Morgunblaðið - 15.06.2020, Qupperneq 1
Ómar Friðriksson
Sigurður Bogi Sævarsson
Fjárhagsáhyggjur jukust og fjar-
vinna reyndist vel. Þetta kemur
fram í könnun Maskínu fyrir BSRB
þar sem áhrif kórónuveirunnar á líf
fólks voru könnuð. Tæplega 10%
aðspurðra kvenna sögðust hafa
þurft að leita eftir fjárhagsaðstoð
og 5,6% karla. Um helmingur að-
spurðra sagði að gæðastundum
með fjölskyldunni hefði fjölgað en
45,3% eldra fólks sögðu að þeim
hefði fækkað nokkuð eða mikið.
Liðlega helmingur opinberra
starfsmanna sagði álag í starfi sínu
hafa aukist og ámóta margir sögð-
ust eiga kost á fjarvinnu. Alls 58%
sögðu að sér líkaði slíkt vinnu-
fyrirkomulag vel, sérstaklega fólk
þar sem börn eru á heimili.
„Niðurstöðurnar staðfesta mikið
álag á stórum hluta þeirra sem
sinntu almannaþjónustu í faraldr-
inum. Meðal okkar fólks eru fjöl-
mennir hópar sem voru í framlín-
unni og undir miklu álagi,“ segir
Magnús Már Guðmundsson, fram-
kvæmdastjóri BSRB. Fram komi
að vinnumarkaðurinn sé kynskiptur
og hlutverkaskipting heima kyn-
skipt.
„Það er brýnt að brjóta upp
mannskemmandi mynstur þar sem
þriðjungur kvenna vinnur hluta-
störf, sem hefur áhrif á starfs-
frama, laun og lífeyrisréttindi. Það
er mikilvægt að sveigjanlegri
vinnumarkaður sé fyrir alla.“ »6
Álag jókst á kynjaskiptum markaði
Áhyggjur í heimsfaraldri áberandi
Brýnt verkefni að brjóta mynstrið upp
25%25%
50%
Gæðastundir á
tímum kórónuveiru
Hefur gæðastundum með
fjölskyldunni fjölgað eða fækkað?
Heimild: könnun
Maskínu fyrir BSRB
Staðið
í stað
Fækkað nokkuð
eða mikið
Fjölgað nokkuð
eða mikið
M Á N U D A G U R 1 5. J Ú N Í 2 0 2 0
Stofnað 1913 139. tölublað 108. árgangur
HVERFUL
AUGNABLIK
NÁTTÚRUNNAR NÓG AF MÖRKUM
LANDSBYGGÐIN
NIÐURGREIÐIR
VÖRUVERÐ
BOLTINN ER FARINN AÐ RÚLLA 26-27 VERSLUN Í DREIFBÝLI 10OPNAÐI SÝNINGU 29
Ragnhildur Þrastardóttir
Pétur Magnússon
Yfirvöld vinna nú að því að senda
Rúmena sem voru í hópi þeirra sem
virtu reglur um sóttkví að vettugi en
reyndust ekki smitaðir af kórónuveiru
úr landi, að sögn Þórólfs Guðnasonar
sóttvarnalæknis.
„Það verður reynt að flytja þá úr
landi sem reynast neikvæðir,“ segir
Þórólfur en um er að ræða tólf ein-
staklinga sem grunaðir eru um að hafa
brotið sóttvarnalög með því að halda
sig ekki í sóttkví í fjórtán daga eftir
komuna til landsins. Tveir þeirra eru
með virkt smit og verða því ekki fluttir
úr landi.
Sex Rúmenanna voru enn ófundnir
þegar Morgunblaðið fór í prentun í
gærkvöldi.
Þau tvö úr hópnum sem greindust,
karl og kona, voru fyrstu sjúklingarnir
sem komu á COVID-göngudeild
Landspítalans í heilan mánuð.
Málið hefur ekki áhrif á breytingar
á móttöku þeirra sem koma til lands-
ins sem tóku gildi í dag, að sögn Þór-
ólfs.
Geta fylgst betur með
Frá og með deginum í dag gefst
þeim sem koma til landsins kostur á að
fara í sýnatöku í stað fjórtán daga
sóttkvíar.
„Þetta ætti frekar að hvetja okkur
til dáða þar sem þetta sýnir þörfina á
því að skima á landamærunum og taka
það föstum tökum. Ef fólk fer ekki eft-
ir því sem því er sagt að gera þurfum
við enn frekar að skima,“ segir Þór-
ólfur, sem hefur ekki áhyggjur af
mögulegum afleiðingum breytinganna
og telur þær til góðs.
„Ég held að við séum nú betur í
stakk búin til þess að fylgjast með
fólki sem kemur til landsins. Með
þessu erum við að efla eftirlit enn
frekar.“
Átta flugvélar eru væntanlegar til
landsins í dag og með þeim um 600
farþegar. Sá fjöldi jafngildir tæpum
helmingi þeirra farþega sem komu til
ingar á móttöku ferðamanna heldur
mega nú 500 manns koma saman í
stað 200 og falla takmarkanir á gesta-
fjölda í sundlaugar og líkamsræktar-
stöðvar niður.
Kristófer Oliversson, formaður Fé-
lags fyrirtækja í hótel- og gistiþjón-
ustu, segir tilslakanir á sóttvarna-
aðgerðum rétt skref í átt að
endurvakningu ferðaþjónustunnar, en
allir geri sér grein fyrir því að öryggis-
sjónarmið verði að vera í fyrirrúmi.
„Næstu tvær vikur verða fyrst og
fremst tilraunastarfsemi,“ segir Krist-
ófer, en hann segir fáar bókanir berast
hótelum þrátt fyrir opnun landamæra.
„Reynt að flytja þá úr landi“
Til stendur að senda Rúmena sem ekki eru smitaðir burt Átta flugvélar lenda í Keflavík í dag með
um 600 farþega Ferðamenn hafa val um sýnatöku eða sóttkví Þórólfur telur breytingarnar til góðs
Morgunblaðið/Sigurður
Sóttvarnir Maðurinn sem hér sést með svarta húfu er einn af þeim sem skikkaðir voru til veru í sóttvarnahúsinu og fluttir þangað í sérstökum sendibíl.
Morgunblaðið/Íris
Skimun Æfing vegna skimana á Keflavíkurflugvelli fór fram um helgina.
landsins í aprílmánuði og þriðjungi af
þeim farþegum sem komu hingað í
maí.
Frá og með deginum í dag verður
sérstakt fyrirkomulag á Landspítala
vegna þeirra sem greinast með
COVID-19, að sögn Önnu Sigrúnar
Baldursdóttur, aðstoðarmanns for-
stjóra Landspítalans.
Héðan í frá verða einstaklingar sem
greinast með veiruna kallaðir inn á
göngudeildina, hvort sem þeir eru er-
lendir eða íslenskir. Þetta er ólíkt því
sem verið hefur, að látið sé duga að
eiga samskipti við hina smituðu í síma
og tryggja þar með að innlagnar sé
ekki þörf.
Í dag verða þó ekki einungis breyt- MHefði einfaldað … » 2 og 4
„Við eigum ekki að þurfa að vera
í stanslausri varnarbaráttu með
samgöngur til og frá bænum,“ segir
Ásgerður Halldórsdóttir, bæjar-
stjóri á Seltjarnarnesi. Hún er ósátt
við þær fyrirætlanir Reykjavíkur-
borgar að setja upp gangbrautar-
ljós á sex stöðum á Eiðsgranda, sem
er önnur helsta akbrautin á Nesið.
Ekkert samráð hafi verið haft við
Seltirninga. Raunar sé málið
stærra, þar sem m.a. sé verið að
lækka leyfilegan hámarkshraða á
stofnbrautum í Vesturbænum og
grípa til ýmissa annarra ráðstafana
sem til baga séu fyrir Seltjarnar-
nesið. »9
Seltirningar í vörn
í samgöngumálum