Hugur og hönd - 2020, Side 28

Hugur og hönd - 2020, Side 28
28  HUGUR OG HÖND 2020 Á öldum áður kunnu flestar íslenskar konur að vefa í spjöldum og nefnir til dæmis séra Þorkell Bjarnason í grein sinni „Fyrir 40 árum“ í Tímariti Bókmennta- félagsins frá árinu 1892 að konur og stúlkur hafi um helgar setið við að vefa styttubönd, axlabönd og sessubönd. Þegar svo ódýrir verksmiðjuunnir skrautborðar fóru að berast til landsins lagðist þessi iðja af svo að um aldamótin 1900 voru fáir eftir sem kunnu vinnubrögðin við spjöldin. Með réttu má segja að það hafi verið Sigríður Halldórsdóttir vefnaðar- kennari við Heimilis iðnaðar- skólann sem eigi heiðurinn af því að kunnáttan hafi ekki algjörlega glatast. Sigríður kynnti sér aðferðina og æfði sig svo vel að hún gat skrifað leiðbeiningar sem birtust í Hug og hönd (1968, 1970, 1985). Þó að kunnáttan hafi ekki alveg glatast eru samt ekki margir sem stunda spjaldvefnað hér á landi. Það er aðallega fólk sem hefur endurlífgun sögunnar sem áhugamál. Spjaldofin bönd eru sérstaklega vinsæl hjá víkingafélögum en slík bönd voru órjúfanlegur hluti af fatnaði miðaldamanna. Þegar menn í „söguleik“ sínum vilja klæða sig í stíl við viðkomandi tímabil eru öll smáatriði mikilvæg. Munstrin á böndunum eiga að vera „viðurkennd“, þ.e. hafa sannanlega verið í notkun á þeirri öld sem klæðnaðurinn á að líkjast. Vitneskjan um réttu munstrin er sótt í fornleifarannsóknir, en margir fornleifafræðingar eru einnig lærðir handverksmenn og hafa því góðar forsendur til að skoða textílleifar og greina bæði vefnaða raðferðina og munstrin. Til að greina upphaflegu litina í mjög gömlum textílleifum þarf þó flóknari efnafræðilegar rann sóknir. Einföld áhöld Að vefa í spjöldum er tiltölulega auðvelt. Ekki þarf dýran og fyrirferðarmikinn vefstól heldur nægir að eiga nokkur lítil spjöld og garn. Langalgengast er að hafa ferhyrnd spjöld með gati í hverju horni og eru uppistöðuþræðirnir dregnir gegnum þau. En einnig eru til þríhyrnd og sexhyrnd spjöld með götum í öllum hornum. Halldóra Bjarnadóttir sem helgaði líf sitt því að efla íslenskan heimilisiðnað skrifaði í bók sína um íslenskan vefnað stuttan kafla um spjaldvefnað. Lýsir hún því sem hún mundi eftir honum frá æsku sinni en Halldóra fæddist árið 1873 að Ási í Vatnsdal. Halldóra skrifar: „Spjöldin eru ferhyrnd, næfurþunn, úr harðri viðar- tegund, 10-12 cm á hvern veg. Göt voru gerð 2,5 cm frá hornum spjaldanna. Voru þau brennd á, svo þau skærust síður af þræðinum. [...] Uppistaðan var tvinnaður togþráður, af hinni allra vönduðustu gerð og með hinum beztu og fegurstu litum.“ (bls. 96). Breidd bandsins fór eftir því hversu mörg spjöld voru notuð og hversu gróft bandið var en Halldóra nefnir að venjulega voru 50 spjöld í umferð og að breidd bandsins hafi vanalegast verið 2-2,5 cm. Í Þjóðminjasafni Íslands eru þó bönd sem ofin hafa verið á mun færri spjöldum, frá 16 upp í 42. Nú á dögum er hægt að kaupa margar gerðir spjalda sem handverksmenn bjóða til sölu en áður fyrr var allt gert heima. Spjöldin gátu verið úr tré, beini eða horni. Einnig hefur leður verið notað en þá hefur það verið sérstaklega hert til að koma í veg Spjaldvefnaður fyrr og nú Spjaldvefnaður er skemmtileg tómstundaiðja bæði fyrir byrjendur og lengra komna. Ljósmynd: Marjatta Ísberg.

x

Hugur og hönd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.