Hugur og hönd - 2020, Page 40

Hugur og hönd - 2020, Page 40
40  HUGUR OG HÖND 2020 Heimilisiðnaðarfélag Íslands er aðili að samtökum norrænna heimilis iðnaðarfélaga: Nordens husflidsforbund. Samtökin eiga sér langa sögu allt aftur til fjórða ártugs síðustu aldar. Aðild að samtökunum auk Íslands eiga Færeyjar, Finnland, Danmörk, Noregur, Svíþjóð og Eistland. Fyrstu vikuna í september standa samtökin fyrir handverksviku undir yfirskriftinni Nordic Craft Week. Tilgangurinn er að efla áhuga á handverkshefð, aðferðum og uppskriftum á milli þjóðanna. Samfélagsmiðlar auðvelda möguleika á ýmiskonar samstarfi. Samtökin stofnuðu sameiginlega facebook-síðuna Nordic Craft Week til þess að miðla efni þessa fyrstu daga í september. Á ár legum formannafundum í mars er þema ákveðið fyrir haustið og dögum skipt á milli þannig að hvern dag þessarar fyrstu viku september- mánaðar sé birt efni frá einu aðildarlandanna. Haustið 2019 var þema norrænu handverksvikunnar vettlingar. Hvert land lagði til eina vettlinga- uppskrift en til að tryggja faglega framsetningu og samræmt útlit voru vettlingar og uppskriftir sendir til systur samtaka okkar Taito í Finn landi sem sáu um ljósmyndun og framsetningu. Upp- skriftirnar voru að vonum fjöl- breyttar og fallegar en þær má enn nálgast á pdf formi á áður nefndri facebook-síðu. Sú uppskrift sem hér fer á eftir var framlag Íslands til norrænu hand verks vikunnar síðastliðið haust en það eru mæðgurnar Guðbjörg Halldórsdóttir og Guðný Ingibjörg Einarsdóttir sem lögðu til uppskriftina. Vettlingarnir eru sérlega fallegir og fínlegir og vöktu þeir töluverða athygli. Má þar nefna að uppskriftin birtist, ásamt norsku uppskriftinni, í þekktu eistnesku handverks- tímariti Käsitöö. Vettlingarnir hennar mömmu Hönnun: Guðbjörg Halldórsdóttir Skrásett af Guðnýju Ingibjörgu Einarsdóttur Ljósmynd: Taito.

x

Hugur og hönd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.