020, Qupperneq 21
HUGUR OG HÖND 2020  21 Vinnsla á skjaldarmerki Þar sem Hollvinasamtök Reykjanes vita fengu ekki að senda skildina vestur fengu þeir þó að taka sílikonmót af þeim sem þeir svo steyptu í með Jesmonite (ekki ólíkt gipsi). Úr varð nákvæmt módel sem síðan var sent í steyperíið vestur. Síðan fínpússað þar og notað með góðum árangri. Skildirnir eru steyptir í messing (stundum kallað kopar). Skemmtilega klippu um tilurð merkis er að finna á: h t t p s : / / w w w . v f . i s / s j o nv a r p / skjaldarmerki-danakonungs- komid-a-reykjanesvita Sólveig Gyða Jónsdóttir Súsanna Þ. Jónsdóttir Ljósm. Kristján Gunnarsson Súsanna Þ. Jónsdóttir hring. Samlokukassarnir eru teknir í sundur og hefst þá vinnan við frágang, sandurinn er burstaður af og hluturinn hreinsaður og slípaður. Það fer eftir því hversu hreinir hlutirnir koma úr kassanum hversu eftirvinnan er mikil. Reykjanesviti Eitt af allmörgum verkum sem Kristján hefur unnið að er skjöldur fyrir Hollvinasamtök Reykjanesvita. Skjöldurinn sem er afsteypa af skjaldarmerkjum tveggja konunga Danmerkur, Kristjáns IX. og Friðriks VIII. er í heild sinni um 160 cm á hæð og hátt í 120 kíló. Upprunalega var danski skjöldurinn settur á elsta vita Íslands sem staðsettur var á Valahnjúki á Reykjanesi en sá viti var tekinn í notkun 1. desember 1878 þegar Kristján IX. var konungur Danaveldis. Nýr viti var síðan reistur á Bæjarfelli og ljós hans tendruð 10. mars 1908, konungur Danaveldis var þá Friðrik VIII. Við það tækifæri var Danska konungsmerkið fært af gamla vitanum yfir á þann nýja, fangamark Friðriks var þá sett yfir fangamark föður hans og nýtt ártal eða MCMVIII. Skjaldarmerki í vinnslu. Skjaldarmerki Kristjáns IX.

x

Hugur og hönd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.