Hugur og hönd - 2020, Page 35

Hugur og hönd - 2020, Page 35
HUGUR OG HÖND 2020  35 yfir eldi, þegið drykki, skoðað og handfjatlað alla þá fallegu heimagerðu muni sem finnast í Skálanum. Kát og glöð klæddust þau víkingaklæðum og myndir voru teknar í gríð og erg. Dásamlegt skvaldur á erlendri tungu og greinilegt að mikil ánægja var með heimsókn þeirra í Skálann. Það sama gerðum við systur, nutum þess að handfjatla fallegt handverk og fá fræðslu um starfið frá stofnendum þessa áhugaverða staðar. Það er mikils virði fyrir okkur íslendinga að sú fræðsla sem gestum okkar jafnt innlendum sem erlendum er boðið upp á sé unnin af þeirri natni sem þau hjón leggja í starf sitt. Góðar móttökur þeirra bera hróður okkar sem þjóðar og skapar góðar minningar hjá gestum. Við þökkuðum góðar viðtökur og héldum út í kvöldið á Þingeyri þar sem plássið og Dýrafjörður sýndu fegurð sína í roða júlíkvöldsins. Sólveig Gyða Jónsdóttir Súsanna Þ. Jónsdóttir Ljósm. Súsanna Þ. Jónsdóttir fatasaum og skreytingar og einnig skógerð. Þar rifjaðist upp fyrir Borgnýju kunnátta hennar í spjaldvefnaði úr KÍ sem og ýmsum útsaumssporum. Síðan hefur hún notið leiðsagnar Neiella Glæsel í fata- og skógerð, Eric Zehmke fornleifafræðings og víkings í skógerð og leðurvinnslu, auk margra annarra sem hafa orðið á vegi hennar í gegnum tíðina. Hún hefur lesið ótal bækur um fatagerð og annað handverk og bara allt sem tengist þessari gömlu arfleifð, og grúskað í bókum frá Grænlandi, Danmörku, Noregi og Ameríku, Shetlandseyjum. Einnig lesið greinar og skoðað myndbönd um þennan tíma og bara allt sem hún kemst í. Alltaf finnur hún eitthvað nýtt sem bætist í kunnáttu- og reynslubankann. „Svo lengi lærir sem lifir“ stendur einhvers staðar og má segja að það eigi algjörlega við um Borgnýju Gunnarsdóttur. Takk fyrir móttökurnar Þegar okkur bar að garði var hópur erlendra gesta að ljúka heimsókn sinni, þar sem þau höfðu fengið kynningu á landnámstímanum á Íslandi, bakað brauð Víkingahetta. Skæri í leðurhulstri. Garnkefli.

x

Hugur og hönd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.