Morgunblaðið - 03.06.2020, Síða 4

Morgunblaðið - 03.06.2020, Síða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. JÚNÍ 2020 Dalvegi 16c | 201 Kópavogur | Sími 568 6411 | rafvorur@rafvorur.is Amerísk heimilistæki rafvorur.isRAFVÖRUR ehf Þvottavélar og þurrkarar sem taka 10-17 kg TILBOÐ Sparaðu 10.000 Verð nú 55.000 www.alver.is S: 896 4040 LauraStar á Íslandi Í JÚNÍ kr. kr. LauraStar Lift Red Létt og meðfærilegt Straujar – gufar – hreinsar Sprangan svonefnda í Vestmannaeyjum hefur mikið aðdráttarafl en þar geta gestir og gangandi prófað að spranga, sveifla sér í kaðli. Þeir sem spranga velja sér byrjunarsyllur í berginu eftir getu, nýliðar byrja í Al- menningi en aðrir fara ofar í Stígvél, Gras eða Efstu tó. Í blíðunni um síðustu helgi spreyttu margir sig á þess- ari íþrótt en ekki byrjuðu allir sveifluna jafn hátt og sá sem á myndinni sést. Þjóðaríþrótt Vestmannaeyinga stunduð af kappi Morgunblaðið/GSH Margir sprönguðu í veðurblíðunni Alls var tilkynnt um hópuppsagnir hjá 23 fyrirtækjum í maímánuði. Nemur fjöldi einstaklinga sem misstu vinnuna í uppsögnunum 1.323. Þetta upplýsti Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumála- stofnunar, í samtali við mbl.is í gær. Að hennar sögn benda nýjustu tölur til þess að hægst hafi á upp- sagnahrinu undanfarinna mánaða. Fjöldinn í mánuðinum er jafnframt umtalsvert minni en í síðasta mán- uði. Munaði þar mest um ríflega tvö þúsund uppsagnir hjá Icelandair. „Þetta er miklu minna en var í apríl sem er jákvætt. Vonandi er hægjast á þessu,“ sagði Unnur við mbl.is. Spurð hvort mest hefði verið um uppsagnir í ferðaþjónustunni sagði Unnur svo vera. Þar hefðu ákveðin landsvæði jafnframt orðið illa úti. „Það er langmest af þessum upp- sögnum í ferðaþjónustu. Það kemur verst niður á svæðum þar sem hún er stærst á Suðurlandinu og Suð- vesturlandi.“ Vinnumálastofnun fékk 23 tilkynningar um hópuppsagnir í maí Morgunblaðið/Eggert Uppsagnir Nóg er að gera hjá Vinnumálastofnun þessa dagana. Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Ákveðið hefur verið að komufarþeg- um til landsins standi til boða að fara í sýnatöku á Keflavíkurflugvelli frá og með 15. júní og í framhaldinu á öðrum helstu landamærastöðvum eða framvísa jafngildu vottorði að utan. Að öðrum kosti þurfa þeir að fara í tveggja vikna sóttkví. Heilbrigðisráðherra hefur fallist á tillögur sóttvarnalæknis um rýmkun reglna um komu ferðamanna til Ís- lands, en fjallað var um málið og til- lögu sóttvarnalæknis á fundi ríkis- stjórnarinnar í gær. Sóttvarnalækni er falið að bera meginábyrgð á framkvæmd sýna- tökunnar og á greiningu sýna í sam- starfi við Heilsugæslu höfuðborgar- svæðisins, sýkla- og veirufræðideild Landspítalans og Íslenska erfða- greiningu. Er stefnt að því að vinn- an standi yfir í a.m.k. 6 mánuði með möguleika á endurskoðun á tíma- bilinu. Leiti til ÍE strax frá upphafi Á minnisblaðinu sem birt hefur verið segir Þórólfur Guðnason sótt- varnalæknir að sýkla- og veiru- fræðideildin geti greint takmarkað- an fjölda sýna og mikilvægt sé að strax frá upphafi verði leitað til Ís- lenskrar erfðagreiningar um aðstoð við greiningu og upplýsingatækni. Segist Þórólfur líta svo á að ein- staklingur sem hafi fengið staðfesta sýkingu eða smit af völdum veir- unnar með svonefndu PCR-prófi fyrir meira en 14 dögum sé ónæm- ur fyrir endursýkingu og beri ekki með sér smit. „Engar ferðahömlur þarf því að setja á slíka einstak- linga,“ segir á minnisblaði Þórólfs. „Ég tel að bjóða eigi ferðamönn- um upp á þann möguleika að sýna vottorð um yfirstaðin veikindi af völdum COVID-19 sem myndi undanskilja þá frá frekari tak- mörkunum á landamærum Íslands. Veikindin yrðu að hafa verið stað- fest með PCR prófi og yrði grein- ing að hafa verið gerð a.m.k. 14 dögum fyrir komu. Þessum vott- orðum yrði að framvísa fyrir komu hingað til lands og þau stimpluð og vottuð af þar til bærum aðilum,“ segir hann. Nýleg greiningarpróf dugi Þá bendir hann á að nokkur lönd a.m.k. í Evrópu hafi boðið ferða- mönnum upp á þann möguleika að fá PCR-greiningarpróf sem gert er í heimalöndum þeirra innan fjögurra daga fyrir brottför sem tryggi óheft- an aðgang að landinu ef niðurstaða prófsins sýnir engin merki um smit. „Ég tel að ef einstaklingar geta lagt fram opinbert vottorð frá sínu heimalandi um neikvæða niðurstöðu PCR prófs sem ekki er eldra en 4 daga gamalt þá ættu þeir að verða undanþegnir frekari takmörkunum við komuna hingað til lands.“ Þórólfur telur hins vegar ekki ráðlegt á þessum tímapunkti að treysta niðurstöðum mótefnamæl- inga erlendis sem staðfesti að við- komandi hafi áður veikst af völdum veirunnar. Því verður ekki hægt að bjóða upp á vottorð um mótefna- mælingu til að verða undanþeginn frá takmörkunum við komuna hing- að til lands. „Þetta kann hins vegar að breytast á næstu vikum og mán- uðum,“ segir hann á minnisblaðinu. Þórólfur segir þar erfitt að spá fyrir um áhættuna af opnuninni en að hún virðist ekki vera mikil þó að ferðamönnum muni fjölga að ein- hverju magni en það fari þó m.a. eft- ir þróun faraldursins erlendis. Skv. upplýsingum heilbrigðis- ráðuneytisins í gær bendir bráða- birgðamat til þess að kostnaður við sýnatöku á Keflavíkurflugvelli fyrstu tvær vikurnar frá rýmkun reglna um komu ferðamanna til landsins yrði um 160 milljónir króna ef 500 manns kæmu til landsins á dag en stefnt sé að því að tilkynna á næstu dögum hvað sýnatakan muni kosta farþega. Í greinargerð ráðuneyta um efna- hagsleg sjónarmið við losun ferða- takmarkana kemur fram að rétt sé að ferðamennirnir greiði sjálfir fyrir sýnatökurnar. Í fyrra kom nær 1,1 milljón ferða- manna hingað til lands en nú telja Samtök ferðaþjónustunnar mögu- legt að um 250 þúsund ferðamenn komi til landsins það sem eftir lifir árs ef sóttvarnaaðgerðir verða tak- markaðar. Hugsanlega gætu þeir orðið 300-350 þúsund ef allt fellur með greininni. Áhættan af opnun ekki mikil  Heilbrigðisráðherra hefur fallist á tillögur sóttvarnalæknis um losun ferðatak- markana við landamærin  Ferðamennirnir greiði sjálfir fyrir sýnatökurnar Morgunblaðið/Eggert Leifsstöð Samhæfingarteymi á að aðstoða við undirbúning skimunar. Verði tillaga Fé- lags íslenskra hjúkrunarfræð- inga um ótíma- bundið verkfall hjá ríkinu sam- þykkt í atkvæða- greiðslu hefst það klukkan átta mánudaginn 22. júní, hafi samn- ingar ekki náðst fyrir þann tíma. FÍH hóf í gær raf- ræna atkvæðagreiðslu meðal hjúkr- unarfræðinga um verkfallsaðgerðir. Samningaviðræður hafa staðið yfir í mánuð eftir að kjarasamningur sem gerður var var felldur í atkvæða- greiðslu í lok apríl. Sáttafundur sem fram fór í gær skilaði ekki árangri. Í umfjöllun um stöðu viðræðn- anna eftir sáttafundinn í gær á vef Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga segir að viðræður gangi mjög hægt og mikið beri í milli hvað varðar launalið samninga. Formenn samn- inganefnda deilendanna munu þó funda með Ríkissáttasemjara í dag til að ræða þá stöðu sem komin er upp. Fram kemur á vefsíðu FÍH að at- kvæðagreiðslan sem nær til rúm- lega 2.500 hjúkrunarfræðinga hjá ríkinu muni standa yfir til klukkan 12 næstkomandi föstudag. Kjósa um verkfall 22. júní  Næði til um 2.500 hjúkrunarfræðinga Um 2.500 félagar í FÍH mega kjósa.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.