Hugur og hönd - 2020, Page 29

Hugur og hönd - 2020, Page 29
HUGUR OG HÖND 2020  29 mörgum sinnum áður en skipt er um átt. Þannig er hægt að fá meiri fjölbreytni í munstrið. Tvöfaldur vefnaður Það sem var einkennandi fyrir íslensk bönd síðari ára var að mörg þeirra voru leturbönd, þ.e. á þau voru ofnir textar sem gátu verið nafn en einnig ljóðlínur, óskir eða bænir auk alls konar mynda. Fyrir myndirnar voru notuð sömu mótíf og í venjulegum vefnaði en sjálf aðferðin var allt önnur. Í leturböndum eru aðeins tveir litir raktir í spjöldin, hvorn lit á hliðstæðu götin. Venjulega er dökkur litur notaður í letrið en ljós litur í bakgrunn. Hægt er að hafa einhvern annan lit á jöðrunum, ef vill, en oftast voru jaðrarnir í sama lit og letrið sem var á miðjunni. Spjöldunum er þá ekki snúið fjórðung eins og í einföldustu gerð vefs heldur hálfan hring í einu þannig að litirnir tveir eru alltaf á andstæðum hliðum spjaldanna. Þar sem gæta þarf þess að litur letursins sjáist á réttum stað á saman. Þegar hlé er gert á vinnunni er auðvelt að festa spjöldin með því að stinga öryggis nælu gegnum götin á þeim og rúlla svo slöngunni og tilbúna bandinu saman og leggja verkið til hliðar. Mismunandi aðferðir við vefinn Hægt er að vefa bönd í einum lit en oftast eru fleiri litir notaðir og fer munstrið eftir því hvers konar litur er dreginn í hvert gat, úr hvorri hlið spjaldsins og eftir því í hvaða átt spjöldunum er snúið og hvort þeim sé öllum snúið í sömu átt eða sitt á hvað. Allra einfaldasta aðferðin er að snúa öllum spjöldunum fjórum sinnum fram og jafn mörgum sinnum aftur, fjórðungsnúning í einu. Þessi reglulegu áttaskipti hafa þau áhrif að munstrið verður samhverft en kemur einnig í veg fyrir að spenna myndist á uppistöðuþráðunum sem annars mundi gerast ef alltaf væri snúið í sömu átt. Afbrigði af þessu er að snúa hluta spjaldanna á annan hátt, til dæmis mismunandi fyrir að spjöldin beygluðust. Einnig er hægt að búa til spjöld úr spilastokki eða stífu kartoni og nota venjulegan gatara til að búa til göt í þau. Tréspjöld sem nú eru boðin til sölu eru venjulega 1,5-2 mm þykk og 6-8 cm á hvern veg. Þegar búið er að draga alla þræðina gegnum götin á spjöldunum þarf að festa slönguna á báðum endum og strekkja hana vel áður en farið er að vefa. Á Íslandi var venjan að festa annan enda slöngunnar við mittið á vefaranum og smeygja hinum upp á hurðarhún eða krók á vegg. Einnig er hægt að nota létta grind sem er sérstaklega hönnuð í þessum tilgangi þó að slíkt hafi ekki tíðkast hér á landi. Meðan ofið er er spjöldunum haldið í greipinni og þeim snúið annaðhvort áfram eða aftur (frá sér eða að sér) fjórðungshring eða hálfan hring í einu (90°/180°). Við þetta myndast skil milli þráða í götum sem ekki standast á og er ívafinu brugðið í skilið eftir hvern snúning. Um leið og spjöldunum er snúið snúast einnig uppistöðuþræðirnir og bindast Hægt er að nota spjaldvefnað bæði til skrauts og í nytsamlega hluti. Spjaldvefnaður eftir Philippe Ricart. Ljósmyndari Kristján Mack

x

Hugur og hönd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.