Hugur og hönd - 2020, Page 31
HUGUR OG HÖND 2020 31
Íslensk bönd frá
landnámsöld
Á Íslandi er lítið um textílleifar
frá landnámsöld og verða því
íslenskir „nútíma víkingar“ að
notfæra sér munstur frá hinum
Norðurlöndunum þar sem ótal
mörg spjaldofin bönd hafa fundist
í járnaldargröfum. Munstur af
mörgum þeirra hafa birst í bókum
og einnig á netinu eftir að
textílfornleifafræðingar hafa
greint þau. Samhliða þessu hefur
einnig skapast markaður þar sem
handverksfólk getur fengið
tekjur af því að vefa eftir pöntun
eða kenna á námskeiðum auk
þess að selja afurðir sínar á
mótum og í netverslunum.
Elsta spjaldofna bandið sem
þekkist hér á landi er líklega
bandið sem fannst í Reykjaseli á
Jökuldal árið 1901. Bandið var
áfast litlum bút af fínum
ullarvefnaði. Það er frekar einfalt
band miðað við þau mörgu bönd
sem hafa fundist við
fornleifauppgrefti í Birka og í
Oseberg. Þorbjörg Elfa
Hauksdóttir endurgerði bandið
eins og hún taldi að það hafi
upphaflega verið eins og sjá má á
mynd.
málverk þar sem María mey er
látin vefa í spjöldum.
Ritaðar heimildir um
spjaldvefnað
Ritaðar heimildir um spjaldvefnað
eru fáar. Elstu norrænar heimildir
fyrir utan fornleifar eru taldar
finnast í eddukvæðum. Í
Guðrúnarkviðu hinni fornu, 26.
erindi, stendur
Hunskar meyjar,
þær er hlaða spjöldum
og gera gull fagurt,
svo að þér gaman þyki;
Telja margir að þessar línur bendi
til þess að kunnáttan að vefa í
spjöldum hafi annaðhvort komið
til Evrópu frá austurlöndum eða
þá að fólkið þar hafi verið sérlega
lagið við að vefa. Aðrir benda á að
með hunskum meyjum sé í raun
átt við frankneskar konur. Hver
svo sem merking línanna er þá
eru brókeruð bönd frá Birka mjög
í samræmi við orðin.
Til er einnig latnesk tilvitnun
sem birtist í náttúrufræðibók
Pliniusar eldri, en hann var uppi á
árunum 23-79 á okkar tímatali. Í
sjöttu bók verksins segir meðal
annars
plurimis vero liciis texere quae
polymita appellant Alexandria
instituit, scutulis dividere
Gallia
sem hægt væri að þýða að Gallar
notuðu litla skildi til að vefa í
meðan Alexandríumenn
innleiddu aðferðina til að vefa
með mörgum sköptum.
Vandamálið er bara að þennan
stað mætti einnig túlka á þann
veg að Gallar ófu rúðumunstur í
vefinn sinn þar sem orðið
scutulum þýðir sama og lítill
ferhyrndur skjöldur. Hvort
Plinius hafi átt við spjaldvefnað
eða ekki er því túlkunaratriði. En
áðurnefndur fundur frá El
Cigarralejo virðist að minnsta
kosti sanna að aðferðin hafi verið
þekkt meðal Galla.
fundist spjöld sem hafa verið
aldursgreind og eru talin vera frá
því um 400-375 fyrir okkar
tímatal. Í El Cigarralejo á Spáni
fundust í fornri gröf fimm
hálfbrunnin beikispjöld auk búta
af upphafsbandi. Í Úkraínu fannst
svo nýlega 17 spjalda kerfi sem
vefurinn hékk enn í.
Elstu norrænu spjöldin eru
aftur á móti frá hinu þekkta
grafhýsi í Oseberg (Ásuberg) í
Noregi. Þetta eru 52 spjöld sem
gerð eru úr hlynspæni.
Höruppistaða með hálfofnu bandi
hékk enn í spjöldunum þegar þau
fundust árið 1903. Fyrir þann
tíma höfðu engin önnur spjöld
fundist í fornleifarannsóknum,
enda eru spjöldin úr mjög
forgengilegu efni. Oseberg-gröfin
er frá fyrri hluta níundu aldar og
telja margir að í henni liggi Ása
Haraldsdóttir, amma Haraldar
konungs hárfagra. Bente
Skogsaas hefur sérstaklega
rannsakað böndin og er nýbúin að
gefa út bók um þau (2019) auk
þess að hún heldur utan um
Facebook-síðu „Oseberg tablet
weave“.
Annað þekkt fornleifasvæði er
v í k i n g a a l d a r k au p s t a ð u r i n n
Birka á eyjunni Bjarkey (Björkö) í
vatninu Lögurinn (Mälaren)
nálægt Stokkhólmi. Þar hafa í
fornleifauppgröftum fundist ótal
mörg spjaldofin bönd sem eru frá
10. öld og eru mörg þeirra gull-
eða silfurbrókeruð. Fínustu
böndin eru úr silki. Í Birka fannst
einnig stakt spjald sem búið var
til úr beini sem er einstakt.
Auk fornleifafunda höfum við
einnig upplýsingar um
spjaldvefnað úr myndum, bæði
málverkum og myndum sem birst
hafa í handritum. En með
miðöldunum jókst vegur og
virðing spjaldvefnaðar og böndin
urðu æ breiðari og með flóknari
munstur sem án efa aðeins
færustu handverksmenn gátu
ofið.
Með tímanum varð spjald-
vefnaður einnig tómstundagaman
heldri kvenna, svipað og petit
point var á 19. öld. Hvers konar
virðingarsess spjaldofin bönd
höfðu má álykta af því að til eru
María Guðsmóðir að vefa í spjöldum.
Mynd í franskri bænabók frá fyrri hluta
15. aldar, nú í Morgan Library í New York,
MS M. 453, bls. 24r.