Hugur og hönd - 2020, Page 39

Hugur og hönd - 2020, Page 39
HUGUR OG HÖND 2020  39 Þetta munstur sem ég hef kosið að nefna Dýrleif er saumað í 8 þráða hvítan hör. Hvert spor er 2 x 2 þræðir sem gera 4 spor á cm. Klippimál er 30 x 45 cm. Efnið er oftast 140 cm breitt og er því nóg að kaupa 30 cm. Púðinn er saumaður eftir reita- munstri með „gamla kross- saumnum“ (fléttuspori, tvistsaum) eða hefðbundnum krosssaumi. Í útsauminn eru notaðir 3 þræðir af árórugarni frá D.M.C. Staðsettu munstrið á miðju efnisins áður en þú byrjar að sauma og gott er að hefta jaðrana, til dæmis með því að sikk sakka í saumavél eða líma yfir þá með málningarlímbandi. Frágangur er frjáls en hér er notað hvítt sléttflauel og fiður- fylling. Endanlegt mál púðans er 40 x 65 cm. Þetta munstur er byggt á söðuláklæði sem varðveitt er í Þjóðminjasafni Íslands og birt var á forsíðu Hugar og handar árið 2019. Lára Magnea Jónsdóttir, textílhönnuður Ljósm. Ljósmyndaver Hörpu Hrundar Copyright/Saumakassinn DMC 469 DMC 3750 DMC 3755 DMC 434 DMC 3777 DMC 729 DMC 3778 DMC 3760 DMC 733 DMC 613 Litanúmer Litur Green Avocado Blue V DK Antique Blue Baby Brown LT Terracotta V DK Old Gold MD Terracotta LT Wedgewood MD Green Olive MD Brown Drab V LT Púðinn Dýrleif

x

Hugur og hönd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.